Fótbolti

Enn tapar Bayern stigum í deildinni

Jurgen Klinsmann horfir gáttaður til himins eftir enn ein vonbrigðin hjá Bayern í deildinni
Jurgen Klinsmann horfir gáttaður til himins eftir enn ein vonbrigðin hjá Bayern í deildinni Nordic Photos/Getty Images

Hertha Berlin er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir leiki helgarinnar eftir 2-1 sigur á botnliði Gladbach í gær.

Meistarar Bayern Munchen urðu að gera sér að góðu markalaust jafntefli á útivelli gegn Werder Bremen og féllu fyrir vikið niður í fimmta sæti í töflunni.

Bæði Bremen og Bayern gerðu gott mót í Evrópukeppnunum í vikunni, en leikmenn Bayern geta nagað sig í handabökin yfir tveimur töpuðum stigum í Bremen í dag.

Lærisveinar Jurgen Klinsmann voru manni fleiri frá 15. mínútu í dag þegar Naldo var rekinn af leikvelli hjá Bremen, en náðu ekki að nýta sér liðsmuninn.

Bayern hefur aðeins unnið einn af fyrstu fimm deildarleikjum sínum eftir vetrarhlé en náði ekki að byggja á frábærum 5-0 útisigri á Porto í Meistaradeildinni í vikunni.

Bayern er fjórum stigum á eftir Hertha og Hamburg mistókst að komast aftur á toppinn þegar liðið steinlá heima 3-1 fyrir Wolfsburg í dag.. Hamburg er stigi á eftir Hertha í öðru sæti og nýliðar Hoffenheim eru í þriðja sætinu eftir 0-0 jafntefli við Dortmund.

Staðan í þýsku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×