Vogunarsjóðirnir brutu ekki lögin Ingimar Karl Helgason skrifar 21. janúar 2009 07:00 Á ársfundi Seðlabankans í fyrra Í kjölfar vangaveltna um mögulega aðför að fjármálakerfi landsins hóf Fjármálaeftirlitið á því rannsókn með aðstoð erlends eftirlitsaðila. MYND/Fréttablaðið/Anton Fjármálaeftirlitið varð ekki vart við að lög hefðu verið brotin, í rannsókn sinni á því hvort neikvæðum orðrómi hefði verið dreift um íslenskt fjármálakerfi og íslensku bankanna, í fyrravor. Í svari eftirlitsins við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að í rannsókninni aflaði erlendur eftirlitsaðili upplýsinga um öll skuldabréfa- og skuldatryggingaviðskipti á ákveðnu tímabili, hjá nokkrum þeim stærstu bönkum sem viðkomandi hefur eftirlit með. Fjármálaeftirlitið nefnir hvorki eftirlitsaðilann né bankana. Fram kom í rannsókninni að sögn Fjármálaeftirlitsins að fjöldi sjóða hefði átt viðskipti með skuldabréf og tryggingar í Kaupþingi, Glitni og Landsbanka. Fjármálaeftirlitið segir að þessu hafi verið fylgt eftir og óskaði nánari upplýsinga um viðskipti þeirra sjóða sem bent var á á fyrstu mánuðum síðasta árs. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á ársfundi bankans í fyrra, eftir að skuldatryggingaálag á íslenska ríkið, sem þá var skuldlaust, hækkaði skarpt, að það lyktaði óþægilega af því að óprúttnir miðlarar hefðu ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið. Fram kom á opinberum vettvangi um þær mundir að líklega kæmi fátt af viti, eins og það var orðað, út úr athugun Fjármálaeftirlitsins á þessu. Hins vegar kynni hún að vera gagnleg þar sem það sendi þeim sem kynnu að hagnast á íslenskum óförum þau skilaboð að fylgst væri með. Íslensk stjórnvöld hafa aldrei nefnt hina rannsökuðu sjóði. Financial Times nefndi snemma í fyrra sjóðina DA Capital Europe, King Street, Merrill Lynch GSRG og Sandelman Partners. Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, nefndi svo í viðtali við Markaðinn í apríl fjóra sjóði aðra, Trafalgar, Ako Capital, Cheney og Landsdowne. Markaðir Mest lesið Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Fjármálaeftirlitið varð ekki vart við að lög hefðu verið brotin, í rannsókn sinni á því hvort neikvæðum orðrómi hefði verið dreift um íslenskt fjármálakerfi og íslensku bankanna, í fyrravor. Í svari eftirlitsins við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að í rannsókninni aflaði erlendur eftirlitsaðili upplýsinga um öll skuldabréfa- og skuldatryggingaviðskipti á ákveðnu tímabili, hjá nokkrum þeim stærstu bönkum sem viðkomandi hefur eftirlit með. Fjármálaeftirlitið nefnir hvorki eftirlitsaðilann né bankana. Fram kom í rannsókninni að sögn Fjármálaeftirlitsins að fjöldi sjóða hefði átt viðskipti með skuldabréf og tryggingar í Kaupþingi, Glitni og Landsbanka. Fjármálaeftirlitið segir að þessu hafi verið fylgt eftir og óskaði nánari upplýsinga um viðskipti þeirra sjóða sem bent var á á fyrstu mánuðum síðasta árs. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á ársfundi bankans í fyrra, eftir að skuldatryggingaálag á íslenska ríkið, sem þá var skuldlaust, hækkaði skarpt, að það lyktaði óþægilega af því að óprúttnir miðlarar hefðu ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið. Fram kom á opinberum vettvangi um þær mundir að líklega kæmi fátt af viti, eins og það var orðað, út úr athugun Fjármálaeftirlitsins á þessu. Hins vegar kynni hún að vera gagnleg þar sem það sendi þeim sem kynnu að hagnast á íslenskum óförum þau skilaboð að fylgst væri með. Íslensk stjórnvöld hafa aldrei nefnt hina rannsökuðu sjóði. Financial Times nefndi snemma í fyrra sjóðina DA Capital Europe, King Street, Merrill Lynch GSRG og Sandelman Partners. Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, nefndi svo í viðtali við Markaðinn í apríl fjóra sjóði aðra, Trafalgar, Ako Capital, Cheney og Landsdowne.
Markaðir Mest lesið Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira