Fyrrum landsliðsmenn í körfubolta lentu í litlum vandræðum með lið landsþekktra einstaklinga í skemmtileik sem fór fram fyrir stjörnuleik karla í dag. Landsliðið vann 12 stiga sigur, 39-27, en leikurinn var augljóslega í styttri kantinum.
Fjölmargir áhorfendur fylgdust með leiknum og skemmtu sér konunglega.
Landsliðið leiddi örugglega framan af leik eftir góða byrjun. Náði landsliðið mest 19 stiga forystu.
Stjörnurnar girtu upp um sig buxurnar í síðari hálfleik og hafði reyndar talsvert að segja að þaðfjölgaði ískyggilega mikið í liði þeirra. Undir lokin voru allir leikmenn liðsins inn á vellinum.