Viðskipti innlent

Keypt hugmynd

Willem H. Buiter.
Willem H. Buiter.

Hugmynd Björgólfs um þjóðarsjóð fékk heilmikla athygli á sínum tíma en féll í misjafnan jarðveg. Hvað sem öðru líður er ljóst að þótt hugmyndin sé ágæt er hún ekki Björgólfs.

Eins og flestir vita fékk Landsbankinn þau Willem Buiter og Anne Sibert við London School of Economics til að skrifa skýrslu um stöðu íslenskra efnahagsmála fyrir bankann og hugsanlegar aðgerðir því til varnar. Þau kynntu Landsbankamönnum skýrsluna í apríl með glærusjóvi. Það var svo opinberað í síðustu viku. Þar má sjá hugmyndir að þjóðarsjóðum svipuðum þeim sem Björgólfur lýsti á aðalfundi bankans nokkrum dögum síðar. Eins og við á um svo margar hugmyndir náðist ekki að hrinda mörgu í framkvæmd sem skýrslan tæpti á áður en allt fór á hliðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×