Viðskipti innlent

Hluthafar Flögu fá rúm 200 þúsund

Flestum hluthöfum Flögu var birt yfirtökutilboð um áramótin. Frestur þeirra rann út í gær. Frestur þeirra sem fengu bréf síðar rennur út á næstu dögum. Markaðurinn/E.Ól
Flestum hluthöfum Flögu var birt yfirtökutilboð um áramótin. Frestur þeirra rann út í gær. Frestur þeirra sem fengu bréf síðar rennur út á næstu dögum. Markaðurinn/E.Ól

Frestur meirihluta hluthafa Flögu Group til að taka yfirtökutilboði bandaríska eignarhaldsfélagsins Flaga Holdings rann út í gær.

Eins og fram hefur komið í Markaðnum rambaði Flaga á barmi gjaldþrots þegar viðskiptabanki fyrirtækisins, Kaupþing, fór í þrot í október.

Í kjölfarið tryggði stærsti erlendi kröfuhafi Flögu áframhaldandi rekstur, viðskiptahagsmuni og skuldbindingar. Virði hlutafjár Flögu varð í kjölfarið einskis virði.

Flaga Holdings bauð öðrum hluthöfum málamyndagreiðslu, eina krónu á hlut. Samkvæmt því voru hlutabréf fyrir eina milljón króna metin á 700 krónur.

Um 470 hluthafar Flögu fengu tilboð í bréfin beggja vegna áramóta og hafa 120 framsalsbréf skilað sér.

Eigendur bréfanna hafa fengið greiddar samtals um hundrað þúsund krónur, sem er tæpur helmingur heildarfjárhæðarinnar, samkvæmt upplýsingum frá lögmannsstofunni Lex, sem fer með mál Flaga Holdings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×