Viðskiptafélagi Exista í lögreglurannsókn á Bretlandi 10. september 2009 14:24 Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á Bretlandi (Serious Fraud Office) hefur hafið rannsókn á starfsháttum íþróttavöruverslunnarkeðjunnar JJB Sports meðan keðjan var undir stjórn Chris Ronnie. Ronnie er fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi en um tíma áttu hann og Exista tæplega 30% hlut saman í JJB Sports. Rannsóknin kemur í kjölfar rannsóknar breska samkeppniseftirlisins (OFT) á starfsháttum og samstarfi JJB Sports og annarar íþróttavörukeðju Sports Direct. Leikur grunur á að keðjurnar tvær hafi misnotað ráðandi stöðu sína til einokunnar á þessum markaði í Bretlandi. Núverandi stjórn JJB Sports hefur ákveðið að aðstoða OFT í þeirra rannsókn og í staðinn verður fallið frá hugsanlegum fésektum á hendur keðjunni. „Íhlutun efnahagsbrotadeildarinnar er dramatísk stigmögnun á hneykslinu í kringum þessar tvær verslanakeðjur og veltir upp möguleikum á fangelsisdómum ef glæpsamleg hegðun kemur í ljós," segir í umfjöllun Retailweek um málið. Rannsókn OFT hófst síðasta vetur eftir að Chris Ronnie hafði verið leystur frá störfum, Var rannsóknin tilkomin að beiðni hinnar nýju stjórnar JJB Sports. Nær rannsóknin yfir tímabilið frá 8. júní 2007 og til 25. mars í ár þegar Ronnie gengdi stöðu forstjóra keðjunnar. Sports Direct hefur staðfest að það muni aðstoða bæði OFT og lögregluna í rannsóknum þessum. Ronnie og Exista misstu fyrrgreindan hlut sinn í hendur Kaupþings í vetur en bankinn tók hann til sín með veðkalli. Í vor seldi Kaupþing síðan megnið af hlutnum en ekki var gefið upp hve mikið fékkst fyrir hann. Um svipað leyti fékk Kaupþing endurgreitt 20 milljón punda lán sem það hafði veitt JJB Sports. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á Bretlandi (Serious Fraud Office) hefur hafið rannsókn á starfsháttum íþróttavöruverslunnarkeðjunnar JJB Sports meðan keðjan var undir stjórn Chris Ronnie. Ronnie er fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi en um tíma áttu hann og Exista tæplega 30% hlut saman í JJB Sports. Rannsóknin kemur í kjölfar rannsóknar breska samkeppniseftirlisins (OFT) á starfsháttum og samstarfi JJB Sports og annarar íþróttavörukeðju Sports Direct. Leikur grunur á að keðjurnar tvær hafi misnotað ráðandi stöðu sína til einokunnar á þessum markaði í Bretlandi. Núverandi stjórn JJB Sports hefur ákveðið að aðstoða OFT í þeirra rannsókn og í staðinn verður fallið frá hugsanlegum fésektum á hendur keðjunni. „Íhlutun efnahagsbrotadeildarinnar er dramatísk stigmögnun á hneykslinu í kringum þessar tvær verslanakeðjur og veltir upp möguleikum á fangelsisdómum ef glæpsamleg hegðun kemur í ljós," segir í umfjöllun Retailweek um málið. Rannsókn OFT hófst síðasta vetur eftir að Chris Ronnie hafði verið leystur frá störfum, Var rannsóknin tilkomin að beiðni hinnar nýju stjórnar JJB Sports. Nær rannsóknin yfir tímabilið frá 8. júní 2007 og til 25. mars í ár þegar Ronnie gengdi stöðu forstjóra keðjunnar. Sports Direct hefur staðfest að það muni aðstoða bæði OFT og lögregluna í rannsóknum þessum. Ronnie og Exista misstu fyrrgreindan hlut sinn í hendur Kaupþings í vetur en bankinn tók hann til sín með veðkalli. Í vor seldi Kaupþing síðan megnið af hlutnum en ekki var gefið upp hve mikið fékkst fyrir hann. Um svipað leyti fékk Kaupþing endurgreitt 20 milljón punda lán sem það hafði veitt JJB Sports.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira