Lengsta sigurganga Utah Jazz í áratug - Boston tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2009 08:57 Deron Williams lék vel í sigri Utah á Houston. Mynd/GettyImages Sigurganga Utah Jazz hélt áfram í NBA-deildinni í nótt þegar liðið vann sinn ellefta leik í röð. Meistararnir í Boston Celtics þurftu hinsvegar að sætta sig við tap á heimavelli á móti Orlando Magic. Deron Williams var með 25 stig og 9 stoðsendingar í 109-101 sigri Utah á Toronto en hann var einn fimm leikmönnum liðsins með 18 stig eða fleiri. Hinir voru Kyle Korver (20 stig), Mehmet Okur (19 stig, 11 fráköst), Paul Millsap (18 stig, 11 fráköst) og Andrei Kirilenko (18 stig). Utah vann síðast ellefu leiki í röð í apríl 1999 en liðið er nú búið að vinna átta leiki í röð á móti Raptors. Chris Bosh var með 30 stig og 10 fráköst hjá Toronto. Orlando Magic nálgaðist efstu lið Austurdeildarinnar með sjö stiga útisigri, 86-79, á Boston Celtics en liðið var samt nærri því búið að kasta frá sér 22 stiga forustu. Dwight Howard var með 18 stig og 15 fráköst hjá Orlando og setti niður mikilvæg víti í lokin. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston en hann skoraði 17 af 32 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Þetta var fjórði sigur Orlando í röð og liðið er nú bara tveimur sigrum á eftir Boston og þremur sigrum á eftir toppliði Cleveland. Tony Parker er sjóðandi heitur þessa daganna og hann braut 30 stiga múrinn í fjórða sinn í síðustu sjö leikjum þegar hann skoraði 30 stig í 103 sigri San Antonio Spurs á Phoenix Suns. Tim Duncan var með 17 stig og 15 fráköst fyrir San Antonio en hjá Phoenix var Steve Nash með 23 stig og 11 stoðsendingar. Eftir marga nauma ósigra vann New Jersey Nets loksins jafnan leik þegar liðið vann nágranna sína í New York Knicks 106-101 í nótt. Devin Harris var með 35 stig og 10 stoðsendingar í leiknum. Nets vaer búið að tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum með þriggja (New Orleans og Orlando) og fjögurra (Boston) stiga mun. David Lee var með 19 stig og 14 fráköst hjá Knicks. Yao Ming var með 24 stig og 17 fráköst í 93-83 sigri Houston Rockets á Memphis Grizzlies. Þetta var tólfti heimasigur Houston í röð. Oklahoma Thunder vann 89-74 sigur á Philadelphia 76ers en þetta var fjórði sigur liðsins í fimm leikjum án stjörnuleikmanns síns Kevin Durant sem er meiddur á ökkla. Nenad Krstic skoraði 20 stig fyrir Thunder. Kevin Martin átti flottan leik fyrir Sacramento Kings sem vann 114-106 sigur á Denver Nuggets. Martin var með 26 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar. Andres Nocioni er að koma sér vel fyrir í Sacramento og var með 23 stig. Carmelo Anthony var stigahæstur hjá Denver með 32 stig. NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Sigurganga Utah Jazz hélt áfram í NBA-deildinni í nótt þegar liðið vann sinn ellefta leik í röð. Meistararnir í Boston Celtics þurftu hinsvegar að sætta sig við tap á heimavelli á móti Orlando Magic. Deron Williams var með 25 stig og 9 stoðsendingar í 109-101 sigri Utah á Toronto en hann var einn fimm leikmönnum liðsins með 18 stig eða fleiri. Hinir voru Kyle Korver (20 stig), Mehmet Okur (19 stig, 11 fráköst), Paul Millsap (18 stig, 11 fráköst) og Andrei Kirilenko (18 stig). Utah vann síðast ellefu leiki í röð í apríl 1999 en liðið er nú búið að vinna átta leiki í röð á móti Raptors. Chris Bosh var með 30 stig og 10 fráköst hjá Toronto. Orlando Magic nálgaðist efstu lið Austurdeildarinnar með sjö stiga útisigri, 86-79, á Boston Celtics en liðið var samt nærri því búið að kasta frá sér 22 stiga forustu. Dwight Howard var með 18 stig og 15 fráköst hjá Orlando og setti niður mikilvæg víti í lokin. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston en hann skoraði 17 af 32 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Þetta var fjórði sigur Orlando í röð og liðið er nú bara tveimur sigrum á eftir Boston og þremur sigrum á eftir toppliði Cleveland. Tony Parker er sjóðandi heitur þessa daganna og hann braut 30 stiga múrinn í fjórða sinn í síðustu sjö leikjum þegar hann skoraði 30 stig í 103 sigri San Antonio Spurs á Phoenix Suns. Tim Duncan var með 17 stig og 15 fráköst fyrir San Antonio en hjá Phoenix var Steve Nash með 23 stig og 11 stoðsendingar. Eftir marga nauma ósigra vann New Jersey Nets loksins jafnan leik þegar liðið vann nágranna sína í New York Knicks 106-101 í nótt. Devin Harris var með 35 stig og 10 stoðsendingar í leiknum. Nets vaer búið að tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum með þriggja (New Orleans og Orlando) og fjögurra (Boston) stiga mun. David Lee var með 19 stig og 14 fráköst hjá Knicks. Yao Ming var með 24 stig og 17 fráköst í 93-83 sigri Houston Rockets á Memphis Grizzlies. Þetta var tólfti heimasigur Houston í röð. Oklahoma Thunder vann 89-74 sigur á Philadelphia 76ers en þetta var fjórði sigur liðsins í fimm leikjum án stjörnuleikmanns síns Kevin Durant sem er meiddur á ökkla. Nenad Krstic skoraði 20 stig fyrir Thunder. Kevin Martin átti flottan leik fyrir Sacramento Kings sem vann 114-106 sigur á Denver Nuggets. Martin var með 26 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar. Andres Nocioni er að koma sér vel fyrir í Sacramento og var með 23 stig. Carmelo Anthony var stigahæstur hjá Denver með 32 stig.
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli