Hátæknisjúkrahús 19. janúar 2009 04:00 Jón Gunnarsson skrifar um sjúkrahús Hörð viðbrögð hafa víða komið vegna tillagna heilbrigðisráðherra um hagræðingu í heilbrigðiskerfinu. Hlutverk hans við þær erfiðu aðstæður sem nú eru í samfélaginu er ekki öfundsvert. Málaflokkurinn er mikilvægur og sterkar tilfinningar eru gagnvart sjúkrastofnunum. Framtíðaráætlanir gera ráð fyrir að byggt verði hátæknisjúkrahús í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Um er að ræða einhverja dýrustu framkvæmd sem farið hefur verið í hérlendis. Á fjárlögum þessa árs er reiknað með 400 milljónum í undirbúningsvinnu vegna verkefnisins. Áætlaður byggingarkostnaður er á reiki en talað er um að hann verði ekki langt frá 100 milljörðum króna. Þá er ótalinn mikill kostnaður vegna nauðsynlegra samgöngumannvirkja sem óhjákvæmilegt verður að byggja samhliða. Ég hef alla tíð verið efins vegna þessarar stefnu og tilheyrt þeim hópi sem hefur viljað skoða þá leið að efla og sérhæfa starfsemi stærri sjúkrahúsa á nokkrum stöðum á landinu þ.m.t. svokölluð kragasjúkrahús. Margur ávinningur er af þeirri leið og deildar meiningar eru um rekstrarhagræði af einni stórri stofnun sem tæki til sín stóran hluta verkefna og fjármagns. Efling minni sjúkrastofnana eflir læknisþjónustu í héraði, veitir persónulegri og skilvirkari þjónustu. Einnig má rökstyðja að ákveðin samkeppni sem myndast milli stofnana auki líkur á betri nýtingu þess fjármagns sem þær hafa til ráðstöfunar. Í umræðum síðustu daga hafa fulltrúar sveitarfélaga, þar sem staðsettar eru sjúkrastofnanir, komið fram og lýst yfir áhuga á að taka yfir rekstur þeirra. Sú hugmynd er allrar athygli verð og kemur heim og saman við þá skoðun að nærþjónusta við íbúana sé betur komin í höndum sveitarfélaga. Breytingar í íslensku samfélagi kalla á endurmat þess hvert stefna skuli í málefnum sjúkrastofnana. Áður en margar þeirra hugmynda sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt koma til framkvæmda þarf að endurmeta stöðuna. Á meðan er nauðsynlegt að fresta öllum ákvörðunum um að leggja í frekari framkvæmdir við hátæknisjúkrahús. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Jón Gunnarsson skrifar um sjúkrahús Hörð viðbrögð hafa víða komið vegna tillagna heilbrigðisráðherra um hagræðingu í heilbrigðiskerfinu. Hlutverk hans við þær erfiðu aðstæður sem nú eru í samfélaginu er ekki öfundsvert. Málaflokkurinn er mikilvægur og sterkar tilfinningar eru gagnvart sjúkrastofnunum. Framtíðaráætlanir gera ráð fyrir að byggt verði hátæknisjúkrahús í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Um er að ræða einhverja dýrustu framkvæmd sem farið hefur verið í hérlendis. Á fjárlögum þessa árs er reiknað með 400 milljónum í undirbúningsvinnu vegna verkefnisins. Áætlaður byggingarkostnaður er á reiki en talað er um að hann verði ekki langt frá 100 milljörðum króna. Þá er ótalinn mikill kostnaður vegna nauðsynlegra samgöngumannvirkja sem óhjákvæmilegt verður að byggja samhliða. Ég hef alla tíð verið efins vegna þessarar stefnu og tilheyrt þeim hópi sem hefur viljað skoða þá leið að efla og sérhæfa starfsemi stærri sjúkrahúsa á nokkrum stöðum á landinu þ.m.t. svokölluð kragasjúkrahús. Margur ávinningur er af þeirri leið og deildar meiningar eru um rekstrarhagræði af einni stórri stofnun sem tæki til sín stóran hluta verkefna og fjármagns. Efling minni sjúkrastofnana eflir læknisþjónustu í héraði, veitir persónulegri og skilvirkari þjónustu. Einnig má rökstyðja að ákveðin samkeppni sem myndast milli stofnana auki líkur á betri nýtingu þess fjármagns sem þær hafa til ráðstöfunar. Í umræðum síðustu daga hafa fulltrúar sveitarfélaga, þar sem staðsettar eru sjúkrastofnanir, komið fram og lýst yfir áhuga á að taka yfir rekstur þeirra. Sú hugmynd er allrar athygli verð og kemur heim og saman við þá skoðun að nærþjónusta við íbúana sé betur komin í höndum sveitarfélaga. Breytingar í íslensku samfélagi kalla á endurmat þess hvert stefna skuli í málefnum sjúkrastofnana. Áður en margar þeirra hugmynda sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt koma til framkvæmda þarf að endurmeta stöðuna. Á meðan er nauðsynlegt að fresta öllum ákvörðunum um að leggja í frekari framkvæmdir við hátæknisjúkrahús. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar