Beðið er sprotafregna Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 8. apríl 2009 02:30 Kimberly Romaine „Áhættufjárfestingar eru mun þróaðri í Bandaríkjunum en í Evrópu. Evrópskir fjárfestar eru varfærnari en kollegar þeirra vestan hafs og fréttir af góðu gengi sprotafyrirtækja þar eru sömuleiðis mun fleiri en í Evrópu. Síðasta stóra jákvæða fréttin af sprotafyrirtæki í Evrópu var af kaupum eBay á Skype. En það var fyrir fjórum árum!" segir Kimberly Romaine, aðalritstjóri breska fréttablaðsins Unquote. „Alltaf þegar jákvæðar fréttir berast úr ranni sprotafyrirtækja tekur fjárfestingamarkaðurinn við sér," segir hún. Unquote er leiðandi í rannsóknum á áhættufjárfestingarsjóðum í Evrópu og víðar og ein virtasta og elsta útgáfa álfunnar um málið. Það hefur komið út í um fimmtán ár. Sjálf hefur Romaine skrifað um fjárfestingarsjóði í átta ár, þar af verið ritstjóri Unqote síðastliðin þrjú ár, og er eftirsóttur fyrirlesari á ráðstefnum í Bretlandi, Asíu og Afríku. Romaine var meðal fundargesta á sprotaþingi Seed Forum Iceland hér á föstudag. Hún segir að þrátt fyrir að aðstæður nú séu með erfiðasta móti á fjármálamörkuðum séu vísbendingar um að til sólar sjái á næstu mánuðum. Vísar hún til þess að fjármögnun áhættufjárfestingarsjóða hafi gengið mjög vel í fyrra. Fáir fjárfestingarkostir standi til boða nú. Því séu meiri líkur á að sprotafyrirtæki sem hafi sannað sig geti átt auðveldara um vik að nálgast fjármagn en áður. „Fjárfestingarsjóðir í Evrópu eru ekki eins áhættusæknir og áður. Þeir munu því vanda val sitt vel. Þau fyrirtæki sem ekki eru burðug munu líklega ekki fá fjármagn fyrst um sinn," segir hún. Romaine segir talsverðan mun á fjárfestingarstefnu í Evrópu og í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum sé áhættusækni landlæg. Fjárfestar séu mjög áhugasamir um nýsköpun og sprotastarf og séu viljugir til að taka mikla áhættu með von um væna ávöxtun þegar fyrirtækin verða ýmist seld í heilu lagi eða skráð á markað. Öðru máli gegni um Evrópu. Þótt fyrirtækin geti verið góð séu fjárfestar sérhæfðari. Hún nefnir sem dæmi að hópar fjárfesta í Evrópu sérhæfi sig í fyrirtækjum sem eigi eftir að komast á klakstig. Þegar þangað komi taki aðrir við keflinu. Þetta valdi því að fyrirtækin verði sí og æ að kynna sig fyrir nýjum fjárfestum og geti lent í vandræðum í ferlinu. Þetta geti verið erfitt fyrir sprotafyrirtæki sem ætli sér stóra hluti og þarfnist hárra fjárhæða. Romaine hefur ekki kynnt sér umhverfi íslenskra sprotafyrirtækja sérstaklega. Hún telur þó að þótt stuðningur hins opinbera sé góðra gjalda verður sé nauðsynlegt að velja þau fyrirtæki af kostgæfni sem styrkja eigi til vaxtar. Sömuleiðis verði að huga vel að sjálfum áhættufjárfestunum. „Stjórnvöld mættu íhuga að veita skattaafslátt eða aðra ívilnun fyrir fjárfestingu í sprotafyrirtækjum," segir hún. Markaðir Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
„Áhættufjárfestingar eru mun þróaðri í Bandaríkjunum en í Evrópu. Evrópskir fjárfestar eru varfærnari en kollegar þeirra vestan hafs og fréttir af góðu gengi sprotafyrirtækja þar eru sömuleiðis mun fleiri en í Evrópu. Síðasta stóra jákvæða fréttin af sprotafyrirtæki í Evrópu var af kaupum eBay á Skype. En það var fyrir fjórum árum!" segir Kimberly Romaine, aðalritstjóri breska fréttablaðsins Unquote. „Alltaf þegar jákvæðar fréttir berast úr ranni sprotafyrirtækja tekur fjárfestingamarkaðurinn við sér," segir hún. Unquote er leiðandi í rannsóknum á áhættufjárfestingarsjóðum í Evrópu og víðar og ein virtasta og elsta útgáfa álfunnar um málið. Það hefur komið út í um fimmtán ár. Sjálf hefur Romaine skrifað um fjárfestingarsjóði í átta ár, þar af verið ritstjóri Unqote síðastliðin þrjú ár, og er eftirsóttur fyrirlesari á ráðstefnum í Bretlandi, Asíu og Afríku. Romaine var meðal fundargesta á sprotaþingi Seed Forum Iceland hér á föstudag. Hún segir að þrátt fyrir að aðstæður nú séu með erfiðasta móti á fjármálamörkuðum séu vísbendingar um að til sólar sjái á næstu mánuðum. Vísar hún til þess að fjármögnun áhættufjárfestingarsjóða hafi gengið mjög vel í fyrra. Fáir fjárfestingarkostir standi til boða nú. Því séu meiri líkur á að sprotafyrirtæki sem hafi sannað sig geti átt auðveldara um vik að nálgast fjármagn en áður. „Fjárfestingarsjóðir í Evrópu eru ekki eins áhættusæknir og áður. Þeir munu því vanda val sitt vel. Þau fyrirtæki sem ekki eru burðug munu líklega ekki fá fjármagn fyrst um sinn," segir hún. Romaine segir talsverðan mun á fjárfestingarstefnu í Evrópu og í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum sé áhættusækni landlæg. Fjárfestar séu mjög áhugasamir um nýsköpun og sprotastarf og séu viljugir til að taka mikla áhættu með von um væna ávöxtun þegar fyrirtækin verða ýmist seld í heilu lagi eða skráð á markað. Öðru máli gegni um Evrópu. Þótt fyrirtækin geti verið góð séu fjárfestar sérhæfðari. Hún nefnir sem dæmi að hópar fjárfesta í Evrópu sérhæfi sig í fyrirtækjum sem eigi eftir að komast á klakstig. Þegar þangað komi taki aðrir við keflinu. Þetta valdi því að fyrirtækin verði sí og æ að kynna sig fyrir nýjum fjárfestum og geti lent í vandræðum í ferlinu. Þetta geti verið erfitt fyrir sprotafyrirtæki sem ætli sér stóra hluti og þarfnist hárra fjárhæða. Romaine hefur ekki kynnt sér umhverfi íslenskra sprotafyrirtækja sérstaklega. Hún telur þó að þótt stuðningur hins opinbera sé góðra gjalda verður sé nauðsynlegt að velja þau fyrirtæki af kostgæfni sem styrkja eigi til vaxtar. Sömuleiðis verði að huga vel að sjálfum áhættufjárfestunum. „Stjórnvöld mættu íhuga að veita skattaafslátt eða aðra ívilnun fyrir fjárfestingu í sprotafyrirtækjum," segir hún.
Markaðir Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent