Umfjöllun: Grindvíkingar gjörsigraðir á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. október 2009 21:54 Amani Bin Daanish náði sér ekki á strik í kvöld. Njarðvík vann í kvöld góðan sjö stiga sigur á Grindavík á útivelli, 74-67, í Iceland Express-deild karla í kvöld. Grindavík var með frumkvæðið í fyrri hálfleik en leikur liðsins hrundi algerlega í síðari hálfleik. Njarðvíkingar léku þá mjög sterkan varnarleik sem Grindvíkingar réðu ekkert við. Lykilleikmenn Grindavíkur voru langt frá sínu besta í kvöld en sérstaklega var það sóknarleikurinn sem brást þeim gulklæddu í kvöld. Heimamenn voru greinilega búnir að hrista af sér slenið frá því í leiknum gegn Fjölni þegar þriggja stiga skotnýtingin var með eindæmum léleg. Grindvíkingar settu niður þrjá þrista á upphafsmínútunum og náðu þar með frumkvæðinu í leiknum. Njarðvíkingar voru þó aldrei langt undan og var munurinn sex stig þegar fyrsta leikhluta lauk, 20-14. Þessi fína skotnýting átti þó ekki eftir að endast. Njarðvíkingar mættu grimmir til leiks í öðrum leikhluta og náðu forystunni eftir fjögurra stiga kerfi hjá Magnúsi Gunnarssyni. Grindvíkingar voru þó grimmir í sóknarfráköstunum en það virtist einfaldlega ekki borga sig þar sem skotnýtingin var ekki góð á þessum kafla. Páll Axel Vilbergsson hafði ekkert hitt en þegar hann setti niður sinn fyrsta þrist á sautjándu mínútu leiksins náðu Grindvíkingar aftur undirtökunum í leiknum. Hann bætti svo um betur og setti niður átta stig á síðustu mínútum hálfleiksins. Staðan þá var 38-34, heimamönnum í vil. Leikurinn gjörbreyttist í þriðja leikhluta. Njarðvíkingar voru afar fastir fyrir í sínum varnarleik en þegar Grindvíkingar komust í skot virtist ekkert fara niður. Gestirnir breyttu stöðunni úr 43-42 í 43-58, sér í vil, með 16-0 spretti. Hver þristurinn af öðrum datt niður hjá þeim grænklæddu sem léku á als oddi, bæði í vörn og sókn. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn aftur áður en leiktíminn rann út en það var bara of lítið og of seint. Ómar Örn Sævarsson var eini maðurinn með rænu í Grindavíkurliðinu í seinni hálfleik en hann gat ekki klárað dæmið einn síns liðs fyrir heimamenn. Njarðvíkingar gerðu endanlega út um leikinn þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka og Grindavík fékk dæmda á sig tæknivillu fyrir mótmæli. Njarðvík jók þá muninn í tólf stig sem reyndist of stórt bil til að brúa á tveimur mínútum. Varnarleikurinn var í fyrirrúmi hjá báðum liðum í kvöld en munaði mestu um að sóknarleikur Grindvíkinga var í algerum molum, sérstklega í síðari hálfleik. Bandaríkjamaðurinn Amani Bin Daanish komst ekki á blað fyrr en í síðasta leikhlutanum og Páll Axel Vilbergsson skoraði aðeins þrjú stig ef frá eru talin stigin átta sem hann skoraði á stuttum leikkafla undir lok fyrri hálfleiks. Magnús Þór Gunnarsson, Friðrik Stefánsson og Jóhann Árni Ólafsson voru mjög drjúgir í liði Njarðvíkur og þeir ásamt öflugum varnarleik sáu til þess að Njarðvík er enn taplaust á leiktíðinni. Stig Grindavíkur: Þorleifur Ólafsson 15, Brenton Birmingham 13, Páll Axel Vilbergsson 11, Arnar Freyr Jónsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6 (9 fráköst), Amani Bin Daanish 5, Björn Steinar Brynjólfsson 4, Ólafur Ólafsson 3, Guðlaugur Eyjólfsson 2. Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 21, Jóhann Árni Ólafsson 16, Friðrik Stefánsson 18 (15 fráköst), Rúnar Ingi Erlingsson 6, Kristján Rúnar Sigurðsson 5, Guðmundur Jónsson 4, Páll Kristinsson 2 (9 fráköst), Hjörtur Hrafn Einarsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Njarðvík vann í kvöld góðan sjö stiga sigur á Grindavík á útivelli, 74-67, í Iceland Express-deild karla í kvöld. Grindavík var með frumkvæðið í fyrri hálfleik en leikur liðsins hrundi algerlega í síðari hálfleik. Njarðvíkingar léku þá mjög sterkan varnarleik sem Grindvíkingar réðu ekkert við. Lykilleikmenn Grindavíkur voru langt frá sínu besta í kvöld en sérstaklega var það sóknarleikurinn sem brást þeim gulklæddu í kvöld. Heimamenn voru greinilega búnir að hrista af sér slenið frá því í leiknum gegn Fjölni þegar þriggja stiga skotnýtingin var með eindæmum léleg. Grindvíkingar settu niður þrjá þrista á upphafsmínútunum og náðu þar með frumkvæðinu í leiknum. Njarðvíkingar voru þó aldrei langt undan og var munurinn sex stig þegar fyrsta leikhluta lauk, 20-14. Þessi fína skotnýting átti þó ekki eftir að endast. Njarðvíkingar mættu grimmir til leiks í öðrum leikhluta og náðu forystunni eftir fjögurra stiga kerfi hjá Magnúsi Gunnarssyni. Grindvíkingar voru þó grimmir í sóknarfráköstunum en það virtist einfaldlega ekki borga sig þar sem skotnýtingin var ekki góð á þessum kafla. Páll Axel Vilbergsson hafði ekkert hitt en þegar hann setti niður sinn fyrsta þrist á sautjándu mínútu leiksins náðu Grindvíkingar aftur undirtökunum í leiknum. Hann bætti svo um betur og setti niður átta stig á síðustu mínútum hálfleiksins. Staðan þá var 38-34, heimamönnum í vil. Leikurinn gjörbreyttist í þriðja leikhluta. Njarðvíkingar voru afar fastir fyrir í sínum varnarleik en þegar Grindvíkingar komust í skot virtist ekkert fara niður. Gestirnir breyttu stöðunni úr 43-42 í 43-58, sér í vil, með 16-0 spretti. Hver þristurinn af öðrum datt niður hjá þeim grænklæddu sem léku á als oddi, bæði í vörn og sókn. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn aftur áður en leiktíminn rann út en það var bara of lítið og of seint. Ómar Örn Sævarsson var eini maðurinn með rænu í Grindavíkurliðinu í seinni hálfleik en hann gat ekki klárað dæmið einn síns liðs fyrir heimamenn. Njarðvíkingar gerðu endanlega út um leikinn þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka og Grindavík fékk dæmda á sig tæknivillu fyrir mótmæli. Njarðvík jók þá muninn í tólf stig sem reyndist of stórt bil til að brúa á tveimur mínútum. Varnarleikurinn var í fyrirrúmi hjá báðum liðum í kvöld en munaði mestu um að sóknarleikur Grindvíkinga var í algerum molum, sérstklega í síðari hálfleik. Bandaríkjamaðurinn Amani Bin Daanish komst ekki á blað fyrr en í síðasta leikhlutanum og Páll Axel Vilbergsson skoraði aðeins þrjú stig ef frá eru talin stigin átta sem hann skoraði á stuttum leikkafla undir lok fyrri hálfleiks. Magnús Þór Gunnarsson, Friðrik Stefánsson og Jóhann Árni Ólafsson voru mjög drjúgir í liði Njarðvíkur og þeir ásamt öflugum varnarleik sáu til þess að Njarðvík er enn taplaust á leiktíðinni. Stig Grindavíkur: Þorleifur Ólafsson 15, Brenton Birmingham 13, Páll Axel Vilbergsson 11, Arnar Freyr Jónsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6 (9 fráköst), Amani Bin Daanish 5, Björn Steinar Brynjólfsson 4, Ólafur Ólafsson 3, Guðlaugur Eyjólfsson 2. Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 21, Jóhann Árni Ólafsson 16, Friðrik Stefánsson 18 (15 fráköst), Rúnar Ingi Erlingsson 6, Kristján Rúnar Sigurðsson 5, Guðmundur Jónsson 4, Páll Kristinsson 2 (9 fráköst), Hjörtur Hrafn Einarsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira