Gjaldeyrishöft senn tekin upp í Evrópu Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 4. mars 2009 00:01 Íslendingar verða að vera opnir fyrir öllum möguleikum í gjaldeyrismálum, segir efnahagsráðgjafi. Mynd/Valli „Ég tel eðlilegt að halda í gjaldeyrishöft enn um sinn," segir dr. Daniel Levin, lögfræðingur sem búsettur er í Bandaríkjunum og efnahagsráðgjafi ríkisstjórna víða um heim. Hann segir Seðlabankann hafa átt þann kost einan að setja höft á gjaldeyrisviðskipti í enda nóvember eftir snarpt gengishrun og sé en raunveruleg hætta á að krónan hrynji á ný verði höftunum aflétt. Hann telur mjög líklegt að gjaldeyrishöft verði tekin upp í fleiri löndum á allra næstu vikum í löndunum við Eystrasalt og Austur-Evrópu enda setji Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sig ekki upp á móti þeim eins og sakir standa í alþjóðlegu efnahagslífi. Levin hefur komið víða við þar sem efnahagskreppur hafa dunið yfir síðastliðinn aldarfjórðung og unnið með ríkissstjórnum landa við að vinna sig út úr vandanum. Levin var ráðgjafi stjórnvalda í Rússlandi í því upplausnarumróti sem skapaðist eftir fall kommúnismans auk þess að vinna náið með stjórnvöldum í Suður-Ameríku, Austur-Evrópu, í Afríku og Asíu. Levin hefur komið hingað til lands margoft síðastliðin fimmtán ár en hann vann með Seðlabankanum að fyrstu skuldabréfaútgáfu bankans í Bandaríkjunum árið 1993. Hann segir Seðlabankann ekki hafa átt um neitt að velja þegar ákveðið var að setja á höft á gjaldeyrisviðskipti hér í fyrrahaust. Stjórntæki bankans, svo sem stýrivextir, hafi ekki dugað til að halda erlendum fjárfestum í landinu og hafi þurft að grípa til annarra ráða. „Ef Seðlabankinn hefði ekki sett höftin á þá hefðu fjárfestar reynt að skipta krónum út fyrir allt sem hönd á festi, svo sem evrur, bresk pund, Bandaríkjadali og svissneska franka. Þetta var raunveruleg hætta," segir Levin. Hann segir flókið mál að létta á höftunum. Það verði ekki gert fyrr en erlendir fjárfestar sjái hag í því að koma hingað aftur. Fyrst verði pólitískur stöðugleiki að vera fyrir hendi og hjól efnahagslífsins að vera komin í gang. Nokkuð er í að sá stöðugleiki náist, að hans mati. Levin bendir á að ríkisstjórnir fyrrum austantjaldslanda innan Evrópusambandsins (ESB) sem ekki hafi innleitt evruna, svo sem við Eystralt, Búlgaría, Tékkland, Pólland, Rúmenía og Ungverjaland, séu þegar byrjuð að ræða alvarlega um innleiðingu gjaldeyrishafta í kjölfar gengishruns og endurskoðunar matsfyrirtækja á lánshæfi þeirra. Reikna megi með að höftum verði komið á á næstu vikum. „Þessi lönd munu ekki hafa neitt val bráðlega enda verða þau að stöðva gengishrunið með einhverju móti," segir Levin. Aðspurður telur Levin óvíst hvort gjaldeyrishöft komi í veg fyrir aðildarviðræður landa að ESB. Sambandið hafi fram til þessa verið mjög opið fyrir inngöngu nýrra þjóða en slæm skuldastaða þeirra landa sem sitji á biðstofunni geti verið fyrirstaða. Margir risanna innan ESB, svo sem Þýskaland, hafi nóg með sitt nú þegar og séu nýbúnir að losna undan skuldaklafanum í kjölfar samruna við Austur-Þýskaland. „Þótt gjaldeyrishöft séu vissulega biðstöð fyrir upptöku annarrar myntar þá mega Íslendingar ekki einblína um of á upptöku evru í nánustu framtíð. Það eru aðrir kostir í boði til skemmri tíma, svo sem tenging við Bandaríkjadal, og þá verður að skoða með opnum huga," segir Daniel Levin. Markaðir Viðskipti Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Sjá meira
„Ég tel eðlilegt að halda í gjaldeyrishöft enn um sinn," segir dr. Daniel Levin, lögfræðingur sem búsettur er í Bandaríkjunum og efnahagsráðgjafi ríkisstjórna víða um heim. Hann segir Seðlabankann hafa átt þann kost einan að setja höft á gjaldeyrisviðskipti í enda nóvember eftir snarpt gengishrun og sé en raunveruleg hætta á að krónan hrynji á ný verði höftunum aflétt. Hann telur mjög líklegt að gjaldeyrishöft verði tekin upp í fleiri löndum á allra næstu vikum í löndunum við Eystrasalt og Austur-Evrópu enda setji Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sig ekki upp á móti þeim eins og sakir standa í alþjóðlegu efnahagslífi. Levin hefur komið víða við þar sem efnahagskreppur hafa dunið yfir síðastliðinn aldarfjórðung og unnið með ríkissstjórnum landa við að vinna sig út úr vandanum. Levin var ráðgjafi stjórnvalda í Rússlandi í því upplausnarumróti sem skapaðist eftir fall kommúnismans auk þess að vinna náið með stjórnvöldum í Suður-Ameríku, Austur-Evrópu, í Afríku og Asíu. Levin hefur komið hingað til lands margoft síðastliðin fimmtán ár en hann vann með Seðlabankanum að fyrstu skuldabréfaútgáfu bankans í Bandaríkjunum árið 1993. Hann segir Seðlabankann ekki hafa átt um neitt að velja þegar ákveðið var að setja á höft á gjaldeyrisviðskipti hér í fyrrahaust. Stjórntæki bankans, svo sem stýrivextir, hafi ekki dugað til að halda erlendum fjárfestum í landinu og hafi þurft að grípa til annarra ráða. „Ef Seðlabankinn hefði ekki sett höftin á þá hefðu fjárfestar reynt að skipta krónum út fyrir allt sem hönd á festi, svo sem evrur, bresk pund, Bandaríkjadali og svissneska franka. Þetta var raunveruleg hætta," segir Levin. Hann segir flókið mál að létta á höftunum. Það verði ekki gert fyrr en erlendir fjárfestar sjái hag í því að koma hingað aftur. Fyrst verði pólitískur stöðugleiki að vera fyrir hendi og hjól efnahagslífsins að vera komin í gang. Nokkuð er í að sá stöðugleiki náist, að hans mati. Levin bendir á að ríkisstjórnir fyrrum austantjaldslanda innan Evrópusambandsins (ESB) sem ekki hafi innleitt evruna, svo sem við Eystralt, Búlgaría, Tékkland, Pólland, Rúmenía og Ungverjaland, séu þegar byrjuð að ræða alvarlega um innleiðingu gjaldeyrishafta í kjölfar gengishruns og endurskoðunar matsfyrirtækja á lánshæfi þeirra. Reikna megi með að höftum verði komið á á næstu vikum. „Þessi lönd munu ekki hafa neitt val bráðlega enda verða þau að stöðva gengishrunið með einhverju móti," segir Levin. Aðspurður telur Levin óvíst hvort gjaldeyrishöft komi í veg fyrir aðildarviðræður landa að ESB. Sambandið hafi fram til þessa verið mjög opið fyrir inngöngu nýrra þjóða en slæm skuldastaða þeirra landa sem sitji á biðstofunni geti verið fyrirstaða. Margir risanna innan ESB, svo sem Þýskaland, hafi nóg með sitt nú þegar og séu nýbúnir að losna undan skuldaklafanum í kjölfar samruna við Austur-Þýskaland. „Þótt gjaldeyrishöft séu vissulega biðstöð fyrir upptöku annarrar myntar þá mega Íslendingar ekki einblína um of á upptöku evru í nánustu framtíð. Það eru aðrir kostir í boði til skemmri tíma, svo sem tenging við Bandaríkjadal, og þá verður að skoða með opnum huga," segir Daniel Levin.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Sjá meira