Fótbolti

Ítölsk félög verja ekki þjálfarana sína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ranieri telur sig ekki alltaf fá nægan stuðning.
Ranieri telur sig ekki alltaf fá nægan stuðning. Nordic Photos/Getty Images

Félög í ítalska boltanum eru mörg hver í naflaskoðun þessa dagana enda hafa ensk og spænsk félög stungið þau ítölsku af. Steininn tók þó úr í ár þegar ekkert ítalskt félag komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Luciano Moggi, sem eitt sinn var æðstiprestur hjá Juventus, segir ýmsar ástæður vera fyrir því að bilið sé að breikka á milli þessara deilda.

„Ensk og spænsk félög hafa haft meira hugrekki til þess að breyta og núna eru þau betri en við. Þetta er ekki spurning um hæfileika því hæfileikarnir eru klárlega til staðar líka á Ítalíu. Við tökum aftur á móti ekki sömu áhættur enda er meiri pressa á Ítalíu," sagði Moggi og bætti við.

„Félögin verða líka að átta sig á því að þau verða að styðja þjálfarann. Hann má aldrei standa einn eftir. Félögin verða að gera sér grein fyrir því að þjálfarinn á að ráða búningsklefanum. Félögin verða að hjálpa þjálfaranum og sum félög gleyma því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×