Nú er lið að Neytendastofu Sighvatur Björgvinsson skrifar 1. maí 2009 00:01 Talsverðar leifar af viðskiptasnilld finnast enn á Íslandi þrátt fyrir hrunið. Síðustu vikurnar hefur vart þann umræðuþátt verið að hafa í ljósvakamiðlunum, að þar skjóti ekki upp kollinum snöfurmenni, sem upplýsi að auðvelt sé að losa fólk undan skuldum án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Síðast í fyrrakvöld gaf sig fram í Kastljósi „talsmaður neytenda“. Hann sagðist hafa lagt til við ríkisstjórnina að sett yrðu lög þar sem kröfur með veðum í íbúðarhúsnæði yrðu teknar eignarnámi, sett yrði síðan á stofn opinber nefnd, sem fengi sem verkefni að afskrifa lánin eftir tilteknum reglum. Aðspurður sagði hann, að þetta myndi kosta ríkið sáralítið. Nánast ekkert fyrir utan laun nefndarmannanna. Kostnaðinn bæru lánveitendur, sem hvort eð er væru búnir að tapa kröfum sínum að hluta eða öllu leyti. Með öðrum orðum, auðvelt væri að aflétta skuldum án þess að það kostaði nokkurn neitt. Af einhverjum ástæðum hentar stjórnendum þátta í ljósvakamiðlunum að tala sem allra mest um slíkar aðferðir. Blessað fólkið er nú af þeirri kynslóð. Skoðum hvernig framkvæmd á tillögum Neytendastofu hlyti að verða. Ríkið setur „neyðarlög“ þar sem ríkissjóður tekur eignarnámi allar íbúðalánakröfur banka, sparisjóða, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs. Ófrávíkjanleg meginregla eignarnáms er, að fullar bætur skuli ávallt koma fyrir. Ríkið yrði sem sé að greiða kröfueigendum fullar bætur fyrir eignaupptökuna. Maðurinn sagði, að kröfurnar ætti ekki að afskrifa fyrr en eftir eignarnámið – þegar „nefndin“ fengi það verkefni. Bótakröfurnar við eignarnámið hlytu því óhjákvæmilega að vera þær fjárhæðir, sem næmu hinum upprunalegu kröfum samanlögðum. Engin smáfjárhæð það. Kostar það skattborgara ekki neitt? Gáfulegt – eða hitt þó heldur! Íslenska þjóðin yrði þar með orðin eigandi allra fjárkrafnanna. Afskriftir þær, sem nefnd Neytendastofu myndi síðan ákvarða, kæmu svo til lækkunar á þeim eignum þjóðarinnar. Hvernig ætlar talsmaður neytenda að yfirfæra það tap á fyrri eigendur – lánveitendurna, sem kröfurnar voru teknar af með eignarnámi? Sérhver snuddgreindur maður sér á augabragði, að þetta er leiðin til þess að velta öllum íbúðalánavanda banka, sparisjóða, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs beinustu leið yfir á herðar skattborgara. Öll vandamál þessara lánveitenda yrðu leyst. Ríkið fengi reikninginn. Ekki eru nema tvö ár síðan talsmaður neytenda gaf opinberlega kost á sér til setu á Alþingi fyrir tiltekinn stjórnmálaflokk en dró sig til baka þegar honum var bent á að slíkt færi illa saman við embætti hans. Er maðurinn kominn í framboð aftur, þegar kosningar eru búnar? Kannske sestur við stjórnarmyndunarborðið í umboði Neytendastofu? Þarna er sannarlega liðs að leita! Höfundur er fyrrverandi viðskiptaráðherra og ráðherra neytendamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Talsverðar leifar af viðskiptasnilld finnast enn á Íslandi þrátt fyrir hrunið. Síðustu vikurnar hefur vart þann umræðuþátt verið að hafa í ljósvakamiðlunum, að þar skjóti ekki upp kollinum snöfurmenni, sem upplýsi að auðvelt sé að losa fólk undan skuldum án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Síðast í fyrrakvöld gaf sig fram í Kastljósi „talsmaður neytenda“. Hann sagðist hafa lagt til við ríkisstjórnina að sett yrðu lög þar sem kröfur með veðum í íbúðarhúsnæði yrðu teknar eignarnámi, sett yrði síðan á stofn opinber nefnd, sem fengi sem verkefni að afskrifa lánin eftir tilteknum reglum. Aðspurður sagði hann, að þetta myndi kosta ríkið sáralítið. Nánast ekkert fyrir utan laun nefndarmannanna. Kostnaðinn bæru lánveitendur, sem hvort eð er væru búnir að tapa kröfum sínum að hluta eða öllu leyti. Með öðrum orðum, auðvelt væri að aflétta skuldum án þess að það kostaði nokkurn neitt. Af einhverjum ástæðum hentar stjórnendum þátta í ljósvakamiðlunum að tala sem allra mest um slíkar aðferðir. Blessað fólkið er nú af þeirri kynslóð. Skoðum hvernig framkvæmd á tillögum Neytendastofu hlyti að verða. Ríkið setur „neyðarlög“ þar sem ríkissjóður tekur eignarnámi allar íbúðalánakröfur banka, sparisjóða, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs. Ófrávíkjanleg meginregla eignarnáms er, að fullar bætur skuli ávallt koma fyrir. Ríkið yrði sem sé að greiða kröfueigendum fullar bætur fyrir eignaupptökuna. Maðurinn sagði, að kröfurnar ætti ekki að afskrifa fyrr en eftir eignarnámið – þegar „nefndin“ fengi það verkefni. Bótakröfurnar við eignarnámið hlytu því óhjákvæmilega að vera þær fjárhæðir, sem næmu hinum upprunalegu kröfum samanlögðum. Engin smáfjárhæð það. Kostar það skattborgara ekki neitt? Gáfulegt – eða hitt þó heldur! Íslenska þjóðin yrði þar með orðin eigandi allra fjárkrafnanna. Afskriftir þær, sem nefnd Neytendastofu myndi síðan ákvarða, kæmu svo til lækkunar á þeim eignum þjóðarinnar. Hvernig ætlar talsmaður neytenda að yfirfæra það tap á fyrri eigendur – lánveitendurna, sem kröfurnar voru teknar af með eignarnámi? Sérhver snuddgreindur maður sér á augabragði, að þetta er leiðin til þess að velta öllum íbúðalánavanda banka, sparisjóða, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs beinustu leið yfir á herðar skattborgara. Öll vandamál þessara lánveitenda yrðu leyst. Ríkið fengi reikninginn. Ekki eru nema tvö ár síðan talsmaður neytenda gaf opinberlega kost á sér til setu á Alþingi fyrir tiltekinn stjórnmálaflokk en dró sig til baka þegar honum var bent á að slíkt færi illa saman við embætti hans. Er maðurinn kominn í framboð aftur, þegar kosningar eru búnar? Kannske sestur við stjórnarmyndunarborðið í umboði Neytendastofu? Þarna er sannarlega liðs að leita! Höfundur er fyrrverandi viðskiptaráðherra og ráðherra neytendamála.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun