Tæplega helmingurinn af dönskum launþegum er reiðubúinn til þess að lækka laun sín til að koma í veg fyrir uppsagnir á vinnustað þeirra.
Í nýrri skoðanakönnum sem Gallup gerði fyrir Berlingske Tidende segist 49% aðspurðra telja það eðlilegt að laun starfsmanna lækki til þess að koma í veg fyrir uppsagnir. Og hér um bil jafnmargir, eða 43%, lýsa sig reiðubúna til þess að fórna hluta af sínum eigin launum.
Á sama tíma krefjast sífellt fleiri launþegar þess að laun starfsmanna lækki til þess að forðast megi uppsagnir í miðri kreppunni. Stjórnendur kjötframleiðslufyrirtækisins Danish Crown vilja að starfsmenn lækki um 20% í launum.
Helmingur Dana er reiðubúinn til að lækka laun sín
