Sænsk herrasetur til sölu á tombóluverði 9. júlí 2009 11:05 Fjármálakreppan og lágt gengi sænsku krónunnar hefur gert það að verkum að nú er hægt að kaupa sænsk herrasetur (herregård) á tombóluverði. Dæmi eru um að verð á þeim hafi fallið niður í 60 milljónir kr. sem er svipað og kostar að kaupa fjögurra herbergja íbúð í Kaupmannahöfn. Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten vitnar blaðið í nýlega úttekt sem Dagens Industri í Svíþjóð gerði á þeim herrasetrum sem nú eru auglýst til sölu þar í landi. Hvað setrið sem er til sölu á 60 milljónir kr. eða 3,4 milljónir sænskra kr. varðar er þar um að ræða setur sem er 580 fm að stærð og fylgir lóð upp á 13.000 fm með í kaupunum. Setrið er staðsett við austurströnd Svíþjóðar í um 400 km fjarlægð frá Kaupmannahöfn. Í Jyllands Posten segir að nú sé hægt að gera reyfarakaup á þessum markaði í Svíþjóð. Blaðið nefnir annað dæmi þar sem 850 fm herrasetur á Värmland svæðinu kostar 3,5 milljónir sænskra kr. Því setri fylgir svo 110.000 fm eða 11 hektara lóð. Bestu kaupin að mati Jyllands Posten eru þó í Surahammers herrasetrinu sem staðsett er vestur af Stokkhólmi. Það er 1.279 fm að stærð byggt í enskum kastalastíl árin 1856-1858. Því setri fylgir 30.000 fm lóð og verðmiðinn er 12,5 milljónir sænskra kr. eða 200 milljónir kr. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fjármálakreppan og lágt gengi sænsku krónunnar hefur gert það að verkum að nú er hægt að kaupa sænsk herrasetur (herregård) á tombóluverði. Dæmi eru um að verð á þeim hafi fallið niður í 60 milljónir kr. sem er svipað og kostar að kaupa fjögurra herbergja íbúð í Kaupmannahöfn. Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten vitnar blaðið í nýlega úttekt sem Dagens Industri í Svíþjóð gerði á þeim herrasetrum sem nú eru auglýst til sölu þar í landi. Hvað setrið sem er til sölu á 60 milljónir kr. eða 3,4 milljónir sænskra kr. varðar er þar um að ræða setur sem er 580 fm að stærð og fylgir lóð upp á 13.000 fm með í kaupunum. Setrið er staðsett við austurströnd Svíþjóðar í um 400 km fjarlægð frá Kaupmannahöfn. Í Jyllands Posten segir að nú sé hægt að gera reyfarakaup á þessum markaði í Svíþjóð. Blaðið nefnir annað dæmi þar sem 850 fm herrasetur á Värmland svæðinu kostar 3,5 milljónir sænskra kr. Því setri fylgir svo 110.000 fm eða 11 hektara lóð. Bestu kaupin að mati Jyllands Posten eru þó í Surahammers herrasetrinu sem staðsett er vestur af Stokkhólmi. Það er 1.279 fm að stærð byggt í enskum kastalastíl árin 1856-1858. Því setri fylgir 30.000 fm lóð og verðmiðinn er 12,5 milljónir sænskra kr. eða 200 milljónir kr.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira