Gjaldeyrishöft senn tekin upp í Evrópu Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 4. mars 2009 00:01 Íslendingar verða að vera opnir fyrir öllum möguleikum í gjaldeyrismálum, segir efnahagsráðgjafi. Mynd/Valli „Ég tel eðlilegt að halda í gjaldeyrishöft enn um sinn," segir dr. Daniel Levin, lögfræðingur sem búsettur er í Bandaríkjunum og efnahagsráðgjafi ríkisstjórna víða um heim. Hann segir Seðlabankann hafa átt þann kost einan að setja höft á gjaldeyrisviðskipti í enda nóvember eftir snarpt gengishrun og sé en raunveruleg hætta á að krónan hrynji á ný verði höftunum aflétt. Hann telur mjög líklegt að gjaldeyrishöft verði tekin upp í fleiri löndum á allra næstu vikum í löndunum við Eystrasalt og Austur-Evrópu enda setji Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sig ekki upp á móti þeim eins og sakir standa í alþjóðlegu efnahagslífi. Levin hefur komið víða við þar sem efnahagskreppur hafa dunið yfir síðastliðinn aldarfjórðung og unnið með ríkissstjórnum landa við að vinna sig út úr vandanum. Levin var ráðgjafi stjórnvalda í Rússlandi í því upplausnarumróti sem skapaðist eftir fall kommúnismans auk þess að vinna náið með stjórnvöldum í Suður-Ameríku, Austur-Evrópu, í Afríku og Asíu. Levin hefur komið hingað til lands margoft síðastliðin fimmtán ár en hann vann með Seðlabankanum að fyrstu skuldabréfaútgáfu bankans í Bandaríkjunum árið 1993. Hann segir Seðlabankann ekki hafa átt um neitt að velja þegar ákveðið var að setja á höft á gjaldeyrisviðskipti hér í fyrrahaust. Stjórntæki bankans, svo sem stýrivextir, hafi ekki dugað til að halda erlendum fjárfestum í landinu og hafi þurft að grípa til annarra ráða. „Ef Seðlabankinn hefði ekki sett höftin á þá hefðu fjárfestar reynt að skipta krónum út fyrir allt sem hönd á festi, svo sem evrur, bresk pund, Bandaríkjadali og svissneska franka. Þetta var raunveruleg hætta," segir Levin. Hann segir flókið mál að létta á höftunum. Það verði ekki gert fyrr en erlendir fjárfestar sjái hag í því að koma hingað aftur. Fyrst verði pólitískur stöðugleiki að vera fyrir hendi og hjól efnahagslífsins að vera komin í gang. Nokkuð er í að sá stöðugleiki náist, að hans mati. Levin bendir á að ríkisstjórnir fyrrum austantjaldslanda innan Evrópusambandsins (ESB) sem ekki hafi innleitt evruna, svo sem við Eystralt, Búlgaría, Tékkland, Pólland, Rúmenía og Ungverjaland, séu þegar byrjuð að ræða alvarlega um innleiðingu gjaldeyrishafta í kjölfar gengishruns og endurskoðunar matsfyrirtækja á lánshæfi þeirra. Reikna megi með að höftum verði komið á á næstu vikum. „Þessi lönd munu ekki hafa neitt val bráðlega enda verða þau að stöðva gengishrunið með einhverju móti," segir Levin. Aðspurður telur Levin óvíst hvort gjaldeyrishöft komi í veg fyrir aðildarviðræður landa að ESB. Sambandið hafi fram til þessa verið mjög opið fyrir inngöngu nýrra þjóða en slæm skuldastaða þeirra landa sem sitji á biðstofunni geti verið fyrirstaða. Margir risanna innan ESB, svo sem Þýskaland, hafi nóg með sitt nú þegar og séu nýbúnir að losna undan skuldaklafanum í kjölfar samruna við Austur-Þýskaland. „Þótt gjaldeyrishöft séu vissulega biðstöð fyrir upptöku annarrar myntar þá mega Íslendingar ekki einblína um of á upptöku evru í nánustu framtíð. Það eru aðrir kostir í boði til skemmri tíma, svo sem tenging við Bandaríkjadal, og þá verður að skoða með opnum huga," segir Daniel Levin. Markaðir Viðskipti Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
„Ég tel eðlilegt að halda í gjaldeyrishöft enn um sinn," segir dr. Daniel Levin, lögfræðingur sem búsettur er í Bandaríkjunum og efnahagsráðgjafi ríkisstjórna víða um heim. Hann segir Seðlabankann hafa átt þann kost einan að setja höft á gjaldeyrisviðskipti í enda nóvember eftir snarpt gengishrun og sé en raunveruleg hætta á að krónan hrynji á ný verði höftunum aflétt. Hann telur mjög líklegt að gjaldeyrishöft verði tekin upp í fleiri löndum á allra næstu vikum í löndunum við Eystrasalt og Austur-Evrópu enda setji Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sig ekki upp á móti þeim eins og sakir standa í alþjóðlegu efnahagslífi. Levin hefur komið víða við þar sem efnahagskreppur hafa dunið yfir síðastliðinn aldarfjórðung og unnið með ríkissstjórnum landa við að vinna sig út úr vandanum. Levin var ráðgjafi stjórnvalda í Rússlandi í því upplausnarumróti sem skapaðist eftir fall kommúnismans auk þess að vinna náið með stjórnvöldum í Suður-Ameríku, Austur-Evrópu, í Afríku og Asíu. Levin hefur komið hingað til lands margoft síðastliðin fimmtán ár en hann vann með Seðlabankanum að fyrstu skuldabréfaútgáfu bankans í Bandaríkjunum árið 1993. Hann segir Seðlabankann ekki hafa átt um neitt að velja þegar ákveðið var að setja á höft á gjaldeyrisviðskipti hér í fyrrahaust. Stjórntæki bankans, svo sem stýrivextir, hafi ekki dugað til að halda erlendum fjárfestum í landinu og hafi þurft að grípa til annarra ráða. „Ef Seðlabankinn hefði ekki sett höftin á þá hefðu fjárfestar reynt að skipta krónum út fyrir allt sem hönd á festi, svo sem evrur, bresk pund, Bandaríkjadali og svissneska franka. Þetta var raunveruleg hætta," segir Levin. Hann segir flókið mál að létta á höftunum. Það verði ekki gert fyrr en erlendir fjárfestar sjái hag í því að koma hingað aftur. Fyrst verði pólitískur stöðugleiki að vera fyrir hendi og hjól efnahagslífsins að vera komin í gang. Nokkuð er í að sá stöðugleiki náist, að hans mati. Levin bendir á að ríkisstjórnir fyrrum austantjaldslanda innan Evrópusambandsins (ESB) sem ekki hafi innleitt evruna, svo sem við Eystralt, Búlgaría, Tékkland, Pólland, Rúmenía og Ungverjaland, séu þegar byrjuð að ræða alvarlega um innleiðingu gjaldeyrishafta í kjölfar gengishruns og endurskoðunar matsfyrirtækja á lánshæfi þeirra. Reikna megi með að höftum verði komið á á næstu vikum. „Þessi lönd munu ekki hafa neitt val bráðlega enda verða þau að stöðva gengishrunið með einhverju móti," segir Levin. Aðspurður telur Levin óvíst hvort gjaldeyrishöft komi í veg fyrir aðildarviðræður landa að ESB. Sambandið hafi fram til þessa verið mjög opið fyrir inngöngu nýrra þjóða en slæm skuldastaða þeirra landa sem sitji á biðstofunni geti verið fyrirstaða. Margir risanna innan ESB, svo sem Þýskaland, hafi nóg með sitt nú þegar og séu nýbúnir að losna undan skuldaklafanum í kjölfar samruna við Austur-Þýskaland. „Þótt gjaldeyrishöft séu vissulega biðstöð fyrir upptöku annarrar myntar þá mega Íslendingar ekki einblína um of á upptöku evru í nánustu framtíð. Það eru aðrir kostir í boði til skemmri tíma, svo sem tenging við Bandaríkjadal, og þá verður að skoða með opnum huga," segir Daniel Levin.
Markaðir Viðskipti Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira