Danmörk miðstöð fyrir milljarða fjársvik með CO2-kvóta 1. desember 2009 11:15 Danmörk er orðin miðstöð fyrir hundruða milljarða kr. fjársvik með loftslagskvóta eða CO2-kvóta. Þeir sem stunda svikin nýta sér svokallaða „virðisaukskatts-hringekju" í kvótasölunni en samkvæmt grein í danska blaðinu Ekstra Bladet eru lögregluyfirvöld í fleiri Evrópulöndum nú að rannsaka málin sem öll eiga sér upphaf í loftslagskvótaskráningunni í Danmörku. „Við erum meðvitaðir um að á alþjóðavísu fer fram svindl með virðisaukaskatt. Því eru við í miklum mæli að skiptast á upplýsingum við yfirvöld í öðrum löndum," segir Reino Nielsen yfirráðgjafi hjá danska skattinum og sérfræðingur í virðisaukaskatti. Svindlið fer þannig fram að seljandinn á kvótanum á kröfu á endurgreiðslu virðisaukaskattsins í sölulandinu og kaupandinn á svo aftur að greiða skattinn í sínu landi. Með því að skrá söluna á fölsk fyrirtæki eða heimilisföng skilar skattur sér ekki í hús í sölulandinu. Menn geta svo velt þessu áfram til þriðja landsins eða jafnvel þess fjórða. Kvótaskráningin í Danmörku er langt frá því að vera sú umfangsmesta í Evrópu en þar er hinsvegar auðveldara að skrá sig fyrir kaupum og sölum á loftslagskvótum en í öðrum Evrópuríkjum þar sem geta liðið allt að þrír mánuðir með að fá staðfestingu inn á skrárnar. Blaðamenn Ekstra Bladet hafa fundið fjölda dæma í dönsku kvótaskráningunni þar sem seljendur kvótanna hafa gefið upp fölsk heimilisföng eða að viðkomandi fyrirtæki er í skiptameðferð án þess að vera afskráð úr skránni. Meðal þeirra sem stunda viðskiptin og er skráður í kvótaskránni er hinn dansk/ástralski Ned Shelton sem hlotið hefur dóma í bæði borgardómi Kaupmannahafnar og Östre Landsret fyrir gróf fjársvik. Dómarnir hljóðuðu upp á tvö ár í fangelsi. Í dag er Ned Shelton skráður fyrir fimm fyrirtækjum í kvótaskráningunni. Þessi fimm fyrirtæki eiga það sameiginlegt að í þeim finnst engin stjórn, engir starfsmenn og engar skrifstofur. Þrír forstjóra þeirra eru búsettir í Englandi og tveir í Frakklandi. Eitt kvótasvikamálanna sem á rætur að rekja til dönsku kvótaskráningarinnar hljóðar upp á 8,2 milljarða danskra kr. eða um 200 milljarða kr. Það er nú til rannsóknar í Englandi og hafa níu manns verið handteknir í tengslum við þá rannsókn. Í júní s.l. urðu frönsk stjórnvöld vör við þessi svik á CO2-markaðinum þar í landi og gripu strax inn í málið. Á þeim tíma námu viðskiptin með CO"-kvóta á franska markaðinum um 50 milljörðum kr. á dag. Skömmu eftir að svikin voru stöðvuð í Frakklandi var fjöldi falskra fyrirtækja skráður í Kaupmannahöfn sem kvótaviðskiptaaðilar. Þau hafa flest tengingu við svipuð félög í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi. Markaðurinn með viðskipti á CO2-kvóta hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og áætlað er að þau nemi nú yfir 16.000 milljörðum kr. á ári. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Danmörk er orðin miðstöð fyrir hundruða milljarða kr. fjársvik með loftslagskvóta eða CO2-kvóta. Þeir sem stunda svikin nýta sér svokallaða „virðisaukskatts-hringekju" í kvótasölunni en samkvæmt grein í danska blaðinu Ekstra Bladet eru lögregluyfirvöld í fleiri Evrópulöndum nú að rannsaka málin sem öll eiga sér upphaf í loftslagskvótaskráningunni í Danmörku. „Við erum meðvitaðir um að á alþjóðavísu fer fram svindl með virðisaukaskatt. Því eru við í miklum mæli að skiptast á upplýsingum við yfirvöld í öðrum löndum," segir Reino Nielsen yfirráðgjafi hjá danska skattinum og sérfræðingur í virðisaukaskatti. Svindlið fer þannig fram að seljandinn á kvótanum á kröfu á endurgreiðslu virðisaukaskattsins í sölulandinu og kaupandinn á svo aftur að greiða skattinn í sínu landi. Með því að skrá söluna á fölsk fyrirtæki eða heimilisföng skilar skattur sér ekki í hús í sölulandinu. Menn geta svo velt þessu áfram til þriðja landsins eða jafnvel þess fjórða. Kvótaskráningin í Danmörku er langt frá því að vera sú umfangsmesta í Evrópu en þar er hinsvegar auðveldara að skrá sig fyrir kaupum og sölum á loftslagskvótum en í öðrum Evrópuríkjum þar sem geta liðið allt að þrír mánuðir með að fá staðfestingu inn á skrárnar. Blaðamenn Ekstra Bladet hafa fundið fjölda dæma í dönsku kvótaskráningunni þar sem seljendur kvótanna hafa gefið upp fölsk heimilisföng eða að viðkomandi fyrirtæki er í skiptameðferð án þess að vera afskráð úr skránni. Meðal þeirra sem stunda viðskiptin og er skráður í kvótaskránni er hinn dansk/ástralski Ned Shelton sem hlotið hefur dóma í bæði borgardómi Kaupmannahafnar og Östre Landsret fyrir gróf fjársvik. Dómarnir hljóðuðu upp á tvö ár í fangelsi. Í dag er Ned Shelton skráður fyrir fimm fyrirtækjum í kvótaskráningunni. Þessi fimm fyrirtæki eiga það sameiginlegt að í þeim finnst engin stjórn, engir starfsmenn og engar skrifstofur. Þrír forstjóra þeirra eru búsettir í Englandi og tveir í Frakklandi. Eitt kvótasvikamálanna sem á rætur að rekja til dönsku kvótaskráningarinnar hljóðar upp á 8,2 milljarða danskra kr. eða um 200 milljarða kr. Það er nú til rannsóknar í Englandi og hafa níu manns verið handteknir í tengslum við þá rannsókn. Í júní s.l. urðu frönsk stjórnvöld vör við þessi svik á CO2-markaðinum þar í landi og gripu strax inn í málið. Á þeim tíma námu viðskiptin með CO"-kvóta á franska markaðinum um 50 milljörðum kr. á dag. Skömmu eftir að svikin voru stöðvuð í Frakklandi var fjöldi falskra fyrirtækja skráður í Kaupmannahöfn sem kvótaviðskiptaaðilar. Þau hafa flest tengingu við svipuð félög í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi. Markaðurinn með viðskipti á CO2-kvóta hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og áætlað er að þau nemi nú yfir 16.000 milljörðum kr. á ári.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira