Fótbolti

Podolski sér ekki eftir að hafa farið aftur til Köln

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lukas Podolski fagnar sínu fyrsta marki með Köln á tímabilinu.
Lukas Podolski fagnar sínu fyrsta marki með Köln á tímabilinu. Mynd/AFP

Lukas Podolski og félagar í Köln eru ekki í alltof góðum málum á botni þýsku bundesligunnar eftir að hafa aðeins náð í eitt stig út úr fyrstu fimm umferðunum. Þýski landsliðsmaðurinn yfirgaf Bayern Munchen í sumar en sér ekki eftir því að hafa gengið til liðs við sína gömlu félaga. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið um síðustu helgi en það kom þó ekki í veg fyrir enn eitt tapið.

„Ég myndi aldrei segja að ég hafi tekið ranga ákvörðun. Ég viss alltaf að þetta yrði erfitt tímabil. Ég elska bara þetta félag og sé því ekki eftir að hafa komið aftur til Köln," sagði Podolski við þýska blaðið Bild.

Lukas Podolski sem er 24 ára gamall skoraði "aðeins" 15 mörk í 71 leik með Bayern Munchen frá árunum 2006-2009 eftir að hafa skorað 46 mörk á fyrstu þremur tímabilum sínum með Köln. Hann hefur skorað 34 mörk í 66 landsleikjum fyrir Þýskaland.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×