Fótbolti

Balotelli: Cristiano Ronaldo mun biðja um mína treyju einn daginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli og Jose Mourinho, þjálfari Inter.
Mario Balotelli og Jose Mourinho, þjálfari Inter. Mynd/AFP

Mario Balotelli hefur slegið í gegn með ítölsku meisturunum í Inter á þessu tímabili en þessi 18 ára framherji hefur skorað 11 mörk í 32 leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni. Hann hefur bæði mikla trú á sjálfum sér og háleit markmið.

Balotelli hefur það markmið að verða það stórt nafn í boltanum að Portúgalinn Cristiano Ronaldo muni sækjast eftir treyju hans alveg eins og hann sjálfur sóttist eftir treyju Ronaldo fyrir tveimur árum.

„Fyrir tveimur árum gaf Ronaldo mér treyjuna sína en einn daginn mun hann sækjast eftir að fá mína treyju," sagði Balotelli sem ætlar sér að verða bestur í heimi og hann er með það á hreinu hver sé bestur í dag.

„Messi er besti knattspyrnumaður í heimi í dag og hann mun fá Gullboltann. Það er enginn eins og hann ekki einu sinni Ronaldo þótt að hann sé magnaður leikmaður," sagði Balotelli.

Balotelli líkar vel í herbúðum Inter. „Zlatan Ibrahimovic er mín fyrirmynd. Ég er mjög ánægður hjá Inter og er ekki að fara. Það kemur samt alveg til greina að fara eitthvað annað í framtíðinni eða sterkt lið vill fá mig," sagði Balotelli.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×