Framboð og eftirspurn Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 21. október 2009 06:00 Síðastliðinn föstudag birtist frétt á Lögregluvefnum um að vísbendingar séu um að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt hér á landi [http://www.logreglan.is/displayer.asp?cat_id=81&module_id=220&element_id=14546]. Það er vissulega ástæða til að fagna því að lögreglan veki athygli á þeim glæpum sem eiga sér stað hér og byggja á nauðung fólks, en þegar snýr að mansali til kynferðislegar misneytingar er aðallega um konur að ræða. Bæði karlar og konur eru seld mansali til nauðungarvinnu af öðru tagi. Í umræddri frétt mátti lesa að: „Í höfuðborgum nágrannalandanna [hafi]erlendar vændiskonur, sem leita viðskiptavina á götunni, valdið margvíslegum vanda á undanliðnum árum.“ Þó má skilja næstu setningar þannig að götuvændi endurspegli þaulskipulagða glæpastarfsemi sem erlendir glæpaflokkar halda uppi, oft með aðstoð heimamanna. Spurningin vaknar því, hvort það séu vændiskonurnar, eða þeir glæpamenn sem „gera þær út“ sem valdi vandanum? Hugsunin sem endurspeglast í ofangreindri tilvitnun gengur algjörlega á skjön við undirliggjandi markmið íslenskra, norskra og sænskra laga um vændi. Hin svokallaða sænska leið, sem hefur verið innleidd bæði á Íslandi og í Noregi gerir kaup á vændi refsiverð, en ekki sölu. Þar er gengið út frá því sem rannsóknir sýna, að stór hluti þeirra sem eru í vændi eru þar ekki af fúsum og frjálsum vilja. Vandinn, og það sem þarf að uppræta, er eftirspurnin. Henni svarar skipulögð glæpastarfsemi með flutningi kvenna yfir landamæri, þar sem þær stunda vændi í ánauð. Yfirlýsing lögreglunnar hins vegar gerir því sjónarmiði hátt undir höfði að vændiskonurnar séu vandinn, en hvorki sú skipulagða glæpastarfsemi sem setur þær á göturnar, né eftirspurn þeirra sem kaupa sér aðgang að líkömum þeirra. Greiningardeild lögreglustjóra ber ábyrgð á því að setja upplýsingar fram á þann hátt að ábyrgð sé lögð á rétta aðila í umfjöllun um jafnmikilvægt málefni og hér um ræðir. Ábyrgð embættisins á þessu sviði er rík, enda var umrædd tilvitnun tekin óbreytt og gagnrýnislaust upp af flestum fjölmiðlum á landinu, sem gerir það að verkum að umræðan og meðvitund almennings litast af þessu sjónarmiði. Það er von mín að bæði lögregluembætti landsins og fjölmiðlar hugi að þessu í áframhaldandi umræðu um mansal og vændi á Íslandi. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn föstudag birtist frétt á Lögregluvefnum um að vísbendingar séu um að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt hér á landi [http://www.logreglan.is/displayer.asp?cat_id=81&module_id=220&element_id=14546]. Það er vissulega ástæða til að fagna því að lögreglan veki athygli á þeim glæpum sem eiga sér stað hér og byggja á nauðung fólks, en þegar snýr að mansali til kynferðislegar misneytingar er aðallega um konur að ræða. Bæði karlar og konur eru seld mansali til nauðungarvinnu af öðru tagi. Í umræddri frétt mátti lesa að: „Í höfuðborgum nágrannalandanna [hafi]erlendar vændiskonur, sem leita viðskiptavina á götunni, valdið margvíslegum vanda á undanliðnum árum.“ Þó má skilja næstu setningar þannig að götuvændi endurspegli þaulskipulagða glæpastarfsemi sem erlendir glæpaflokkar halda uppi, oft með aðstoð heimamanna. Spurningin vaknar því, hvort það séu vændiskonurnar, eða þeir glæpamenn sem „gera þær út“ sem valdi vandanum? Hugsunin sem endurspeglast í ofangreindri tilvitnun gengur algjörlega á skjön við undirliggjandi markmið íslenskra, norskra og sænskra laga um vændi. Hin svokallaða sænska leið, sem hefur verið innleidd bæði á Íslandi og í Noregi gerir kaup á vændi refsiverð, en ekki sölu. Þar er gengið út frá því sem rannsóknir sýna, að stór hluti þeirra sem eru í vændi eru þar ekki af fúsum og frjálsum vilja. Vandinn, og það sem þarf að uppræta, er eftirspurnin. Henni svarar skipulögð glæpastarfsemi með flutningi kvenna yfir landamæri, þar sem þær stunda vændi í ánauð. Yfirlýsing lögreglunnar hins vegar gerir því sjónarmiði hátt undir höfði að vændiskonurnar séu vandinn, en hvorki sú skipulagða glæpastarfsemi sem setur þær á göturnar, né eftirspurn þeirra sem kaupa sér aðgang að líkömum þeirra. Greiningardeild lögreglustjóra ber ábyrgð á því að setja upplýsingar fram á þann hátt að ábyrgð sé lögð á rétta aðila í umfjöllun um jafnmikilvægt málefni og hér um ræðir. Ábyrgð embættisins á þessu sviði er rík, enda var umrædd tilvitnun tekin óbreytt og gagnrýnislaust upp af flestum fjölmiðlum á landinu, sem gerir það að verkum að umræðan og meðvitund almennings litast af þessu sjónarmiði. Það er von mín að bæði lögregluembætti landsins og fjölmiðlar hugi að þessu í áframhaldandi umræðu um mansal og vændi á Íslandi. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun