Að óttast sína eigin þjóð Andrés Magnússon og Margrét Kristmannsdóttir skrifar 17. apríl 2009 06:00 Það þarf ekki að fara mörgum orðum um stöðu íslenskra fyrirtækja um þessar mundir, ytra umhverfi þeirra er skelfilegt og birtist m.a. í himinháum vöxtum, verðbólgu, gjaldeyrishöftum, dauðvona krónu og skertum kaupmætti. Við þessar aðstæður er atvinnulífinu gert að standa í fæturna, rétta úr bakinu og spýta í lófana enda öflugt atvinnulíf forsenda þess að þjóðin komi sér upp úr núverandi stöðu. Gríðarlegur kraftur býr í íslenskum atvinnurekendum og þeir átta sig fyllilega á sínu hlutverki í endurreisn þjóðarinnar en því miður fer allt of mikill kraftur þeirra í að berjast við ytri aðstæður í stað þess að vinna að uppbyggingu sinna fyrirtækja. Í dag eyðir forystusveit íslenskra fyrirtækja of miklu af tíma sínum í að slökkva elda í stað þess að horfa til framtíðar. Fyrirtækjum og heimilum í landinu hefur oft verið stillt upp sem andstæðum pólum sem hafa ólíkra hagsmuna að gæta. En því fer fjarri – hagur fyrirtækjanna og heimilanna er samtvinnaður því hagur heimilanna byggir á öflugu atvinnulífi og fyrirtæki reiða sig á vinnuframlag og öflugan kaupmátt heimilanna. Atvinnulífið og heimilin haldast því hönd í hönd og eru samherjar í baráttunni fyrir efnahagslegum stöðugleika. Á undanförnum misserum hafa allar kannanir sýnt að mikill meirihluti fyrirtækja innan verslunar og þjónustu vill að íslensk stjórnvöld hefji nú þegar aðildarviðræður við Evrópusambandið enda átta fyrirtækin sig á því að þau þurfa að vera hluti af stærri heild í því alþjóðaumhverfi sem þau starfa í. Öflugt efnahagslegt bakland snýst um framtíð fyrirtækjanna og lífskjör fólksins í landinu. Því er það algjörlega óásættanlegt að stjórnmálaflokkar og einstakir hagsmunaaðilar leggist í skotgrafir og neiti þjóðinni um þann sjálfsagða rétt að fá að vita hvað standi henni til boða í aðildarviðræðum. Evrópumálið er miklu stærra en svo að það eigi að snúast um stjórnmálaskoðanir og sérhagsmuni einstakra atvinnuvega enda eru fylgjendur aðildarviðræðna í öllum flokkum og öllum atvinnugreinum. Það má aldrei líðast að sérhagsmunir séu teknir fram yfir þjóðarhag. Framtíð barnanna okkar er mikilvægari en sérhagsmunir og flokkadrættir. Nú sem aldrei fyrr er haldið uppi öflugum hræðsluáróðri gegn aðildarumsókn þó fyrir liggi að ný aðildarríki hafa án undantekninga náð að verja brýnustu þjóðarhagsmuni sína í aðildarviðræðum. Hér er það því tilgangurinn sem helgar meðalið. En hræðsluáróður í stöðunni í dag er einnig undarlegur, enda er verið að hræða fólk með einhverju sem enginn veit hvað er. Það veit nefnilega enginn hvaða niðurstöðum aðildarviðræður við Evrópusambandinu munu skila. Um það snýst málið – kröfuna um að þjóðin fái að vita hvað aðild að Evrópusambandinu þýðir – kosti þess og galla þannig að hún geti í þjóðaratkvæðagreiðslu sjálf metið hvar hagsmunum hennar er best borgið eftir að niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir. Að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar hætti að eyða dýrmætum tíma í getgátur en hefji leit að staðreyndum. Þjóðin á betra skilið en að kjörnir fulltrúar hennar á Alþingi setji forræðishyggju og flokkshagmuni ofar rétti hennar til að ákveða sjálf hvert hún vill stefna. Við gerum þá kröfu að þeir stjórnmálaflokkar sem taka við eftir kosningar í lok mánaðarins setji það í stjórnarsáttmálann að farið verði nú þegar í aðildarviðræður og velji til þess verks öflugustu samningamenn þjóðarinnar. Þegar niðurstöður liggja fyrir á þjóðin síðasta orðið og stjórnmálaflokkar eiga ekki að óttast dómgreind eigin þjóðar. Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri SVÞ. Margrét Kristmannsdóttir er framkvæmdastjóri Pfaff, formaður SVÞ og FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um stöðu íslenskra fyrirtækja um þessar mundir, ytra umhverfi þeirra er skelfilegt og birtist m.a. í himinháum vöxtum, verðbólgu, gjaldeyrishöftum, dauðvona krónu og skertum kaupmætti. Við þessar aðstæður er atvinnulífinu gert að standa í fæturna, rétta úr bakinu og spýta í lófana enda öflugt atvinnulíf forsenda þess að þjóðin komi sér upp úr núverandi stöðu. Gríðarlegur kraftur býr í íslenskum atvinnurekendum og þeir átta sig fyllilega á sínu hlutverki í endurreisn þjóðarinnar en því miður fer allt of mikill kraftur þeirra í að berjast við ytri aðstæður í stað þess að vinna að uppbyggingu sinna fyrirtækja. Í dag eyðir forystusveit íslenskra fyrirtækja of miklu af tíma sínum í að slökkva elda í stað þess að horfa til framtíðar. Fyrirtækjum og heimilum í landinu hefur oft verið stillt upp sem andstæðum pólum sem hafa ólíkra hagsmuna að gæta. En því fer fjarri – hagur fyrirtækjanna og heimilanna er samtvinnaður því hagur heimilanna byggir á öflugu atvinnulífi og fyrirtæki reiða sig á vinnuframlag og öflugan kaupmátt heimilanna. Atvinnulífið og heimilin haldast því hönd í hönd og eru samherjar í baráttunni fyrir efnahagslegum stöðugleika. Á undanförnum misserum hafa allar kannanir sýnt að mikill meirihluti fyrirtækja innan verslunar og þjónustu vill að íslensk stjórnvöld hefji nú þegar aðildarviðræður við Evrópusambandið enda átta fyrirtækin sig á því að þau þurfa að vera hluti af stærri heild í því alþjóðaumhverfi sem þau starfa í. Öflugt efnahagslegt bakland snýst um framtíð fyrirtækjanna og lífskjör fólksins í landinu. Því er það algjörlega óásættanlegt að stjórnmálaflokkar og einstakir hagsmunaaðilar leggist í skotgrafir og neiti þjóðinni um þann sjálfsagða rétt að fá að vita hvað standi henni til boða í aðildarviðræðum. Evrópumálið er miklu stærra en svo að það eigi að snúast um stjórnmálaskoðanir og sérhagsmuni einstakra atvinnuvega enda eru fylgjendur aðildarviðræðna í öllum flokkum og öllum atvinnugreinum. Það má aldrei líðast að sérhagsmunir séu teknir fram yfir þjóðarhag. Framtíð barnanna okkar er mikilvægari en sérhagsmunir og flokkadrættir. Nú sem aldrei fyrr er haldið uppi öflugum hræðsluáróðri gegn aðildarumsókn þó fyrir liggi að ný aðildarríki hafa án undantekninga náð að verja brýnustu þjóðarhagsmuni sína í aðildarviðræðum. Hér er það því tilgangurinn sem helgar meðalið. En hræðsluáróður í stöðunni í dag er einnig undarlegur, enda er verið að hræða fólk með einhverju sem enginn veit hvað er. Það veit nefnilega enginn hvaða niðurstöðum aðildarviðræður við Evrópusambandinu munu skila. Um það snýst málið – kröfuna um að þjóðin fái að vita hvað aðild að Evrópusambandinu þýðir – kosti þess og galla þannig að hún geti í þjóðaratkvæðagreiðslu sjálf metið hvar hagsmunum hennar er best borgið eftir að niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir. Að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar hætti að eyða dýrmætum tíma í getgátur en hefji leit að staðreyndum. Þjóðin á betra skilið en að kjörnir fulltrúar hennar á Alþingi setji forræðishyggju og flokkshagmuni ofar rétti hennar til að ákveða sjálf hvert hún vill stefna. Við gerum þá kröfu að þeir stjórnmálaflokkar sem taka við eftir kosningar í lok mánaðarins setji það í stjórnarsáttmálann að farið verði nú þegar í aðildarviðræður og velji til þess verks öflugustu samningamenn þjóðarinnar. Þegar niðurstöður liggja fyrir á þjóðin síðasta orðið og stjórnmálaflokkar eiga ekki að óttast dómgreind eigin þjóðar. Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri SVÞ. Margrét Kristmannsdóttir er framkvæmdastjóri Pfaff, formaður SVÞ og FKA.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun