NBA í nótt: Shaq vann Kobe Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. mars 2009 09:09 Shaq verst hér Kobe í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Phoenix vann í nótt sigur á LA Lakers, 118-111, þar sem gömlu samherjarnir Shaquille O'Neal og Kobe Bryant voru í aðalhlutverkum. Bryant fór mikinn í leiknum og skoraði 49 stig en það dugði ekki til. Shaquille O'Neal átti ekki síður góðan leik en hann skoraði 33 stig. Það var annar leikurinn í röð sem hann skorar minnst svo mörg stig en hann var með 45 stig í sigri Phoenix á Toronto á föstudagskvöldið. O'Neal verður 37 ára gamall á föstudaginn og er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar, 35 ára og eldri, til að skora minnst 33 stig í tveimur leikjum í röð. Hinir eru Michael Jordan, Karl Malone og Alex English. „Þetta er það sem ég geri," sagði Shaq eftir leikinn. „Ég er búinn að vera að gera þetta síðan 1992. Ef þú trúir mér ekki prófaðu að gúgla mig." „Það eru margir sem héldu að ég væri búinn að missa það. Sem mér finnst hálffyndið. Þegar ég segist vera meiddur trúir mér enginn. En ég var meiddur á síðasta tímabili og nú líður mér nokkuð vel." Matt Barnes bætti við 26 stigum fyrir Phoenix, tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Phoenix sem þó lék án Steve Nash sem er frá vegna meiðsla. Pau Gasol var með 30 stig fyrir Lakers sem tapaði sínum öðrum leik í röð en þetta var aðeins í þriðja skiptið á tímabilinu sem það gerist. Houston vann Minnesota, 105-94. Yao Ming var með sautján stig, ellefu fráköst og sex varin skot fyrir Houston. New Orleans vann New Jersey, 99-96. David West var með 32 stig og Chris Paul stal tveimur boltum á lokamínútunni sem færði New Orleans sigur í leiknum. Portland vann San Antonio, 102-84. Brandon Roy og LaMarcus Aldridge voru með 26 stig hvor en Tim Duncan lék með San Antonio á ný í nótt eftir fjarveru vegna meiðsla. Indiana vann Denver, 100-94. Jarrett Jack var með 28 stig og átta stoðsendingar fyrir Indiana og Troy Murphy bætti við 22 stig og tók sautján fráköst. Önnur úrslit næturinnar: Boston - Detroit 95-105 Atlanta - Cleveland 87-88 Dallas - Toronto 109-98 Golden State - Utah 104-112 NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Phoenix vann í nótt sigur á LA Lakers, 118-111, þar sem gömlu samherjarnir Shaquille O'Neal og Kobe Bryant voru í aðalhlutverkum. Bryant fór mikinn í leiknum og skoraði 49 stig en það dugði ekki til. Shaquille O'Neal átti ekki síður góðan leik en hann skoraði 33 stig. Það var annar leikurinn í röð sem hann skorar minnst svo mörg stig en hann var með 45 stig í sigri Phoenix á Toronto á föstudagskvöldið. O'Neal verður 37 ára gamall á föstudaginn og er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar, 35 ára og eldri, til að skora minnst 33 stig í tveimur leikjum í röð. Hinir eru Michael Jordan, Karl Malone og Alex English. „Þetta er það sem ég geri," sagði Shaq eftir leikinn. „Ég er búinn að vera að gera þetta síðan 1992. Ef þú trúir mér ekki prófaðu að gúgla mig." „Það eru margir sem héldu að ég væri búinn að missa það. Sem mér finnst hálffyndið. Þegar ég segist vera meiddur trúir mér enginn. En ég var meiddur á síðasta tímabili og nú líður mér nokkuð vel." Matt Barnes bætti við 26 stigum fyrir Phoenix, tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Phoenix sem þó lék án Steve Nash sem er frá vegna meiðsla. Pau Gasol var með 30 stig fyrir Lakers sem tapaði sínum öðrum leik í röð en þetta var aðeins í þriðja skiptið á tímabilinu sem það gerist. Houston vann Minnesota, 105-94. Yao Ming var með sautján stig, ellefu fráköst og sex varin skot fyrir Houston. New Orleans vann New Jersey, 99-96. David West var með 32 stig og Chris Paul stal tveimur boltum á lokamínútunni sem færði New Orleans sigur í leiknum. Portland vann San Antonio, 102-84. Brandon Roy og LaMarcus Aldridge voru með 26 stig hvor en Tim Duncan lék með San Antonio á ný í nótt eftir fjarveru vegna meiðsla. Indiana vann Denver, 100-94. Jarrett Jack var með 28 stig og átta stoðsendingar fyrir Indiana og Troy Murphy bætti við 22 stig og tók sautján fráköst. Önnur úrslit næturinnar: Boston - Detroit 95-105 Atlanta - Cleveland 87-88 Dallas - Toronto 109-98 Golden State - Utah 104-112
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli