Kanadamenn vilja Opel og Vauxhall 29. maí 2009 15:49 Kanadíski bílavarahlutaframleiðandinn Magna hefur náð samkomulagi við bandaríska bílaframleiðandann General Motors um kaup á evrópuarmi fyrirtækisins eftir að ítalska Fiat bílaverksmiðjan hætti við tilboð sitt. Um er að ræða kaup á Opel bílaverksmiðjunum í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, en Saab í Svíþjóð, sem var í eigu General Motors er ekki hluti af kaupunum. Samkomulagið við Magna er þó háð samþykki þýska ríkisins sem hefur heitið því að veita lán upp á einn komma fjóra milljarða evra til nýrra eigenda svo halda megi rekstri Opel áfram í Þýskalandi. Óvíst er þó hvort það lán fæst eftir að bandaríska fjármálaráðuneytið og General Motors vestanhafs tilkynntu þýskum yfirvöldum í gær að þörf væri á þrjú hundruð milljónum evra til viðbótar. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, og sveitastjórar í héruðum þar sem Opel verksmiðjur eru reknar funda um málið síðar í dag. Búist er við að General Motors í Bandaríkjunum lýsi sig gjaldþrota á mánudaginn. Svo gæti farið að þýsk yfirvöld ákveði að veita ekki lán til bjargar Opel en margir telja að það verði á endanum ódýrara fyrri þýska ríkið að leyfa evrópuarmi General Motors að fara á hausinn en að halda honum í rekstri. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Kanadíski bílavarahlutaframleiðandinn Magna hefur náð samkomulagi við bandaríska bílaframleiðandann General Motors um kaup á evrópuarmi fyrirtækisins eftir að ítalska Fiat bílaverksmiðjan hætti við tilboð sitt. Um er að ræða kaup á Opel bílaverksmiðjunum í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, en Saab í Svíþjóð, sem var í eigu General Motors er ekki hluti af kaupunum. Samkomulagið við Magna er þó háð samþykki þýska ríkisins sem hefur heitið því að veita lán upp á einn komma fjóra milljarða evra til nýrra eigenda svo halda megi rekstri Opel áfram í Þýskalandi. Óvíst er þó hvort það lán fæst eftir að bandaríska fjármálaráðuneytið og General Motors vestanhafs tilkynntu þýskum yfirvöldum í gær að þörf væri á þrjú hundruð milljónum evra til viðbótar. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, og sveitastjórar í héruðum þar sem Opel verksmiðjur eru reknar funda um málið síðar í dag. Búist er við að General Motors í Bandaríkjunum lýsi sig gjaldþrota á mánudaginn. Svo gæti farið að þýsk yfirvöld ákveði að veita ekki lán til bjargar Opel en margir telja að það verði á endanum ódýrara fyrri þýska ríkið að leyfa evrópuarmi General Motors að fara á hausinn en að halda honum í rekstri.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira