Viðskipti innlent

Íslensk fyrirmynd

Margir supu hveljur þegar Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, fór um víðan völl í Kastljóssviðtali í fyrrahaust. Mál manna var, að svona gerðu menn ekki. Var vísað til passasamrar framkomu Bens Bernankes, seðlabankastjóra Bandaríkjanna og nær sterílla vaxtaákvörðunarfunda kollega þeirra, Jean-Claude Trichet, í Evrópu.

Nú bar svo við að Bernanke fór á flug í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes um síðustu helgi. Þar létti hann á hjarta sínu og hellti úr skálum reiði sinnar yfir stjórnendur tryggingarisans AIG, sem hafa neyðst til að seilast djúpt ofan í vasa hins opinbera til að forða sér frá þroti. Eftir á að hyggja hefur Davíð máske slegið tóninn fyrir það sem koma skal, fyrstur seðlabankastjóra…






Fleiri fréttir

Sjá meira


×