Abramovich hefur tapað nær helmingi auðæfa sinna 17. febrúar 2009 09:59 Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich hefur tapað nær helmingi auðæfa sinna í fjármálakreppunni. Við upphaf síðasta árs voru auðæfi hans metin á 23 milljarða dollara en hafa í dag skroppið saman í tæplega 14 milljarða dollara eða tæplega 1.600 milljarða kr.. Fjallað er um tap rússnesku auðjöfranna í rússneska tímaritunu Finans. Þar kemur fram að 10 auðugustu Rússarnir hafa tapað tveimur þriðju hlutum af auðæfum sínum í kreppunni. Verst hefur kreppan komið við kaunin á Oleg Deripaske sem var efstur á listanum en er nú dottinn niður í áttunda sæti. Hann hefur tapað 85% af auðæfum sínum. Oleg á fyrirtæki í málmiðnaði, byggingastarfsemi og orkugeiranum, allt fyrirtæki sem hafa orðið hart fyrir barðinu á kreppunni. Roman Abramovich er enn númer tvö á listanum yfir auðugustu Rússana þrátt fyrir tap sitt. En nýr auðjöfur er kominn í fyrsta sætið. Það er Mikhail Prokhorov sem seldi stóran hluta af eignum sínum áður en kreppan fór að bíta í af alvöru. Þar á meðal hlut sinni í námufyrirtækinu Norilsk Nickel. Prokhorov er þó ekki langt yfir Abramovich því auðæfi hans eru metin á rúmlega 14 milljarða dollara í dag. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich hefur tapað nær helmingi auðæfa sinna í fjármálakreppunni. Við upphaf síðasta árs voru auðæfi hans metin á 23 milljarða dollara en hafa í dag skroppið saman í tæplega 14 milljarða dollara eða tæplega 1.600 milljarða kr.. Fjallað er um tap rússnesku auðjöfranna í rússneska tímaritunu Finans. Þar kemur fram að 10 auðugustu Rússarnir hafa tapað tveimur þriðju hlutum af auðæfum sínum í kreppunni. Verst hefur kreppan komið við kaunin á Oleg Deripaske sem var efstur á listanum en er nú dottinn niður í áttunda sæti. Hann hefur tapað 85% af auðæfum sínum. Oleg á fyrirtæki í málmiðnaði, byggingastarfsemi og orkugeiranum, allt fyrirtæki sem hafa orðið hart fyrir barðinu á kreppunni. Roman Abramovich er enn númer tvö á listanum yfir auðugustu Rússana þrátt fyrir tap sitt. En nýr auðjöfur er kominn í fyrsta sætið. Það er Mikhail Prokhorov sem seldi stóran hluta af eignum sínum áður en kreppan fór að bíta í af alvöru. Þar á meðal hlut sinni í námufyrirtækinu Norilsk Nickel. Prokhorov er þó ekki langt yfir Abramovich því auðæfi hans eru metin á rúmlega 14 milljarða dollara í dag.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira