Keflavík í undanúrslitin 17. mars 2009 21:00 Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta með sigri á Njarðvík í öðrum leik liðanna 104-92. Keflavík vann einvígið því 2-0. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi í kvöld. 20:55 - Keflavík vinnur leikinn. Lokatölur 104-92 og liðið vinnur því einvígið 2-0. 20:46. Njarðvík 79 - Keflavík 89. 2:47 mín eftir af leiknum. Sitton og Rosa skiptast á körfum. 20:39 - Njarðvík 73 - Keflavík 85. 4:45 eftir af leiknum. 20:31 - Njarðvíkingar neita að gefast upp og minnka muninn í 68-78 með tveimur þristum í röð frá Loga og Magnúsi. 7 mín eftir af leiknum. Þriðja leikhluta lokið. Njarðvík 59 - Keflavík 73. Keflvíkingar stóðust að mestu áhlaup heimamanna í þriðja leikhluta og eru með pálmann í höndunum fyrir lokaleikhlutann. Njarðvík er á leið í sumarfrí eftir tíu leikmínútur að öllu óbreyttu. 20:16 - Staðan 65-51 fyrir Keflavík þegar 2:57 eru eftir af þriðja leikhluta. Heimamenn miklu hressari en í fyrri hálfleik og skárra væri það nú. Þetta er orðið leikur á ný og áhorfendur að ærast hér í Ljónagryfjunni. 20:11 - Smá lífsmark hjá Njarðvík. Heimamenn hafa minnkað muninn í 60-45 eftir góða rispu. Á sama tíma hefur sóknarleikur Keflavíkur ekki gengið upp. Þriðji leikhluti hálfnaður. 20:00 - Jesse Rosa var stigahæsti leikmaður Keflavíkur í fyrri hálfleik með 21 stig og 4 stoðsendingar og 4 fráköst. Hann er með 25 í framlag líkt og Sigurður Þorsteinsson, en Sigurður er með 16 stig (8-10 í skotum) og 10 fráköst í hálfleiknum. Hjá Njarðvík er Logi Gunnarsson stigahæstur með 11 stig en hefur aðeins hitt úr 2 af 9 skotum sínum. Magnús Gunnarsson er með 10 stig. Hálfleikur. Keflavík hefur yfir 58-34. Það er hægt að lýsa leik Njarðvíkinga með einu orði. Vandræðalegt. Vörn liðsins er ekki nógu góð og menn eru hikandi í sókninni. Ekki bætir úr skák að Jesse Rosa hjá Keflavík er gjörsamlega að fara hamförum. Maðurinn er kominn með 21 stig og setti sjö í röð hér á stuttum kafla í öðrum leikhluta. 19:40 - Annar leikhluti hálfnaður. Keflavík hefur yfir 36-18 og ræður algjörlega ferðinni í leiknum. Jesse Rosa er með 11 stig hjá Keflavík og Sigurður Þorsteinsson 10. Magnús Gunnarsson 8 hjá Njarðvík. Fyrsta leikhluta lokið. Keflavík 26 - Njarðvík 14. Keflvíkingar byrja mun betur og hafa góða forystu eftir fyrsta leikhlutann. Njarðvíkingar verða að laga hjá sér vörnina. 19:29 - Keflavík hefur yfir 21-11. Góð rispa hjá gestunum. Ein og hálf mínúta eftir af fyrsta leikhluta. 19:21 - Leikhlé tekið þegar 6:06 eru eftir af fyrsta leikhluta. Keflavík yfir 6-2. Baráttan hefur verið gríðarleg hér á upphafsmínútunum en stóru byssurnar eru ekki að finna sig enn sem komið er. Logi Gunnarsson og Magnús Gunnarsson hafa klikkað á fyrstu fimm skotunum sínum samanlagt hjá Njarðvík. 19:15 - Joey Drummer og félagar í stuðningsmannasveit Keflavíkur láta sitt ekki eftir liggja og beina söngvum sínum yfir í græna enda stúkunnar. En nóg um það - leikurinn er hafinn! 19:12 - Nú er búið að kynna liðin og hávaðinn hér í gryfjunni er gríðarlegur. Stuðningsmenn Njarðvíkur berja trommur og leiðinlega margir þeirra virðast hafa mætt með flautur sem þeir þenja óspart. Þetta lofar góðu fyrir stemminguna. 19:04 - Nú styttist í að flautað verði til leiks hér í Ljónagryfjunni. Liðin eru búin að hita upp og áhorfendur bíða með eftirvæntingu á pöllunum. Rétt er að geta þess að leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport fyrir þá sem hafa aðgang að þeirri ágætu stöð. Arnar Björnsson og Friðrik Ingi lýsa leiknum beint og eru hressir að sjá. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta með sigri á Njarðvík í öðrum leik liðanna 104-92. Keflavík vann einvígið því 2-0. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi í kvöld. 20:55 - Keflavík vinnur leikinn. Lokatölur 104-92 og liðið vinnur því einvígið 2-0. 20:46. Njarðvík 79 - Keflavík 89. 2:47 mín eftir af leiknum. Sitton og Rosa skiptast á körfum. 20:39 - Njarðvík 73 - Keflavík 85. 4:45 eftir af leiknum. 20:31 - Njarðvíkingar neita að gefast upp og minnka muninn í 68-78 með tveimur þristum í röð frá Loga og Magnúsi. 7 mín eftir af leiknum. Þriðja leikhluta lokið. Njarðvík 59 - Keflavík 73. Keflvíkingar stóðust að mestu áhlaup heimamanna í þriðja leikhluta og eru með pálmann í höndunum fyrir lokaleikhlutann. Njarðvík er á leið í sumarfrí eftir tíu leikmínútur að öllu óbreyttu. 20:16 - Staðan 65-51 fyrir Keflavík þegar 2:57 eru eftir af þriðja leikhluta. Heimamenn miklu hressari en í fyrri hálfleik og skárra væri það nú. Þetta er orðið leikur á ný og áhorfendur að ærast hér í Ljónagryfjunni. 20:11 - Smá lífsmark hjá Njarðvík. Heimamenn hafa minnkað muninn í 60-45 eftir góða rispu. Á sama tíma hefur sóknarleikur Keflavíkur ekki gengið upp. Þriðji leikhluti hálfnaður. 20:00 - Jesse Rosa var stigahæsti leikmaður Keflavíkur í fyrri hálfleik með 21 stig og 4 stoðsendingar og 4 fráköst. Hann er með 25 í framlag líkt og Sigurður Þorsteinsson, en Sigurður er með 16 stig (8-10 í skotum) og 10 fráköst í hálfleiknum. Hjá Njarðvík er Logi Gunnarsson stigahæstur með 11 stig en hefur aðeins hitt úr 2 af 9 skotum sínum. Magnús Gunnarsson er með 10 stig. Hálfleikur. Keflavík hefur yfir 58-34. Það er hægt að lýsa leik Njarðvíkinga með einu orði. Vandræðalegt. Vörn liðsins er ekki nógu góð og menn eru hikandi í sókninni. Ekki bætir úr skák að Jesse Rosa hjá Keflavík er gjörsamlega að fara hamförum. Maðurinn er kominn með 21 stig og setti sjö í röð hér á stuttum kafla í öðrum leikhluta. 19:40 - Annar leikhluti hálfnaður. Keflavík hefur yfir 36-18 og ræður algjörlega ferðinni í leiknum. Jesse Rosa er með 11 stig hjá Keflavík og Sigurður Þorsteinsson 10. Magnús Gunnarsson 8 hjá Njarðvík. Fyrsta leikhluta lokið. Keflavík 26 - Njarðvík 14. Keflvíkingar byrja mun betur og hafa góða forystu eftir fyrsta leikhlutann. Njarðvíkingar verða að laga hjá sér vörnina. 19:29 - Keflavík hefur yfir 21-11. Góð rispa hjá gestunum. Ein og hálf mínúta eftir af fyrsta leikhluta. 19:21 - Leikhlé tekið þegar 6:06 eru eftir af fyrsta leikhluta. Keflavík yfir 6-2. Baráttan hefur verið gríðarleg hér á upphafsmínútunum en stóru byssurnar eru ekki að finna sig enn sem komið er. Logi Gunnarsson og Magnús Gunnarsson hafa klikkað á fyrstu fimm skotunum sínum samanlagt hjá Njarðvík. 19:15 - Joey Drummer og félagar í stuðningsmannasveit Keflavíkur láta sitt ekki eftir liggja og beina söngvum sínum yfir í græna enda stúkunnar. En nóg um það - leikurinn er hafinn! 19:12 - Nú er búið að kynna liðin og hávaðinn hér í gryfjunni er gríðarlegur. Stuðningsmenn Njarðvíkur berja trommur og leiðinlega margir þeirra virðast hafa mætt með flautur sem þeir þenja óspart. Þetta lofar góðu fyrir stemminguna. 19:04 - Nú styttist í að flautað verði til leiks hér í Ljónagryfjunni. Liðin eru búin að hita upp og áhorfendur bíða með eftirvæntingu á pöllunum. Rétt er að geta þess að leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport fyrir þá sem hafa aðgang að þeirri ágætu stöð. Arnar Björnsson og Friðrik Ingi lýsa leiknum beint og eru hressir að sjá.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira