Um 3.700 Pólverjar á atvinnuleysisbótum í Noregi 30. apríl 2009 11:17 Atvinnuleysi meðal Pólverja í Noregi hefur aukist um 555% frá því í apríl í fyrra. Er nú um 3.700 Pólverjar á atvinnuleysisbótum í landinu. Svipað og gerðist á Íslandi flykktust Pólverjar til Noregs meðan góðærið geisaði þar á síðustu árum. Síðan að fjármálakreppan fór að bíta í við upphaf síðasta árs hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina hjá þessu fólki. Svipað og hérlendis eru það einkum byggingaverkamenn sem orðið hafa fyrir barðinu á auknu atvinnuleysi í Noregi. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni e24.no segir að fyrir utan hinn stóra hóp atvinnulausra er einnig stór hópur sem hefur einfaldlega haldið aftur heim til Póllands þegar fór að þrengja um á atvinnumarkaðinum í Noregi. Hinsvegar neyðist fjöldi þeirra til að vera áfram í Noregi þar sem atvinnuástandið er lítt skárra í Póllandi þessa dagana. Roy Pedersen talsmaður sambands byggingarverkamanna í Noregi segir að talan 3.700 manns nái aðeins yfir þá sem eru opinberlega skráir atvinnulausir. Hann óttast að hin raunverulega tala sé mun hærri. Pedersen nefnir sem dæmi að fjöldi Pólverja séu skráðir hjá vinnumiðlunum en þeir fái ekki störf á vegum þeirra nema dag og dag á stangli. Þeir séu samt skráðir eins og þeir séu í fullri vinnu. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Atvinnuleysi meðal Pólverja í Noregi hefur aukist um 555% frá því í apríl í fyrra. Er nú um 3.700 Pólverjar á atvinnuleysisbótum í landinu. Svipað og gerðist á Íslandi flykktust Pólverjar til Noregs meðan góðærið geisaði þar á síðustu árum. Síðan að fjármálakreppan fór að bíta í við upphaf síðasta árs hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina hjá þessu fólki. Svipað og hérlendis eru það einkum byggingaverkamenn sem orðið hafa fyrir barðinu á auknu atvinnuleysi í Noregi. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni e24.no segir að fyrir utan hinn stóra hóp atvinnulausra er einnig stór hópur sem hefur einfaldlega haldið aftur heim til Póllands þegar fór að þrengja um á atvinnumarkaðinum í Noregi. Hinsvegar neyðist fjöldi þeirra til að vera áfram í Noregi þar sem atvinnuástandið er lítt skárra í Póllandi þessa dagana. Roy Pedersen talsmaður sambands byggingarverkamanna í Noregi segir að talan 3.700 manns nái aðeins yfir þá sem eru opinberlega skráir atvinnulausir. Hann óttast að hin raunverulega tala sé mun hærri. Pedersen nefnir sem dæmi að fjöldi Pólverja séu skráðir hjá vinnumiðlunum en þeir fái ekki störf á vegum þeirra nema dag og dag á stangli. Þeir séu samt skráðir eins og þeir séu í fullri vinnu.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira