Fótbolti

Cassano: Ætla ekki að ógna Lippi með byssu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Antonio Cassano.
Antonio Cassano. Nordic Photos/Getty Images

Framherjinn Antonio Cassano hefur sett sér það markmið að komast í ítalska landsliðið fyrir HM næsta sumar.

Það verður þó ekki auðvelt enda er Cassano ekki ofarlega á vinsældalistanum hjá landsliðsþjálfaranum, Marcello Lippi.

Síðan Lippi tók á ný við landsliðinu hefur hann ekki valið Cassano í landsliðshóp hjá sér.

Cassano ætlar þó að minna á sig á vellinum í allan vetur og vonast til þess að Lippi taki eftir því sem hann sé að gera.

„Við erum oft búnir að ræða þetta með landsliðið. Lippi er samt þjálfarinn og hann ræður. Ég mun alltaf gefa kost á mér í landsliðið en ég get ekki sett byssu við höfuðið á Lippi," sagði hinn yfirlýsingaglaði Ítali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×