Færri misstu heimili sín en búist var við Gunnar Örn Jónsson skrifar 14. ágúst 2009 10:55 Frá Westminster í London. Um það bil 11,400 einstaklingar og fjölskyldur á Bretlandi misstu heimili sín á öðrum ársfjórðungi þessa árs samkvæmt opinberum tölum þar í landi. Búist hafði verið við að töluvert fleiri fjölskyldur þyrftu að yfirgefa heimili sín, sérstaklega í ljósi mikils atvinnuleysis á Bretlandi. Fjöldi fólks sem misst hefur heimili sín dróst saman um tíu prósent frá fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Fréttastofa Sky greinir frá þessu í dag. Talið er að um 65 þúsund manns muni missa heimili sín á þessu ári þar sem atvinnuleysi komi líklega til með að aukast það sem eftir lifir árs. Mjög lágir vextir eru nú á Bretlandi en stýrivextir Seðlabanka Englands eru 0,5%. Auk þess hafa stjórnvöld sett um 175 milljarða punda inn í breska hagkerfið til að aðstoða við enduruppbyggingu efnahagslífsins. Að mati margra sérfræðinga, hafa aðgerðir stjórnvalda hleypt jákvæðu lífi í efnahagslíf landsins en þó er fullsnemmt að fagna sigri í þeim efnum þar sem enn ríkir gríðarleg óvissa um efnahagsástandið á Bretlandi. Í gær greindi Vísir frá jákvæðum hagtölum frá Þýskalandi og Frakklandi, stærstu hagkerfum innan Evrópusambandsins. Tengdar fréttir Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. 13. ágúst 2009 10:57 Bretar í slæmum málum Rúmlega 33 þúsund manns í Englandi og Wales voru komnir í greiðsluþrot á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Aldrei áður hafa jafn margir einstaklingar komist í greiðsluþrot á einum ársfjóðungi síðan mælingar hófust árið 1960. 7. ágúst 2009 10:36 Dýpri kreppa en búist hafði verið við Niðursveiflan í bresku efnahagslífi hefur verið meiri en Seðlabanki Englands gerði ráð fyrir, þrátt fyrir það eru væntingar um efnahagslegan bata að mati Seðlabankans. Bankinn á von á því að efnahagssamdrátturinn muni nema 5,5 prósentum áður en horfur í efnahagslífinu snúast til betri vegar. 12. ágúst 2009 13:37 Gríðarlegt atvinnuleysi á Bretlandi og fer vaxandi Atvinnulausum einstaklingum á breskum vinnumarkaði hefur fjölgað um 220 þúsund frá því í byrjun júní. Heildarfjöldi atvinnulausra er nú rúmlega 2,4 milljónir samkvæmt opinberum tölum þar í landi. 12. ágúst 2009 10:24 Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Um það bil 11,400 einstaklingar og fjölskyldur á Bretlandi misstu heimili sín á öðrum ársfjórðungi þessa árs samkvæmt opinberum tölum þar í landi. Búist hafði verið við að töluvert fleiri fjölskyldur þyrftu að yfirgefa heimili sín, sérstaklega í ljósi mikils atvinnuleysis á Bretlandi. Fjöldi fólks sem misst hefur heimili sín dróst saman um tíu prósent frá fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Fréttastofa Sky greinir frá þessu í dag. Talið er að um 65 þúsund manns muni missa heimili sín á þessu ári þar sem atvinnuleysi komi líklega til með að aukast það sem eftir lifir árs. Mjög lágir vextir eru nú á Bretlandi en stýrivextir Seðlabanka Englands eru 0,5%. Auk þess hafa stjórnvöld sett um 175 milljarða punda inn í breska hagkerfið til að aðstoða við enduruppbyggingu efnahagslífsins. Að mati margra sérfræðinga, hafa aðgerðir stjórnvalda hleypt jákvæðu lífi í efnahagslíf landsins en þó er fullsnemmt að fagna sigri í þeim efnum þar sem enn ríkir gríðarleg óvissa um efnahagsástandið á Bretlandi. Í gær greindi Vísir frá jákvæðum hagtölum frá Þýskalandi og Frakklandi, stærstu hagkerfum innan Evrópusambandsins.
Tengdar fréttir Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. 13. ágúst 2009 10:57 Bretar í slæmum málum Rúmlega 33 þúsund manns í Englandi og Wales voru komnir í greiðsluþrot á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Aldrei áður hafa jafn margir einstaklingar komist í greiðsluþrot á einum ársfjóðungi síðan mælingar hófust árið 1960. 7. ágúst 2009 10:36 Dýpri kreppa en búist hafði verið við Niðursveiflan í bresku efnahagslífi hefur verið meiri en Seðlabanki Englands gerði ráð fyrir, þrátt fyrir það eru væntingar um efnahagslegan bata að mati Seðlabankans. Bankinn á von á því að efnahagssamdrátturinn muni nema 5,5 prósentum áður en horfur í efnahagslífinu snúast til betri vegar. 12. ágúst 2009 13:37 Gríðarlegt atvinnuleysi á Bretlandi og fer vaxandi Atvinnulausum einstaklingum á breskum vinnumarkaði hefur fjölgað um 220 þúsund frá því í byrjun júní. Heildarfjöldi atvinnulausra er nú rúmlega 2,4 milljónir samkvæmt opinberum tölum þar í landi. 12. ágúst 2009 10:24 Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. 13. ágúst 2009 10:57
Bretar í slæmum málum Rúmlega 33 þúsund manns í Englandi og Wales voru komnir í greiðsluþrot á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Aldrei áður hafa jafn margir einstaklingar komist í greiðsluþrot á einum ársfjóðungi síðan mælingar hófust árið 1960. 7. ágúst 2009 10:36
Dýpri kreppa en búist hafði verið við Niðursveiflan í bresku efnahagslífi hefur verið meiri en Seðlabanki Englands gerði ráð fyrir, þrátt fyrir það eru væntingar um efnahagslegan bata að mati Seðlabankans. Bankinn á von á því að efnahagssamdrátturinn muni nema 5,5 prósentum áður en horfur í efnahagslífinu snúast til betri vegar. 12. ágúst 2009 13:37
Gríðarlegt atvinnuleysi á Bretlandi og fer vaxandi Atvinnulausum einstaklingum á breskum vinnumarkaði hefur fjölgað um 220 þúsund frá því í byrjun júní. Heildarfjöldi atvinnulausra er nú rúmlega 2,4 milljónir samkvæmt opinberum tölum þar í landi. 12. ágúst 2009 10:24