Ný framtíðarsýn 8. apríl 2009 06:00 Vigdís Hauksdóttir skrifar um uppbyggingu samfélagsins Fortíðinni breytum við ekki en á framtíðina getum við haft áhrif. Á haustdögum varð hér kerfishrun. Allt traust hvarf á sama tíma. Við svona atburði verður að fara í endurskoðun á öllum stoðum samfélagsins. Ísland er lýðræðisríki með þingbundinni stjórn. Framtíðarsýn okkar framsóknarmanna er skýr, hún byggir á nýrri stjórnarskrá sem stjórnlagaþing hefur sett. Án þess að ákveða fyrirfram innihald þeirrar stjórnarskrár má fullyrða að hún muni byggjast á stjórnarskrárformi lýðræðisríkja með fullkominni þrígreiningu ríkisvaldsins og valdtemprunarhugmyndum Montesquieu að löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið eiga að vera fullkomlega sjálfstæð og tempra vald hvers annars. Hljóti tillögur okkar framsóknarmanna um niðurfellingu skulda heimila og fyrirtækja brautargengi má sjá til lands. Við teljum að með niðurfellingu þeirra sé verið að skapa svigrúm til að takast á við efnahagshrunið. Við getum ekki bundið þegna okkar í áframhaldandi skuldafangelsi með lengingu lána og skuldbreytingum. Flestar lánaforsendur eru brostnar og því verður að grípa til áður óþekktra aðgerða. Ekki er nóg að fella niður skuldir því hér verður að tryggja atvinnu samhliða. Framsóknarflokkurinn hefur ætíð verið atvinnumálaflokkur og haft hátt atvinnustig þjóðarinnar að leiðarljósi. Hér verða allir vinnubærir einstaklingar að hafa atvinnu. Lítil og meðalstór fyrirtæki skipta hér mestu ásamt nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. Við þurfum að efla fyrirtæki í framleiðslu sem eru að framleiða raunverulega og áþreifanlega vöru en ekki afurð sem byggð er á lofti eða bleki á pappír. Hlúa þarf að þeim fyrirtækjum sem þegar eru í atvinnuskapandi rekstri og eru að skapa verðmæti. Við viljum skynsama og hagkvæma nýtingu náttúruauðlinda. Ísland á gnótt auðlinda og þær látum við aldrei af hendi til annarra þjóða. Með skynsamlegri auðlindastjórn komum við Íslandi aftur þangað sem við eigum að vera – að vera þjóð meðal þjóða. Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir skrifar um uppbyggingu samfélagsins Fortíðinni breytum við ekki en á framtíðina getum við haft áhrif. Á haustdögum varð hér kerfishrun. Allt traust hvarf á sama tíma. Við svona atburði verður að fara í endurskoðun á öllum stoðum samfélagsins. Ísland er lýðræðisríki með þingbundinni stjórn. Framtíðarsýn okkar framsóknarmanna er skýr, hún byggir á nýrri stjórnarskrá sem stjórnlagaþing hefur sett. Án þess að ákveða fyrirfram innihald þeirrar stjórnarskrár má fullyrða að hún muni byggjast á stjórnarskrárformi lýðræðisríkja með fullkominni þrígreiningu ríkisvaldsins og valdtemprunarhugmyndum Montesquieu að löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið eiga að vera fullkomlega sjálfstæð og tempra vald hvers annars. Hljóti tillögur okkar framsóknarmanna um niðurfellingu skulda heimila og fyrirtækja brautargengi má sjá til lands. Við teljum að með niðurfellingu þeirra sé verið að skapa svigrúm til að takast á við efnahagshrunið. Við getum ekki bundið þegna okkar í áframhaldandi skuldafangelsi með lengingu lána og skuldbreytingum. Flestar lánaforsendur eru brostnar og því verður að grípa til áður óþekktra aðgerða. Ekki er nóg að fella niður skuldir því hér verður að tryggja atvinnu samhliða. Framsóknarflokkurinn hefur ætíð verið atvinnumálaflokkur og haft hátt atvinnustig þjóðarinnar að leiðarljósi. Hér verða allir vinnubærir einstaklingar að hafa atvinnu. Lítil og meðalstór fyrirtæki skipta hér mestu ásamt nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. Við þurfum að efla fyrirtæki í framleiðslu sem eru að framleiða raunverulega og áþreifanlega vöru en ekki afurð sem byggð er á lofti eða bleki á pappír. Hlúa þarf að þeim fyrirtækjum sem þegar eru í atvinnuskapandi rekstri og eru að skapa verðmæti. Við viljum skynsama og hagkvæma nýtingu náttúruauðlinda. Ísland á gnótt auðlinda og þær látum við aldrei af hendi til annarra þjóða. Með skynsamlegri auðlindastjórn komum við Íslandi aftur þangað sem við eigum að vera – að vera þjóð meðal þjóða. Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar