Stefán Jón: Er að gera eitthvað rétt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2009 07:00 Stefán Jón Sigurgeirsson. Mynd/Guðmundur Jakobsson Hinn nítján ára gamli Stefán Jón Sigurgeirsson vann sér í gær þátttökurétt í aðalkeppni í svigi karla á HM í alpagreinum í Val d'Isere í Frakklandi í gær. Hann náði 23. sæti í undankeppninni sem fór fram í gær. Hann komst einnig í gegnum undankeppnina í stórsviginu en féll úr leik í aðalkeppninni. „Ég fer síðastur niður í fyrri ferðinni þar sem ég var með hæsta rásnúmerið af þeim sem komust í gegnum undankeppnina," sagði hann í samtali við Vísi. Hann var með rásnúmer 38 í gær en kom í mark í 29. sæti eftir fyrri ferðina. „Ég var mjög lélegur í fyrri ferðinni og rétt náði að koma mér í topp 30. Aðstæður voru góðar, færið gott og fínn bakki." Hann færði sér þó það í nyt að vera annar í rásröðinni í seinni ferðinni þar sem efstu 30 keppendurnir fara niður í öfugri röð. Þá náði hann frábærum tíma og var aðeins hálfri sekúndu frá efsta manni í seinni ferðinni. „Ég ákvað bara að keyra á þetta á fullu og náði að komast klakklaust í gegnum þetta. Ég ætla líka að keyra á þetta í aðalkeppninni og sjá svo hvað gerist." Stefán Jón missir hér annað skíðið undan sér í stórsvigskeppninni.Nordic Photos / AFPEn þó svo að Stefán Jón verði síðastur niður brekkuna í dag þurfa það ekki endilega að vera slæmar fréttir. Japanskur skíðakappi fór síðastur niður í fyrri ferðinni í stórsviginu og náði 29. sæti. Hann féll þó úr leik í síðari ferðinni. Sjálfur sagði Stefán Jón að það hafi verið afar svekkjandi að falla úr leik í stórsviginu. „Ég var að koma yfir fyrstu hæðina og þá fékk ég högg á annað skíðið þannig að festingarnar gáfu sig." Stefán Jón er Húsvíkingur og hefur verið að æfa skíði frá níu ára aldri, þegar hann flutti til Íslands frá Danmörku með foreldrum sínum. Hann er nú í fjarnámi frá Framhaldsskólanum á Húsavík þar sem hann er erlendis stærstan part ársins við æfingar og keppni með íslenska skíðalandsliðinu. „Við erum fjórir saman í landsliðinu hér úti ásamt einum þjálfara og tveimur aðstoðarmönnum." Hann hefur þegar tekið þátt í þremur Evrópubikarkeppnum og bíður nú eftir tækifærinu að fá að keppa í heimsbikarkeppninni. „Það kemur að því. Maður er enn ungur. En árangurinn hér á HM segir manni að maður er að gera eitthvað rétt. Ég ætlaði mér alltaf að komast í svigið en var á báðum áttum með stórsvigið. Það var þeim mun skemmtilegra að komast í þá keppni." Framundan eru fleiri keppnir í Evrópubikarnum auk þess sem hann tekur þátt í HM unglinga sem fer fram í Garmisch í Þýskalandi fyrstu dagana í mars. Hann hefur fyrst og fremst einbeitt sér að tæknigreinunum - svigi og stórsvigi - en hefur þó verið að taka framförum í hraðagreinunum - risasvigi og bruni. „Það hefur gengið vel í hraðagreinunum miðað við hvað ég hef verið að æfa þær í stuttan tíma eða aðeins eitt ár." Fyrri ferðin hefst klukkan 09.00 í dag og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Björgvin Björgvinsson verður með rásnúmer 52 og sem fyrr segir fer Stefán Jón síðastur niður brekkuna með rásnúmerið 75. Erlendar Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Stefán Jón Sigurgeirsson vann sér í gær þátttökurétt í aðalkeppni í svigi karla á HM í alpagreinum í Val d'Isere í Frakklandi í gær. Hann náði 23. sæti í undankeppninni sem fór fram í gær. Hann komst einnig í gegnum undankeppnina í stórsviginu en féll úr leik í aðalkeppninni. „Ég fer síðastur niður í fyrri ferðinni þar sem ég var með hæsta rásnúmerið af þeim sem komust í gegnum undankeppnina," sagði hann í samtali við Vísi. Hann var með rásnúmer 38 í gær en kom í mark í 29. sæti eftir fyrri ferðina. „Ég var mjög lélegur í fyrri ferðinni og rétt náði að koma mér í topp 30. Aðstæður voru góðar, færið gott og fínn bakki." Hann færði sér þó það í nyt að vera annar í rásröðinni í seinni ferðinni þar sem efstu 30 keppendurnir fara niður í öfugri röð. Þá náði hann frábærum tíma og var aðeins hálfri sekúndu frá efsta manni í seinni ferðinni. „Ég ákvað bara að keyra á þetta á fullu og náði að komast klakklaust í gegnum þetta. Ég ætla líka að keyra á þetta í aðalkeppninni og sjá svo hvað gerist." Stefán Jón missir hér annað skíðið undan sér í stórsvigskeppninni.Nordic Photos / AFPEn þó svo að Stefán Jón verði síðastur niður brekkuna í dag þurfa það ekki endilega að vera slæmar fréttir. Japanskur skíðakappi fór síðastur niður í fyrri ferðinni í stórsviginu og náði 29. sæti. Hann féll þó úr leik í síðari ferðinni. Sjálfur sagði Stefán Jón að það hafi verið afar svekkjandi að falla úr leik í stórsviginu. „Ég var að koma yfir fyrstu hæðina og þá fékk ég högg á annað skíðið þannig að festingarnar gáfu sig." Stefán Jón er Húsvíkingur og hefur verið að æfa skíði frá níu ára aldri, þegar hann flutti til Íslands frá Danmörku með foreldrum sínum. Hann er nú í fjarnámi frá Framhaldsskólanum á Húsavík þar sem hann er erlendis stærstan part ársins við æfingar og keppni með íslenska skíðalandsliðinu. „Við erum fjórir saman í landsliðinu hér úti ásamt einum þjálfara og tveimur aðstoðarmönnum." Hann hefur þegar tekið þátt í þremur Evrópubikarkeppnum og bíður nú eftir tækifærinu að fá að keppa í heimsbikarkeppninni. „Það kemur að því. Maður er enn ungur. En árangurinn hér á HM segir manni að maður er að gera eitthvað rétt. Ég ætlaði mér alltaf að komast í svigið en var á báðum áttum með stórsvigið. Það var þeim mun skemmtilegra að komast í þá keppni." Framundan eru fleiri keppnir í Evrópubikarnum auk þess sem hann tekur þátt í HM unglinga sem fer fram í Garmisch í Þýskalandi fyrstu dagana í mars. Hann hefur fyrst og fremst einbeitt sér að tæknigreinunum - svigi og stórsvigi - en hefur þó verið að taka framförum í hraðagreinunum - risasvigi og bruni. „Það hefur gengið vel í hraðagreinunum miðað við hvað ég hef verið að æfa þær í stuttan tíma eða aðeins eitt ár." Fyrri ferðin hefst klukkan 09.00 í dag og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Björgvin Björgvinsson verður með rásnúmer 52 og sem fyrr segir fer Stefán Jón síðastur niður brekkuna með rásnúmerið 75.
Erlendar Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira