Umhverfismál og neytendamál Steinunn Stefánsdóttir skrifar 4. nóvember 2009 06:00 Verð á rafmagni til garðyrkjubænda hækkaði um nálægt þriðjung fyrir um ári. Ástæðan er sú að þegar innflutningstollar voru felldir niður af tómötum, gúrkum og paprikum árið 2002 tók ríkið á sig hluta af flutningskostnaði vegna rafmagns til garðyrkjubænda. Þessi ákvörðun var felld úr gildi fyrir um ári og olli það hækkuninni. Garðyrkjubændur eru ósáttir og stilltu sér upp fyrir framan Alþingishúsið í gær til að vekja athygli á málstað sínum nú þegar veturinn er fram undan og sá tími sem raforkunotkun þeirra er mest. Raforkuverð til garðyrkjubænda hefur verið til umræðu áður og krafa þeirra hefur löngum verið sú að greiða sama verð fyrir raforkuna og stóriðjan. Nú segjast þeir greiða hærra verð fyrir raforkuna en heimili í þéttbýli. Rafmagn er enda stærsti kostnaðarliður garðyrkjubænda þannig að verð þess skiptir sköpum í rekstri þeirra. Því óttast þeir að einhverjir muni þurfa að hætta yfir vetrarmánuðina eða jafnvel alveg. Grænmetisrækt er mikilvægur hluti af íslenskum landbúnaði og matvælaframleiðslu. Aðstæður hér á landi til að rækta grænmeti í gróðurhúsum eru einstakar vegna þess að orkan sem notuð er losar ekki óæskileg efni út í andrúmsloftið. Íslenskir garðyrkjubændur hafa náð ljómandi árangri við að framleiða gott grænmeti sem óneitanlega er bæði bragðmeira en það innflutta gróðurhúsagrænmeti sem hér er fáanlegt og auk þess ferskara þegar það er komið á markað til íslenskra neytenda. Möguleikinn til að framleiða algengar grænmetistegundir árið um kring, ásamt nálægð við markaðinn, þýðir að íslenskir neytendur eiga kost á að kaupa ýmsar tegundir grænmetis ferskar allt árið. Íslenskir neytendur kunna vel að meta fjölbreytt úrval af grænmeti og ávöxtum. Til þess þarf vitanlega að flytja inn margar tegundir, ýmist hluta úr ári eða allt árið. Engu að síður er mikilvægt að hafa aðgang að íslensku grænmeti á verði sem er samkeppnishæft við innflutt grænmeti. Það er í það minnsta heldur nöturleg staðreynd að ódýrasta grænmetið sem íslenskum neytendum stendur til boða skuli vera ræktað í gróðurhúsum sem kynt eru og lýst með orkugjöfum sem hafa til muna skaðlegri áhrif á umhverfið en þeir sem hér eru notaðir í sama tilgangi. Að því loknu er svo flogið með grænmetið yfir hafið með tilheyrandi kostnaði og skaðlegum umhverfisáhrifum. Þetta eru tegundir sem auðveldlega má rækta í íslenskum gróðurhúsum árið um kring og flytja til neytenda með minni tilkostnaði og umhverfisáhrifum. Ráðamenn verða að sýna í verki pólitískan vilja sinn til að gera garðyrkjuna að lífvænlegum atvinnuvegi. Hátt raforkuverð má ekki sliga þessa mikilvægu atvinnugrein sem skapar atvinnu á erfiðum tímum, er umhverfisvæn og þannig framlag til þess að gera jörðina lífvænlegri til framtíðar og síðast en ekki síst mikilvægt framlag á matarborð íslenskra neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Verð á rafmagni til garðyrkjubænda hækkaði um nálægt þriðjung fyrir um ári. Ástæðan er sú að þegar innflutningstollar voru felldir niður af tómötum, gúrkum og paprikum árið 2002 tók ríkið á sig hluta af flutningskostnaði vegna rafmagns til garðyrkjubænda. Þessi ákvörðun var felld úr gildi fyrir um ári og olli það hækkuninni. Garðyrkjubændur eru ósáttir og stilltu sér upp fyrir framan Alþingishúsið í gær til að vekja athygli á málstað sínum nú þegar veturinn er fram undan og sá tími sem raforkunotkun þeirra er mest. Raforkuverð til garðyrkjubænda hefur verið til umræðu áður og krafa þeirra hefur löngum verið sú að greiða sama verð fyrir raforkuna og stóriðjan. Nú segjast þeir greiða hærra verð fyrir raforkuna en heimili í þéttbýli. Rafmagn er enda stærsti kostnaðarliður garðyrkjubænda þannig að verð þess skiptir sköpum í rekstri þeirra. Því óttast þeir að einhverjir muni þurfa að hætta yfir vetrarmánuðina eða jafnvel alveg. Grænmetisrækt er mikilvægur hluti af íslenskum landbúnaði og matvælaframleiðslu. Aðstæður hér á landi til að rækta grænmeti í gróðurhúsum eru einstakar vegna þess að orkan sem notuð er losar ekki óæskileg efni út í andrúmsloftið. Íslenskir garðyrkjubændur hafa náð ljómandi árangri við að framleiða gott grænmeti sem óneitanlega er bæði bragðmeira en það innflutta gróðurhúsagrænmeti sem hér er fáanlegt og auk þess ferskara þegar það er komið á markað til íslenskra neytenda. Möguleikinn til að framleiða algengar grænmetistegundir árið um kring, ásamt nálægð við markaðinn, þýðir að íslenskir neytendur eiga kost á að kaupa ýmsar tegundir grænmetis ferskar allt árið. Íslenskir neytendur kunna vel að meta fjölbreytt úrval af grænmeti og ávöxtum. Til þess þarf vitanlega að flytja inn margar tegundir, ýmist hluta úr ári eða allt árið. Engu að síður er mikilvægt að hafa aðgang að íslensku grænmeti á verði sem er samkeppnishæft við innflutt grænmeti. Það er í það minnsta heldur nöturleg staðreynd að ódýrasta grænmetið sem íslenskum neytendum stendur til boða skuli vera ræktað í gróðurhúsum sem kynt eru og lýst með orkugjöfum sem hafa til muna skaðlegri áhrif á umhverfið en þeir sem hér eru notaðir í sama tilgangi. Að því loknu er svo flogið með grænmetið yfir hafið með tilheyrandi kostnaði og skaðlegum umhverfisáhrifum. Þetta eru tegundir sem auðveldlega má rækta í íslenskum gróðurhúsum árið um kring og flytja til neytenda með minni tilkostnaði og umhverfisáhrifum. Ráðamenn verða að sýna í verki pólitískan vilja sinn til að gera garðyrkjuna að lífvænlegum atvinnuvegi. Hátt raforkuverð má ekki sliga þessa mikilvægu atvinnugrein sem skapar atvinnu á erfiðum tímum, er umhverfisvæn og þannig framlag til þess að gera jörðina lífvænlegri til framtíðar og síðast en ekki síst mikilvægt framlag á matarborð íslenskra neytenda.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun