Fótbolti

Ökuskírteinið tekið af Lehmann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jens Lehmann er skrautlegur markvörður.
Jens Lehmann er skrautlegur markvörður. Nordic Photos / AFP
Jens Lehmann má ekki aka bíl næstu fjórar vikurnar og hann var sektaður um 127 evrur fyrir hraðaakstur í München í vikunni.

Lehmann, fyrrum markvörður Arsenal og þýska landsliðsins, er nú á mála hjá Stuttgart og vakti athygli á síðasta ári fyrir að fara á æfingar með þyrlu frá heimili hans Starnberg í nágrenni München til Stuttgart.

Svo gæti farið að hann þurfi að stóla aftur á slíkan ferðamáta nú. Hann var mældur á 102 km/klst hraða á svæði þar sem hámarkshraði var 60 km/klst.

Lehmann er samningsbundinn Stuttgart til loka næsta tímabils og hefur sagt að hann vilji spila með Þýskalandi í úrslitakeppni HM í Suður-Afríku á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×