Líf fjárfestis með súludönsurum og kókaíni 15. september 2009 10:15 Hinn þrítugi Tetsuya Ishikawa varð sterkefnaður á því að versla með „eitraða" skuldabréfavafninga. Nú er hann skilinn við konu sína sem er fyrrverandi súludansari, tugmilljóna bónusgreiðslur og lúxusbílinn. Í staðinn hefur hann skrifað bók um reynslu sína sem meðábyrgur fyrir fjármálakreppunni. Án nokkurrar sérmenntunnar fékk Ishikawa starf vorið 2001 hjá einum af virðingarmestu fjárfestingarbönkum heimsins. Á skrifstofu sinni í The City í Londin hafði hann það hlutverk að selja framandi vaxtabréf. „Og á meðan vinnudagur hans fór í að umskrifa rotin bandarísk lán og selja þau til fjárfesta um allan heim varð Ishikawa um leið einn af sökudólgum fjármálakreppunnar," segir í umfjöllun Dagens Næringsliv um bókina. Frá skrifstofunni í The City ferðaðist Ishikawa um heiminn í sex ár með undirmálslán og vafasama skuldabréfavafninga í skjalatöskunni fyrir banka á borð við Morgan Stanley, ABN Amro og Goldman Sachs. Hluti sem ofurfjárfesturinn Warren Buffett kallaði síðar „fjármálaleg gereyðingarvopn". Á þessum ferðum sínum fékk hann tugi milljóna kr. í laun og lifði alþjóðlegu lúxuslífi með frían aðgang að hóruhúsum, súludönsurum og kókaíni. Þessu greinir Ishikawa frá í bók sinni „How I caused the credit crunch". Bókin er skáldsaga en Ishikawa segir að 90% af söguhetjunni sé hann sjálfur. „Ég spilaði hlutverk í fjármálakreppunni. En það er fáránlegt að halda því fram að ein persóna eða einn banki hafi getað valdið þessari kreppu," segir Ishikawa. „Þetta var kerfiskreppa, ekki bara í fjármálalífinu heldur öllu samfélaginu. Við eigum öll saman sökina þótt við leitum nú að sökudólgum." Hinn þrítugi Ishikawa hefur nú snúið baki við fyrra lífi. Hann er giftur á ný og á tvö ung börn. Búinn að skipta á BMW X5 bílnum fyrir umhverfisvænan Toyota Prius og lifir nú á því að skrifa bækur. Í dag bendir Ishikawa á þrjár meginorsakir sem ollu kreppunni. Afbrigðileg neyslumenning og misskilningur um verðmæti fasteigna, yfirgengileg skammsýni og að verulega dró úr sparnaði fólks. Hann telur að allt samfélagið í heild sé meðábyrgt fyrir fjármálakreppunni. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hinn þrítugi Tetsuya Ishikawa varð sterkefnaður á því að versla með „eitraða" skuldabréfavafninga. Nú er hann skilinn við konu sína sem er fyrrverandi súludansari, tugmilljóna bónusgreiðslur og lúxusbílinn. Í staðinn hefur hann skrifað bók um reynslu sína sem meðábyrgur fyrir fjármálakreppunni. Án nokkurrar sérmenntunnar fékk Ishikawa starf vorið 2001 hjá einum af virðingarmestu fjárfestingarbönkum heimsins. Á skrifstofu sinni í The City í Londin hafði hann það hlutverk að selja framandi vaxtabréf. „Og á meðan vinnudagur hans fór í að umskrifa rotin bandarísk lán og selja þau til fjárfesta um allan heim varð Ishikawa um leið einn af sökudólgum fjármálakreppunnar," segir í umfjöllun Dagens Næringsliv um bókina. Frá skrifstofunni í The City ferðaðist Ishikawa um heiminn í sex ár með undirmálslán og vafasama skuldabréfavafninga í skjalatöskunni fyrir banka á borð við Morgan Stanley, ABN Amro og Goldman Sachs. Hluti sem ofurfjárfesturinn Warren Buffett kallaði síðar „fjármálaleg gereyðingarvopn". Á þessum ferðum sínum fékk hann tugi milljóna kr. í laun og lifði alþjóðlegu lúxuslífi með frían aðgang að hóruhúsum, súludönsurum og kókaíni. Þessu greinir Ishikawa frá í bók sinni „How I caused the credit crunch". Bókin er skáldsaga en Ishikawa segir að 90% af söguhetjunni sé hann sjálfur. „Ég spilaði hlutverk í fjármálakreppunni. En það er fáránlegt að halda því fram að ein persóna eða einn banki hafi getað valdið þessari kreppu," segir Ishikawa. „Þetta var kerfiskreppa, ekki bara í fjármálalífinu heldur öllu samfélaginu. Við eigum öll saman sökina þótt við leitum nú að sökudólgum." Hinn þrítugi Ishikawa hefur nú snúið baki við fyrra lífi. Hann er giftur á ný og á tvö ung börn. Búinn að skipta á BMW X5 bílnum fyrir umhverfisvænan Toyota Prius og lifir nú á því að skrifa bækur. Í dag bendir Ishikawa á þrjár meginorsakir sem ollu kreppunni. Afbrigðileg neyslumenning og misskilningur um verðmæti fasteigna, yfirgengileg skammsýni og að verulega dró úr sparnaði fólks. Hann telur að allt samfélagið í heild sé meðábyrgt fyrir fjármálakreppunni.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira