Umfjöllun: Draumabyrjun Sigurðar með Njarðvík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. október 2009 22:06 Friðrik átti þokkalegan leik með Njarðvík í kvöld. Mynd/Arnþór Sigurður Ingimundarson þreytti frumraun sína sem þjálfari Njarðvíkur í kvöld er hans menn sóttu ÍR heim í íþróttahús Kennaraháskólans. Frumraunin gekk vel því Njarðvík vann öruggan sigur, 70-88. ÍR-ingar komnir á nýjan heimavöll þar sem þeir eru orðnir þreyttir á að spila á dúk í Breiðholtinu. Parket er á gólfinu í Kennaraháskólanum en lítið annað og húsið varla boðlegt fyrir leik í efstu deild. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta. Hreggviður Magnússon var sjóðheitur og setti niður hvern þristinn á fætur öðrum en hann skoraði 11 af fyrstu 13 stigum ÍR-inga. ÍR-ingar voru reyndar fullkappsmiklir á köflum og Sveinbörn Claessen mátti þakka fyrir að hanga inn á vellinum er hann sparkaði í andlit Páls Kristinssonar. Ljótur leikur hjá Sveinbirni. Njarðvík gaf heimamönnum samt ekkert eftir og var aðeins einu stigi á eftir, 25-24. Gestirnir spiluðu fína vörn í öðrum leikhluta og náðu forystu fyrir leikhlé, 37-44. Þriðji leikhlutinn var lyginni líkastur. Njarðvík spilaði ótrúlega sterka vörn og ÍR kom vart góðu skoti á körfuna. Fyrsta stig heimamanna í leikhlutanum kom ekki fyrr en eftir rúmar 5 mínútur og það af vítalínunni. Fyrstu stig heimamanna í leikhlutanum utan af velli kom þegar 2.20 mín voru eftir af leikhlutanum. Eftir þriðja leikhlutann var staðan 46-69 og síðasti leikhlutinn var aldrei spennandi. Hreggviður var flottur í liði ÍR-inga en vantaði sárlega aðstoð frá fleiri félögum sínum. Nemanja Sovic olli miklum vonbrigðum og fann sig engan veginn. Kristinn Jónsson var í tómu tjóni þangað til hann reiddist og þá fór hann að spila hörkuvel. Félagar hans verða því að muna að pirra hann rækilega fyrir næsta leik. Magnús Þór Gunnarsson og Jóhann Árni Ólafsson voru sterkastir í liði Njarðvíkinga en Jóhann var samt nokkuð mistækur framan af. Rúnar Ingi Erlingsson sýndi einnig lipur tilþrif. ÍR-Njarðvík 70-88 Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 16, Nemanja Sovic 12, Sveinbjörn Claessen 11, Kristinn Jónsson 9, Ólafur Þórisson 8, Davíð Fritzson 5, Steinar Arason 5, Gunnlaugur Elsuson 4.Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 24, Jóhann Árni Ólafsson 21, Kristján Sigurðsson 8, Guðmundur Jónsson 8, Friðrik Stefánsson 8, Páll Kristinsson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 6. Dominos-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Sigurður Ingimundarson þreytti frumraun sína sem þjálfari Njarðvíkur í kvöld er hans menn sóttu ÍR heim í íþróttahús Kennaraháskólans. Frumraunin gekk vel því Njarðvík vann öruggan sigur, 70-88. ÍR-ingar komnir á nýjan heimavöll þar sem þeir eru orðnir þreyttir á að spila á dúk í Breiðholtinu. Parket er á gólfinu í Kennaraháskólanum en lítið annað og húsið varla boðlegt fyrir leik í efstu deild. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta. Hreggviður Magnússon var sjóðheitur og setti niður hvern þristinn á fætur öðrum en hann skoraði 11 af fyrstu 13 stigum ÍR-inga. ÍR-ingar voru reyndar fullkappsmiklir á köflum og Sveinbörn Claessen mátti þakka fyrir að hanga inn á vellinum er hann sparkaði í andlit Páls Kristinssonar. Ljótur leikur hjá Sveinbirni. Njarðvík gaf heimamönnum samt ekkert eftir og var aðeins einu stigi á eftir, 25-24. Gestirnir spiluðu fína vörn í öðrum leikhluta og náðu forystu fyrir leikhlé, 37-44. Þriðji leikhlutinn var lyginni líkastur. Njarðvík spilaði ótrúlega sterka vörn og ÍR kom vart góðu skoti á körfuna. Fyrsta stig heimamanna í leikhlutanum kom ekki fyrr en eftir rúmar 5 mínútur og það af vítalínunni. Fyrstu stig heimamanna í leikhlutanum utan af velli kom þegar 2.20 mín voru eftir af leikhlutanum. Eftir þriðja leikhlutann var staðan 46-69 og síðasti leikhlutinn var aldrei spennandi. Hreggviður var flottur í liði ÍR-inga en vantaði sárlega aðstoð frá fleiri félögum sínum. Nemanja Sovic olli miklum vonbrigðum og fann sig engan veginn. Kristinn Jónsson var í tómu tjóni þangað til hann reiddist og þá fór hann að spila hörkuvel. Félagar hans verða því að muna að pirra hann rækilega fyrir næsta leik. Magnús Þór Gunnarsson og Jóhann Árni Ólafsson voru sterkastir í liði Njarðvíkinga en Jóhann var samt nokkuð mistækur framan af. Rúnar Ingi Erlingsson sýndi einnig lipur tilþrif. ÍR-Njarðvík 70-88 Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 16, Nemanja Sovic 12, Sveinbjörn Claessen 11, Kristinn Jónsson 9, Ólafur Þórisson 8, Davíð Fritzson 5, Steinar Arason 5, Gunnlaugur Elsuson 4.Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 24, Jóhann Árni Ólafsson 21, Kristján Sigurðsson 8, Guðmundur Jónsson 8, Friðrik Stefánsson 8, Páll Kristinsson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 6.
Dominos-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira