Gríðarlegt atvinnuleysi á Bretlandi og fer vaxandi Gunnar Örn Jónsson skrifar 12. ágúst 2009 10:24 Atvinnulausum einstaklingum á breskum vinnumarkaði hefur fjölgað um 220 þúsund frá því í byrjun júní. Heildarfjöldi atvinnulausra er nú rúmlega 2,4 milljónir samkvæmt opinberum tölum þar í landi. Atvinnuleysi hefur ekki verið svona mikið síðan sumarið 1995 eða í fjórtán ár, um 2.500 manns missa atvinnu sína á hverjum degi. Það er fréttavefurinn Sky News sem greinir frá þessu. Sérfræðingar segja að þessi tíðindi muni auka þrýstinginn á ríkisstjórnina og hún verði að hefja frekari aðgerðir til að koma hjólum atvinnulífsins í réttan farveg. Vísir greindi frá því í síðustu viku að Seðlabanki Englands hafi aukið peningamagn í umferð um fimmtíu milljarða punda en nú virðist þörf á enn frekari aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Bankinn hefur þegar farið yfir þau mörk sem hann áætlaði en hann hefur sett 175 milljarða punda inn í breska hagkerfið síðan lánsfjárkrísan hófst. Rannsóknarstofnun í viðskipta- og efnahagsmálum (CEBR) telur að fjöldi atvinnulausra geti hæglega náð fjórum milljónum. Það er meira atvinnuleysi en undir stjórn Margaret Thatcher, í upphafi níunda áratugarins. Nýútskrifuðum háskólastúdentum fjölgar auk þess með hverju árinu og atvinnuleysi hjá ungu fólki fer ört vaxandi. Tengdar fréttir 50 milljarðar punda inn í breska hagkerfið Seðlabanki Englands mun auka peningamagn í umferið um 50 milljarða punda með kaupum á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Upphæðin jafngildir rúmlega 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta gert í þeim tilgangi að hleypa lífi í efnahgagslíf þjóðarinnar. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. 6. ágúst 2009 16:46 Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Atvinnulausum einstaklingum á breskum vinnumarkaði hefur fjölgað um 220 þúsund frá því í byrjun júní. Heildarfjöldi atvinnulausra er nú rúmlega 2,4 milljónir samkvæmt opinberum tölum þar í landi. Atvinnuleysi hefur ekki verið svona mikið síðan sumarið 1995 eða í fjórtán ár, um 2.500 manns missa atvinnu sína á hverjum degi. Það er fréttavefurinn Sky News sem greinir frá þessu. Sérfræðingar segja að þessi tíðindi muni auka þrýstinginn á ríkisstjórnina og hún verði að hefja frekari aðgerðir til að koma hjólum atvinnulífsins í réttan farveg. Vísir greindi frá því í síðustu viku að Seðlabanki Englands hafi aukið peningamagn í umferð um fimmtíu milljarða punda en nú virðist þörf á enn frekari aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Bankinn hefur þegar farið yfir þau mörk sem hann áætlaði en hann hefur sett 175 milljarða punda inn í breska hagkerfið síðan lánsfjárkrísan hófst. Rannsóknarstofnun í viðskipta- og efnahagsmálum (CEBR) telur að fjöldi atvinnulausra geti hæglega náð fjórum milljónum. Það er meira atvinnuleysi en undir stjórn Margaret Thatcher, í upphafi níunda áratugarins. Nýútskrifuðum háskólastúdentum fjölgar auk þess með hverju árinu og atvinnuleysi hjá ungu fólki fer ört vaxandi.
Tengdar fréttir 50 milljarðar punda inn í breska hagkerfið Seðlabanki Englands mun auka peningamagn í umferið um 50 milljarða punda með kaupum á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Upphæðin jafngildir rúmlega 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta gert í þeim tilgangi að hleypa lífi í efnahgagslíf þjóðarinnar. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. 6. ágúst 2009 16:46 Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
50 milljarðar punda inn í breska hagkerfið Seðlabanki Englands mun auka peningamagn í umferið um 50 milljarða punda með kaupum á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Upphæðin jafngildir rúmlega 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta gert í þeim tilgangi að hleypa lífi í efnahgagslíf þjóðarinnar. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. 6. ágúst 2009 16:46