Segir hættu á lækkuðu lánshæfismati Bandaríkjanna 13. maí 2009 13:15 Bandaríkin eiga á hættu að lánshæfismat landsins verði lækkað úr toppeinkunninni AAA í fyrsta sinn síðan árið 1917. Þetta kemur fram í lesendabréfi sem David Walker fyrrum ríkisendurskoðandi Bandaríkjanna skrifar í Financial Times í dag og hefur farið sem logi um akur á viðskiptavefum heimsins. „Það er hægt að færa rök fyrir því að stjórnvöld okkar eigi ekki skilið að hafa einkunnina AAA eins og staðan er í dag," segir Walker m.a. í bréfi sínu. Þar á hann einkum við að þjóðarskuldir Bandaríkjanna nema nú hinni stjarnfræðilegu tölu 11.000 milljarðar dollara. Þetta er um 1.400 þúsund milljarðar kr. „Stjórnin í Bandaríkjunum er að glíma við risavaxinn halla sem ekki hverfur af sjálfu sér og það er mikil óvissa um hvernig hún ætlar að bregðast við honum," segir Steinar Juel aðalhagfræðingur Nordea bankans í samtali við e24.no. Osamu Takashima gjaldmiðlasérfræðingur Mitsubishi bankans í Tokýó segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að lesendabréfið sé áminning um stærstu undirliggjandi hættuna gegn gengi dollarans. „Ef menn byrja að efast um getu Bandaríkjanna til að selja skuldir sínar gæti dollarinn farið í 1,40 gagnvart evrunni," segir Takashima. Raunar er dollarinn ekki langt frá þessu marki því í dag hefur hann fallið í 1,36 sem er lægst gengi dollarans gagnvart evrunni s.l. sjö vikur. Moody´s hefur gefið út aðvörun vegna skuldastöðu Bandaríkjanna og einkum þeirra áforma Barak Obama forseta um að efla heilbrigðisþjónustu landsins. Talið er að þessi áform muni auka gífurlega við þegar stjarnfræðilegan halla á fjárlögum landsins. Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríkin eiga á hættu að lánshæfismat landsins verði lækkað úr toppeinkunninni AAA í fyrsta sinn síðan árið 1917. Þetta kemur fram í lesendabréfi sem David Walker fyrrum ríkisendurskoðandi Bandaríkjanna skrifar í Financial Times í dag og hefur farið sem logi um akur á viðskiptavefum heimsins. „Það er hægt að færa rök fyrir því að stjórnvöld okkar eigi ekki skilið að hafa einkunnina AAA eins og staðan er í dag," segir Walker m.a. í bréfi sínu. Þar á hann einkum við að þjóðarskuldir Bandaríkjanna nema nú hinni stjarnfræðilegu tölu 11.000 milljarðar dollara. Þetta er um 1.400 þúsund milljarðar kr. „Stjórnin í Bandaríkjunum er að glíma við risavaxinn halla sem ekki hverfur af sjálfu sér og það er mikil óvissa um hvernig hún ætlar að bregðast við honum," segir Steinar Juel aðalhagfræðingur Nordea bankans í samtali við e24.no. Osamu Takashima gjaldmiðlasérfræðingur Mitsubishi bankans í Tokýó segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að lesendabréfið sé áminning um stærstu undirliggjandi hættuna gegn gengi dollarans. „Ef menn byrja að efast um getu Bandaríkjanna til að selja skuldir sínar gæti dollarinn farið í 1,40 gagnvart evrunni," segir Takashima. Raunar er dollarinn ekki langt frá þessu marki því í dag hefur hann fallið í 1,36 sem er lægst gengi dollarans gagnvart evrunni s.l. sjö vikur. Moody´s hefur gefið út aðvörun vegna skuldastöðu Bandaríkjanna og einkum þeirra áforma Barak Obama forseta um að efla heilbrigðisþjónustu landsins. Talið er að þessi áform muni auka gífurlega við þegar stjarnfræðilegan halla á fjárlögum landsins.
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira