KR aftur á toppinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. febrúar 2009 21:00 Hörður Axel Vilhjálmsson átti góðan leik gegn Stjörnunni í kvöld. Mynd/Arnþór Þrír hörkuleikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld en KR tókst að endurheimta toppsæti deildarinnar á ný eftir sigur á Njarðvík á útivelli, 115-93. Keflvíkingar héldu í vonir sínar um að ná í þrijða sæti deildarinnar með sigri á bikarmeisturum Stjörnunnar, 96-84, í Garðabæ og þá vann Þór afar mikilvægan sigur á Tindastóli, 105-102. Þór er þar með komið með tíu stig og heldur því enn í vonina um að halda sæti sínu í deildinni þó vonin sé vissulega veik. Í Garðabænum byrjaði Keflavík betur í kvöld og voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Stjörnumenn voru ekki að skjóta vel en náðu þó að hanga í Keflvíkingum. Staðan í hálfleik var 49-40, Keflavík í vil, eftir að Stjarnan náði mest að minnka muninn í eitt stig. Annað var upp á teningnum í þriðja leikhluta en Stjarnan skoraði átján stig á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks og náðu aftur að minnka muninn í eitt stig. Keflvíkingar reyndu að hrista heimamenn aftur af sér en ekkert gekk. Það var svo bakvörðurinn Kjartan Atli Kjartansson sem kom Stjörnumönnum sex stigum yfir með því að setja niður þrjá þrista í röð. Stjörnumenn leiddu með einu stigi í upphafi lokaleikhlutans, 69-68, en þá skoruðu Keflvíkingar fyrstu sex stig leikhlutans og litu aldrei til baka. Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður þrist þegar fjórar mínútur voru eftir og jók þá muninn í tólf stig, 88-76. Þar með var sigurinn í raun tryggður. Hörður Axel skoraði 20 stig fyrir Keflavík, Gunnar Einarsson átján og Sverrir Sverrisson sautján. Hjá Stjörnunni var Kjartan Atli stigahæstur með 20 stig og Justin Shouse skoraði átján. KR-ingar byrjuðu af miklum krafti í Njarðvík og voru með fimmtán stiga forystu strax eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar náðu þó að minnka muninn hægt og rólega en náðu þó aldrei að ógna öruggri forystu KR-inga. Staðan í hálfleik var 53-43, KR í vil, og sá munur jókst svo í síðari hálfleik. Jakob Sigurðarson var stigahæstur KR-inga með 30 stig, Jón Arnór Stefánsson skoraði 26 og Jason Dourisseau nítján. Magnús Gunnarsson skoraði 23 stig fyrir Keflavík, Friðrik Stefánsson átján og Heath Sitton sautján. Þór var sömuleiðis með undirtökin í sínum leik gegn Tindastóli á Sauðárkróki þó svo að heimamenn hafi aldrei verið langt undan. Munurinn í hálfleik var ekki nema fjögur stig, 56-52, en sá munur jókst í níu stig þegar síðasti leikhlutinn hófst. Heimamenn neituðu að játa sig minnkuðu muninn í tvö stig, 99-97, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. En nær komst Tindastóll ekki og Þórsarar fögnuðu mikilvægum sigri, 105-102. Óðinn Ásgeirsson skoraði 26 stig fyrir Þór og tók þrettán fráköst. Konrad Tota kom næstur með 25 en þeir Daniel Bandy og Guðmundur Jónsson voru með átján hvor. Hjá Tindastóli var Svavar Birgirsson stigahæstur með 28 stig en Helgi Rafn Margeirsson kom næstur með 22. KR er sem fyrr segir í efsta sæti deildairnnar með 36 stig, tveimur meira en Grindavík. Keflavík er í fjórða sætinu með 24 stig, tveimur á eftir Snæfelli. Stjarnan og ÍR eru bæði með 16 stig í 6.-7. sæti og Tindastóll, FSu og Breiðablik með fjórtán í 8.-10. sæti. Dominos-deild karla Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira
Þrír hörkuleikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld en KR tókst að endurheimta toppsæti deildarinnar á ný eftir sigur á Njarðvík á útivelli, 115-93. Keflvíkingar héldu í vonir sínar um að ná í þrijða sæti deildarinnar með sigri á bikarmeisturum Stjörnunnar, 96-84, í Garðabæ og þá vann Þór afar mikilvægan sigur á Tindastóli, 105-102. Þór er þar með komið með tíu stig og heldur því enn í vonina um að halda sæti sínu í deildinni þó vonin sé vissulega veik. Í Garðabænum byrjaði Keflavík betur í kvöld og voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Stjörnumenn voru ekki að skjóta vel en náðu þó að hanga í Keflvíkingum. Staðan í hálfleik var 49-40, Keflavík í vil, eftir að Stjarnan náði mest að minnka muninn í eitt stig. Annað var upp á teningnum í þriðja leikhluta en Stjarnan skoraði átján stig á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks og náðu aftur að minnka muninn í eitt stig. Keflvíkingar reyndu að hrista heimamenn aftur af sér en ekkert gekk. Það var svo bakvörðurinn Kjartan Atli Kjartansson sem kom Stjörnumönnum sex stigum yfir með því að setja niður þrjá þrista í röð. Stjörnumenn leiddu með einu stigi í upphafi lokaleikhlutans, 69-68, en þá skoruðu Keflvíkingar fyrstu sex stig leikhlutans og litu aldrei til baka. Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður þrist þegar fjórar mínútur voru eftir og jók þá muninn í tólf stig, 88-76. Þar með var sigurinn í raun tryggður. Hörður Axel skoraði 20 stig fyrir Keflavík, Gunnar Einarsson átján og Sverrir Sverrisson sautján. Hjá Stjörnunni var Kjartan Atli stigahæstur með 20 stig og Justin Shouse skoraði átján. KR-ingar byrjuðu af miklum krafti í Njarðvík og voru með fimmtán stiga forystu strax eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar náðu þó að minnka muninn hægt og rólega en náðu þó aldrei að ógna öruggri forystu KR-inga. Staðan í hálfleik var 53-43, KR í vil, og sá munur jókst svo í síðari hálfleik. Jakob Sigurðarson var stigahæstur KR-inga með 30 stig, Jón Arnór Stefánsson skoraði 26 og Jason Dourisseau nítján. Magnús Gunnarsson skoraði 23 stig fyrir Keflavík, Friðrik Stefánsson átján og Heath Sitton sautján. Þór var sömuleiðis með undirtökin í sínum leik gegn Tindastóli á Sauðárkróki þó svo að heimamenn hafi aldrei verið langt undan. Munurinn í hálfleik var ekki nema fjögur stig, 56-52, en sá munur jókst í níu stig þegar síðasti leikhlutinn hófst. Heimamenn neituðu að játa sig minnkuðu muninn í tvö stig, 99-97, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. En nær komst Tindastóll ekki og Þórsarar fögnuðu mikilvægum sigri, 105-102. Óðinn Ásgeirsson skoraði 26 stig fyrir Þór og tók þrettán fráköst. Konrad Tota kom næstur með 25 en þeir Daniel Bandy og Guðmundur Jónsson voru með átján hvor. Hjá Tindastóli var Svavar Birgirsson stigahæstur með 28 stig en Helgi Rafn Margeirsson kom næstur með 22. KR er sem fyrr segir í efsta sæti deildairnnar með 36 stig, tveimur meira en Grindavík. Keflavík er í fjórða sætinu með 24 stig, tveimur á eftir Snæfelli. Stjarnan og ÍR eru bæði með 16 stig í 6.-7. sæti og Tindastóll, FSu og Breiðablik með fjórtán í 8.-10. sæti.
Dominos-deild karla Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira