Mourinho og Lippi komnir í orðastríð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2009 16:25 Mourinho er búinn að kynda vel undir Lippi. Það er heldur betur farið að hitna í kolunum á milli þeirra Jose Mourinho, þjálfara Inter, og Marcello Lippi, landsliðsþjálfara Ítala. Það sem í fyrstu leit út fyrir að vera saklaust rifrildi er orðið að hatrömmu orðastríði þar sem skítapillurnar fljúga á víxl. Málið byrjaði á því að Mourinho sagði Lippi sýna óvirðingu með því að spá Juventus ítalska meistaratitlinum. Lippi reyndi strax að róa öldurnar með því að biðjast afsökunar en undirliggjandi var skot á Mourinho fyrir að æsa sig yfir slíkum smámunum. Portúgalinn stóryrti hafði engan húmor fyrir því og sagði Lippi hafa rangt fyrir sér. Vildi ekki þiggja neina afsökunarbeiðni. Það fór illa í Lippi sem ákvað í kjölfarið að keyra af fullum krafti í Mourinho. „Það eru leikmennirnir sem fara á völlinn, ekki Mourinho, Leonardo (þjálfari Milan) eða Ferrara (þjálfari Juve). Ef þeir myndu aftur á móti gera það þá væru Leonardo og Ferrara betri en Mourinho," sagði Lippi sem skýtur fast. „Mourinho hefur margt gott með sér. Hinir hafa minni reynslu en eru samt jafn miklir karakterar. Maður vinnur ekki leiki fyrir framan myndavélarnar eða hljóðnemana. Leikir eru spilaðir og unnir í búningsklefanum þar sem maður undirbýr liðið," bætti Lippi við. Eins og búast mátti við sat Mourinho ekki þegjandi undir þessum skotum. „Ég vil alls ekki vera að eyða meiri tíma í að svara þessu því ég er í vinnu alla daga ólíkt sumum. Ég er ekki heima að eyða tímanum til einskis að bíða eftir örfáum leikjum," sagði Mourinho ákveðinn. „Það eru kannski ekki allir sammála minni skoðun. Mér er alveg sama um það en ég endurtek að landsliðsþjálfari á ekki að hafa svona sterkar skoðanir á útkomu deildarinnar. Myndi Fabio Capello eða Vicente Del Bosque svara eins um deildirnar á Spáni og Englandi? Ég hef ekki trú á því, þeir eru of gáfaðir til þess," sagði Mourinho og bætti við að hann skildi ekkert í því af hverju Lippi væri að draga Leonardo og Ferrara inn í málið. Við bíðum spennt eftir næstu viðbrögðum frá Lippi. Ítalski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira
Það er heldur betur farið að hitna í kolunum á milli þeirra Jose Mourinho, þjálfara Inter, og Marcello Lippi, landsliðsþjálfara Ítala. Það sem í fyrstu leit út fyrir að vera saklaust rifrildi er orðið að hatrömmu orðastríði þar sem skítapillurnar fljúga á víxl. Málið byrjaði á því að Mourinho sagði Lippi sýna óvirðingu með því að spá Juventus ítalska meistaratitlinum. Lippi reyndi strax að róa öldurnar með því að biðjast afsökunar en undirliggjandi var skot á Mourinho fyrir að æsa sig yfir slíkum smámunum. Portúgalinn stóryrti hafði engan húmor fyrir því og sagði Lippi hafa rangt fyrir sér. Vildi ekki þiggja neina afsökunarbeiðni. Það fór illa í Lippi sem ákvað í kjölfarið að keyra af fullum krafti í Mourinho. „Það eru leikmennirnir sem fara á völlinn, ekki Mourinho, Leonardo (þjálfari Milan) eða Ferrara (þjálfari Juve). Ef þeir myndu aftur á móti gera það þá væru Leonardo og Ferrara betri en Mourinho," sagði Lippi sem skýtur fast. „Mourinho hefur margt gott með sér. Hinir hafa minni reynslu en eru samt jafn miklir karakterar. Maður vinnur ekki leiki fyrir framan myndavélarnar eða hljóðnemana. Leikir eru spilaðir og unnir í búningsklefanum þar sem maður undirbýr liðið," bætti Lippi við. Eins og búast mátti við sat Mourinho ekki þegjandi undir þessum skotum. „Ég vil alls ekki vera að eyða meiri tíma í að svara þessu því ég er í vinnu alla daga ólíkt sumum. Ég er ekki heima að eyða tímanum til einskis að bíða eftir örfáum leikjum," sagði Mourinho ákveðinn. „Það eru kannski ekki allir sammála minni skoðun. Mér er alveg sama um það en ég endurtek að landsliðsþjálfari á ekki að hafa svona sterkar skoðanir á útkomu deildarinnar. Myndi Fabio Capello eða Vicente Del Bosque svara eins um deildirnar á Spáni og Englandi? Ég hef ekki trú á því, þeir eru of gáfaðir til þess," sagði Mourinho og bætti við að hann skildi ekkert í því af hverju Lippi væri að draga Leonardo og Ferrara inn í málið. Við bíðum spennt eftir næstu viðbrögðum frá Lippi.
Ítalski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira