Með lögum skal land byggja Jón Gunnarsson skrifar 29. júlí 2009 06:00 Ástand í lögreglumálum landsins er óþolandi. Við þessa þróun mála verður ekki unað. Öryggi borgaranna er grundvallaratriði í okkar samfélagi og við þær erfiðu og sársaukafullu aðstæður sem nú eru uppi verður að forgangsraða í þágu þeirra. Framlög til löggæslumála hækkaðu umfram launavísitölu á árunum 2004 til 2008. Um það má deila hvort nóg hafi verið að gert því ljóst er að verkefnum fjölgaði mikið á þessu tímabili. Ráðist hefur verið í mikilvægar og góðar skipulagsbreytingar á undanförnum árum og áfram verður að feta þá leið af skynsemi. Atburðir vetrarins minna okkur á mikilvægi þess að hafa vel mannað lögreglulið. Það var aðdáunarvert að fylgjast með öryggisgæslu lögreglunnar við mjög krefjandi aðstæður á Austurvelli í vetur. Yfirvegun og skilningur einkenndu vinnubrögð og framkomu lögreglunnar á meðan almenningur lét reiði sína bitna á henni við skyldustörf. Á sama tíma lögðust einstaka þingmenn Vinstri grænna svo lágt að gagnrýna yfirveguð vinnubrögð þeirra og hreinlega hvöttu unga mótmælendur til að ganga lengra í mótmælum sínum. Nú situr þetta sama fólk við stjórnvölinn og við búum við aðgerðarleysi þeirra á þessum vettvangi sem öðrum. Það verður ekki búið við að lögregla og Landhelgisgæsla, hornsteinar í öryggismálum, búi við það ástand að öryggi íbúanna sé ógnað og tilheyrandi atgervisflótti úr þessum stéttum verði staðreynd. Mikil hætta er á því ef ekki verður búið vel að því góða fólki sem sinnir þessum mikilvægu störfum. Við verðum að búa því mannsæmandi vinnuaðstöðu og tryggja öryggi þess sem best verður kosið. Aðstæður í samfélagi okkar kalla á aukin verkefni lögreglu. Það sést best á þeirri aukningu afbrotamanna sem bíða afplánunar vegna yfirfullra fangelsa. Við þær aðstæður er óverjandi að fækka frekar í lögregluliði okkar. Á meðan endurskipulagning í málaflokknum fer fram verðum við að halda sjó. Það er algert ábyrgðarleysi af hálfu vinstri stjórnarinnar ef þess verður ekki gætt. Höfundur er alþingismaður og formaður stjórnar Samhæfingarstöðvarinnar Skógarhlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ástand í lögreglumálum landsins er óþolandi. Við þessa þróun mála verður ekki unað. Öryggi borgaranna er grundvallaratriði í okkar samfélagi og við þær erfiðu og sársaukafullu aðstæður sem nú eru uppi verður að forgangsraða í þágu þeirra. Framlög til löggæslumála hækkaðu umfram launavísitölu á árunum 2004 til 2008. Um það má deila hvort nóg hafi verið að gert því ljóst er að verkefnum fjölgaði mikið á þessu tímabili. Ráðist hefur verið í mikilvægar og góðar skipulagsbreytingar á undanförnum árum og áfram verður að feta þá leið af skynsemi. Atburðir vetrarins minna okkur á mikilvægi þess að hafa vel mannað lögreglulið. Það var aðdáunarvert að fylgjast með öryggisgæslu lögreglunnar við mjög krefjandi aðstæður á Austurvelli í vetur. Yfirvegun og skilningur einkenndu vinnubrögð og framkomu lögreglunnar á meðan almenningur lét reiði sína bitna á henni við skyldustörf. Á sama tíma lögðust einstaka þingmenn Vinstri grænna svo lágt að gagnrýna yfirveguð vinnubrögð þeirra og hreinlega hvöttu unga mótmælendur til að ganga lengra í mótmælum sínum. Nú situr þetta sama fólk við stjórnvölinn og við búum við aðgerðarleysi þeirra á þessum vettvangi sem öðrum. Það verður ekki búið við að lögregla og Landhelgisgæsla, hornsteinar í öryggismálum, búi við það ástand að öryggi íbúanna sé ógnað og tilheyrandi atgervisflótti úr þessum stéttum verði staðreynd. Mikil hætta er á því ef ekki verður búið vel að því góða fólki sem sinnir þessum mikilvægu störfum. Við verðum að búa því mannsæmandi vinnuaðstöðu og tryggja öryggi þess sem best verður kosið. Aðstæður í samfélagi okkar kalla á aukin verkefni lögreglu. Það sést best á þeirri aukningu afbrotamanna sem bíða afplánunar vegna yfirfullra fangelsa. Við þær aðstæður er óverjandi að fækka frekar í lögregluliði okkar. Á meðan endurskipulagning í málaflokknum fer fram verðum við að halda sjó. Það er algert ábyrgðarleysi af hálfu vinstri stjórnarinnar ef þess verður ekki gætt. Höfundur er alþingismaður og formaður stjórnar Samhæfingarstöðvarinnar Skógarhlíð.
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar