Fótbolti

Klinsmann: Ég hef náð markmiðum mínum

NordicPhotos/GettyImages

Jurgen Klinsmann þjálfari Bayern í Þýskalandi segist vera búinn að ná markmiði sem hann setti sér þegar hann tók við liðinu á sínum tíma.

"Stjórn félagsins bað mig að koma Bayern aftur í hóp bestu liða í Evrópu. Við, ásamt Barcelona, höfum hingað til verið liða mest sannfærandi í Evrópukeppninni. Við erum á miklum spretti í keppninni og spilum hraðan sóknarbolta. Ef við sláum Barcelona út úr keppninni, munu allir hætta að væla," sagði Klinsmann og vísaði í háværar gagnrýnisraddir sem alltaf heyrast í kring um þýska stórveldið.

Bayern hefur ekki gengið eins vel í deildinni heima fyrir og hefur á engum tímapunkti í vetur náð toppsæti deildarinnar.

"Okkur hefur ekki tekist að ná stöðugleika og því hugarfari sem þarf til að spila okkar besta leik í deildinni. Það er eins og það takist aðeins þegar við erum undir pressu og nú er síðasti séns fyrir okkur. Ég verð ósáttur ef við verðum ekki meistarar, ég get viðurkennt það," sagði Kinsmann í samtali við þýska fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×