Viðskipti innlent

Biðin er skaðleg

Hörður Arnarson.
Hörður Arnarson. Mynd/GVA
„Bið eftir verðmati á bönkunum hefur mjög truflandi áhrif á rekstur útflutningsfyrirtækja," segir Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems.

Hann segir skort á verðmati bankanna hafa verri áhrif en gjaldeyrishöftin enda geti þeir ekki veitt ábyrgð fyrir innflutningi á íhlutum og öðrum kaupum að utan líkt og bankar geri við eðlilegar aðstæður. Mikilvægt sé að hraða verðmati á bönkunum svo þeir geti tekið að starfa eðlilega á ný. „Þetta er grafalvarlegt ástand. Við höfum beðið mjög lengi eftir því að bankarnir verði starfhæfir á ný," segir Hörður.

Fjármálaráðuneytið greindi frá því í síðustu viku að birting verðmats hefði dregist og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte myndi skila verðmati á bönkunum í enda mánaðar og breska fjármálafyrirtækið Oliver Wyman um miðjan næsta mánuð. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×