Græddi tugi milljarða á breska bankahruninu 12. mars 2009 11:05 Vogunarsjóður bandaríska fjárfestisins John Paulson græddi 311 milljónir punda, eða um 50 milljarða kr. á hruni breska bankakerfisins í vetur. Og þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Paulson græðir tugi milljarða á því að skortselja hlutabréf í breskum bönkum. Í umfjöllun um málið á Bloomberg-fréttaveitunni kemur fram að Paulson hóf að skortselja hlutabréf í bæði Lloyds bankanum og HBOS s.l. haust. Hann tók að láni hlutabréf í þessum bönkum í september af stærðargráðunni 367 milljónir punda og seldi þau strax. Nú í mars nam eign Paulson í þessu bönkum 50 milljónum punda þannig að hann hefur sett 311 milljónir punda í vasann eftir þessa skortsölu. Það fylgir svo sögunni að vogunarsjóður Paulson hafi leikið sama leikinn við Royal Bank of Scotland og þar græddi hann a.m.k. 295 milljónir punda eða hátt í 50 milljarða kr. á að skortselja bréf í þeim banka. Bloomberg greinir einnig frá því að Paulson hafi grætt um 3 milljarða dollara eða um 330 milljarða kr. á að veðja á að bandaríski fasteignamarkaðurinn myndi hrynja vegna undirmálslánakreppunnar. Leigh Goodwin greinandi hjá Fox-Pitt Kelton í London segir að Paulson hafi lesið markaðinn hárrétt. Og það hafi valdið því að vogunarsjóður hans gaf af sér 37% hagnað af fjárfestingum í fyrra þegar vogunarsjóðir í heildina skiluðu tapi upp á 19%. Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Vogunarsjóður bandaríska fjárfestisins John Paulson græddi 311 milljónir punda, eða um 50 milljarða kr. á hruni breska bankakerfisins í vetur. Og þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Paulson græðir tugi milljarða á því að skortselja hlutabréf í breskum bönkum. Í umfjöllun um málið á Bloomberg-fréttaveitunni kemur fram að Paulson hóf að skortselja hlutabréf í bæði Lloyds bankanum og HBOS s.l. haust. Hann tók að láni hlutabréf í þessum bönkum í september af stærðargráðunni 367 milljónir punda og seldi þau strax. Nú í mars nam eign Paulson í þessu bönkum 50 milljónum punda þannig að hann hefur sett 311 milljónir punda í vasann eftir þessa skortsölu. Það fylgir svo sögunni að vogunarsjóður Paulson hafi leikið sama leikinn við Royal Bank of Scotland og þar græddi hann a.m.k. 295 milljónir punda eða hátt í 50 milljarða kr. á að skortselja bréf í þeim banka. Bloomberg greinir einnig frá því að Paulson hafi grætt um 3 milljarða dollara eða um 330 milljarða kr. á að veðja á að bandaríski fasteignamarkaðurinn myndi hrynja vegna undirmálslánakreppunnar. Leigh Goodwin greinandi hjá Fox-Pitt Kelton í London segir að Paulson hafi lesið markaðinn hárrétt. Og það hafi valdið því að vogunarsjóður hans gaf af sér 37% hagnað af fjárfestingum í fyrra þegar vogunarsjóðir í heildina skiluðu tapi upp á 19%.
Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira