Ólöglegt af Roskildebank að lána fyrir hlutum í bankanum 3. mars 2009 16:41 Danski bankinn Roskildebank, sem varð gjaldþrota í síðasta mánuði, beitti viðskiptavini sína miklum þrýstingi til að taka lán hjá bankanum til að kaupa hluti í honum. Þetta telur danskur prófessor að hafi verið ólöglegt af hálfu bankans. Annað kvöld verður heimildarþátturinn Bankrot eða Gjaldþrot sýndur í danska ríkissjónvarpinu DR1 þar sem þetta kemur fram. Prófessorinn sem hér um ræðir er Finn Östrup frá Copenhagen Business School. Hlutabréfakaupin sem hér um ræðir fóru fram í árslok 2006 þegar Roskildebank átti í miklum erfiðleikum. Danska fjármálaeftirlitið hafði á þessum tíma krafist þess að bankinn bætti eiginfjárstöðu sína og varasjóð sem ætlaður var til að mæta mögrum árum. Finn Östrup segir að bankinn hafi beitt blekkingum gegn þeim viðskiptavinum sínum sem bankanum tókst að fá til að taka lán til að kaupa hlutabréfin. Kaupin hafi verið kynnt sem fjárfestingartækifæri. Flestir þeirra sem fóru að fyrirmælum bankans hvað þetta varðar eru persónulega gjaldþrota í dag þar sem þeim reyndist ómögulegt að losa sig við þessi hlutabréf síðar meir. Fram kemur í umfjöllun danskra fjölmiðla um málið að efnahagsbrotadeild dönsku lögreglunnar muni rannsaka þennan þátt í starfsemi Roskildebank og bíður nú eftir gögnum frá danska fjármálaeftirlitinu til að geta hafið rannsókn sína. Þessi frétt leiðir hugann að umfangsmiklum lánum gömlu bankanna þriggja til kaupa á eigin hlutabréfum bæði til starfsmanna sinna og viðskiptavina. Spurningin er hvort íslensk yfirvöld taki sömu afstöðu til slíks og Danir virðast gera. Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Danski bankinn Roskildebank, sem varð gjaldþrota í síðasta mánuði, beitti viðskiptavini sína miklum þrýstingi til að taka lán hjá bankanum til að kaupa hluti í honum. Þetta telur danskur prófessor að hafi verið ólöglegt af hálfu bankans. Annað kvöld verður heimildarþátturinn Bankrot eða Gjaldþrot sýndur í danska ríkissjónvarpinu DR1 þar sem þetta kemur fram. Prófessorinn sem hér um ræðir er Finn Östrup frá Copenhagen Business School. Hlutabréfakaupin sem hér um ræðir fóru fram í árslok 2006 þegar Roskildebank átti í miklum erfiðleikum. Danska fjármálaeftirlitið hafði á þessum tíma krafist þess að bankinn bætti eiginfjárstöðu sína og varasjóð sem ætlaður var til að mæta mögrum árum. Finn Östrup segir að bankinn hafi beitt blekkingum gegn þeim viðskiptavinum sínum sem bankanum tókst að fá til að taka lán til að kaupa hlutabréfin. Kaupin hafi verið kynnt sem fjárfestingartækifæri. Flestir þeirra sem fóru að fyrirmælum bankans hvað þetta varðar eru persónulega gjaldþrota í dag þar sem þeim reyndist ómögulegt að losa sig við þessi hlutabréf síðar meir. Fram kemur í umfjöllun danskra fjölmiðla um málið að efnahagsbrotadeild dönsku lögreglunnar muni rannsaka þennan þátt í starfsemi Roskildebank og bíður nú eftir gögnum frá danska fjármálaeftirlitinu til að geta hafið rannsókn sína. Þessi frétt leiðir hugann að umfangsmiklum lánum gömlu bankanna þriggja til kaupa á eigin hlutabréfum bæði til starfsmanna sinna og viðskiptavina. Spurningin er hvort íslensk yfirvöld taki sömu afstöðu til slíks og Danir virðast gera.
Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira