Fótbolti

Jens Lehmann kominn á fimmtugsaldurinn - sá áttundi í sögunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jens Lehmann, markvörður Stuttgart.
Jens Lehmann, markvörður Stuttgart. Mynd/AFP
Jens Lehmann, markvörður Stuttgart og fyrrum markvörður Arsenal, varð fertugur á dögunum og getur á morgun orðið áttundi leikmaðurinn í sögu þýsku bundesligunni sem spilar eftir að hann dettur inn á fimmtugsaldurinn.

Lehmann verður 40 ára og 11 daga þegar VfB Stuttgart tekur á móti Hertha Berlin á morgun en elsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar er Klaus Fichtel sem var 43 ára og 184 daga þegar hann lék með Schalke 04 á móti Werder Bremen 21. maí 1988.

Klaus Fichtel var varnamaður en elsti markvörðurinn í sögu deildarinnar var Harald Schumacher sem var 42 ára og 73 daga þegar hann stóð í marki Borussia Dortmund á móti SC Freiburg 18. maí 1996.

Jens Lehmann hefur fengið á sig 15 mörk í 12 deildarleikjum Stuttgart en hann hélt hreinu í tveimur síðustu leikjunum sem hann spilaði á fertugsaldrinum. Lehmann og félagar hafa þó aðeins unnið 2 af þessum 12 leikjum og eru sem stendur í síðasta örugga sætinu í deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×