Soros segir að versta kreppan heyri nú sögunni til 22. júní 2009 09:25 Ofurfjárfestirinn George Soros segir að það versta í fjármálakreppu heimsins sé nú að baki. Þetta kom fram í viðtali við hann á pólsku fréttastöðinni TVN24. Hann hvatti jafnframt til þess að alþjóðlegar reglur yrðu samdar til að hafa eftirlit með mörkuðum heimsins. „Það versta í kreppunni er örugglega að baki okkur," segir hinn 78 ára gamli ungversk ættaði Gyðingur en ræddi það ekki frekar og vildi heldur fjalla um hve kringstæðurnar væru einstakar í núverandi umróti. „Þessi kreppa er frábrugðin öðrum og markar endalok ákveðin tímabils," segir Soros. „Kerfið hefur hingað til verið byggt á þeirri blekkingu að markaðirnir geti náð jafnvægi af sjálfsdáðum og að kerfið rétti sjálft sig af." Hvað fyrrgreindar reglur varðar segir Soros að markmið þeirra ætti að vera að hafa stjórn á þeim bólum sem myndast. „Við þurfum alþjóðlegar reglur til að hafa hemil á alþjóðlegum mörkuðum," segir Soros. „Þetta verður ekki auðvelt en ef við náum þessu ekki mun kerfið hrynja." Aðspurður um hvort Pólland hefði komið betur út úr kreppunni ef landið hefði verið með evruna sem gjaldeyri sagði Soros svo vera. „Pólland, Ungverjaland og fleiri þjóðir nutu ekki verndar þar sem þau stóðu fyrir utan evrusvæðið," segir Soros. „Því gerðist það að bankar fóru að draga fé sitt út úr þessum löndum þegar Lehman Brothers urðu gjaldþrota." Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Ofurfjárfestirinn George Soros segir að það versta í fjármálakreppu heimsins sé nú að baki. Þetta kom fram í viðtali við hann á pólsku fréttastöðinni TVN24. Hann hvatti jafnframt til þess að alþjóðlegar reglur yrðu samdar til að hafa eftirlit með mörkuðum heimsins. „Það versta í kreppunni er örugglega að baki okkur," segir hinn 78 ára gamli ungversk ættaði Gyðingur en ræddi það ekki frekar og vildi heldur fjalla um hve kringstæðurnar væru einstakar í núverandi umróti. „Þessi kreppa er frábrugðin öðrum og markar endalok ákveðin tímabils," segir Soros. „Kerfið hefur hingað til verið byggt á þeirri blekkingu að markaðirnir geti náð jafnvægi af sjálfsdáðum og að kerfið rétti sjálft sig af." Hvað fyrrgreindar reglur varðar segir Soros að markmið þeirra ætti að vera að hafa stjórn á þeim bólum sem myndast. „Við þurfum alþjóðlegar reglur til að hafa hemil á alþjóðlegum mörkuðum," segir Soros. „Þetta verður ekki auðvelt en ef við náum þessu ekki mun kerfið hrynja." Aðspurður um hvort Pólland hefði komið betur út úr kreppunni ef landið hefði verið með evruna sem gjaldeyri sagði Soros svo vera. „Pólland, Ungverjaland og fleiri þjóðir nutu ekki verndar þar sem þau stóðu fyrir utan evrusvæðið," segir Soros. „Því gerðist það að bankar fóru að draga fé sitt út úr þessum löndum þegar Lehman Brothers urðu gjaldþrota."
Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent