BayernLB vill gefa Austurríki banka í jólagjöf 11. desember 2009 13:47 Bæverski ríkisbankinn BayernLB vill gefa austurrískan dótturbanka sinn, Hypo Group, til yfirvalda í austurríska héraðinu Kärnten. Austurrík yfirvöld eru lítt hrifinn af þessari jólagjöf enda mun Hypo Group vera á hvínandi kúpunni þessa daganna. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að BayernLB hafi fest kaup á Hypo Group áður en fjármálakreppan skall á. Hypo var með umfangsmikla lánastarfsemi í austurhluta Evrópu og BayernLB vildi komast inn á þann markað. Eftir að kreppan skall á harnaði verulega á dalnum hjá Hypo Group enda urðu löndin í austurhluta Evrópu harkalega fyrir barðinu á henni. Hypo þurfti að afskrifa hvert lánið á fætur öðru og nú er svo komið að búið er að skutla bankanum inn á gjörgæsludeild. Fái bankinn ekki 1,5 miljarða evra í nýju fjármagni eru dagar hans taldir. Fjármálaráðherra Bæjaralands, Georg Fahrenschon, telur að Austurríkismenn eigi að hósta þessu fé upp gegn því að fá bankann aftur í sínar hendur. Austurríkismenn eru lítt hrifnir af þessum áformum og var haft eftir talsmanni austurríska fjármálaráðuneytisins í þýska blaðinu Handelsblatt að Þjóðverjar ættu bankann og gætu ekki bara gefið hann frá sér. Tilraunir Þjóðverjanna til að gefa Hypo Group frá sér þykja minna mikið á það spilavítisandrúmsloft sem ríkti í hinum opinbera hluta þýska bankakerfisins árin fyrir fjármálakreppuna, andrúmsloft sem færði marga opinbera þýska banka á brún gjaldþrota. Bankastjórar þeirra spiluðu fjárhættuspil með peninga skattborgara með fyrrgreindum afleiðingum. Nú er stund reikningsskilanna runnin upp. Lögreglu- og ákæruyfirvöld í Þýskalandi hafa ráðist til inngöngu í marga banka í húsleitir og handtökur. Mikil vinna er í gangi við að finna út hverjir bera ábyrgð á sukkinu og tapinu. Á meðan þessi vinna stendur yfir kasta austurrísk og bæverks yfirvöld Hypo Group á milli sín og bíða þess hvor verði svartipétur í því spili. Líklega endar reikningurinn á borði skattborgara í báðum löndum. Fjármálaráðherra Austurríkis hefur gefið í skyn að fjárstuðningur við Hypo Group sé í spilunum ef stjórn BayernLB viðurkenni ábyrgð sína á bankanum. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bæverski ríkisbankinn BayernLB vill gefa austurrískan dótturbanka sinn, Hypo Group, til yfirvalda í austurríska héraðinu Kärnten. Austurrík yfirvöld eru lítt hrifinn af þessari jólagjöf enda mun Hypo Group vera á hvínandi kúpunni þessa daganna. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að BayernLB hafi fest kaup á Hypo Group áður en fjármálakreppan skall á. Hypo var með umfangsmikla lánastarfsemi í austurhluta Evrópu og BayernLB vildi komast inn á þann markað. Eftir að kreppan skall á harnaði verulega á dalnum hjá Hypo Group enda urðu löndin í austurhluta Evrópu harkalega fyrir barðinu á henni. Hypo þurfti að afskrifa hvert lánið á fætur öðru og nú er svo komið að búið er að skutla bankanum inn á gjörgæsludeild. Fái bankinn ekki 1,5 miljarða evra í nýju fjármagni eru dagar hans taldir. Fjármálaráðherra Bæjaralands, Georg Fahrenschon, telur að Austurríkismenn eigi að hósta þessu fé upp gegn því að fá bankann aftur í sínar hendur. Austurríkismenn eru lítt hrifnir af þessum áformum og var haft eftir talsmanni austurríska fjármálaráðuneytisins í þýska blaðinu Handelsblatt að Þjóðverjar ættu bankann og gætu ekki bara gefið hann frá sér. Tilraunir Þjóðverjanna til að gefa Hypo Group frá sér þykja minna mikið á það spilavítisandrúmsloft sem ríkti í hinum opinbera hluta þýska bankakerfisins árin fyrir fjármálakreppuna, andrúmsloft sem færði marga opinbera þýska banka á brún gjaldþrota. Bankastjórar þeirra spiluðu fjárhættuspil með peninga skattborgara með fyrrgreindum afleiðingum. Nú er stund reikningsskilanna runnin upp. Lögreglu- og ákæruyfirvöld í Þýskalandi hafa ráðist til inngöngu í marga banka í húsleitir og handtökur. Mikil vinna er í gangi við að finna út hverjir bera ábyrgð á sukkinu og tapinu. Á meðan þessi vinna stendur yfir kasta austurrísk og bæverks yfirvöld Hypo Group á milli sín og bíða þess hvor verði svartipétur í því spili. Líklega endar reikningurinn á borði skattborgara í báðum löndum. Fjármálaráðherra Austurríkis hefur gefið í skyn að fjárstuðningur við Hypo Group sé í spilunum ef stjórn BayernLB viðurkenni ábyrgð sína á bankanum.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira