ECB dælir tröllvöxnum upphæðum inn í bankakerfi Evrópu 24. júní 2009 18:25 Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur ákveðið að veita viðskiptabönkum í aðildarlöndum lausafjárfyrirgreiðslu að verðmæti um 80 billjón (þúsundir milljarða) króna eða 442 milljarða evra. Fjallað er um málið í Hagsjá, vefriti hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að ECB ætli með þessu að freista þess að örva útlán banka til fyrirtækja og einstaklinga og vinna þar með gegn samdrætti á evrusvæðinu. Þetta er langtum stærsta innspýting sem bankinn hefur ráðist í frá upphafi. Hún jafngildir því að bankinn nær tvöfaldi núverandi fyrirgreiðslu í kerfinu, þar sem hún mun vaxa um 70% og nemur fjárhæðin um 5% af landsframleiðslu aðildarríkjanna. Búist er við að ríflega ellefu hundruð bankar muni nýta sér fyrirgreiðslu ECB. Í boði eru lán til eins árs með 1% vöxtum. Mikla spurn eftir þessum lánum má rekja til þess að markaðsaðilar búast nú við því að vextir fari að stíga upp á við á evrusvæðinu og er hér því um að ræða gott tækifæri til að fjármagna banka á undragóðum kjörum.Vonir standa til þess að aðgerðin lækki fjármögnunarkostnað banka umtalsvert. Þannig ættu skammtímavextir til eins árs einnig að lækka. Vextir á skemmri endanum á evrusvæðinu eru nú lægri en í Bandaríkjunum. Þá hafa millibankavextir í evrum einnig lækkað, um 2,6 punkta, niður í 1,185%. ECB varaði við því í síðustu viku, að bankar á evrusvæðinu þyrftu á næstu 18 mánuðum að afskrifa um 200 milljarða evra umfram það sem þegar hefur verið afskrifað. Lausafjárfyrirgreiðslan sem tilkynnt var í dag ætti að draga úr neikvæðum áhrifum þessara afskrifta á rekstur viðskiptabankanna Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur ákveðið að veita viðskiptabönkum í aðildarlöndum lausafjárfyrirgreiðslu að verðmæti um 80 billjón (þúsundir milljarða) króna eða 442 milljarða evra. Fjallað er um málið í Hagsjá, vefriti hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að ECB ætli með þessu að freista þess að örva útlán banka til fyrirtækja og einstaklinga og vinna þar með gegn samdrætti á evrusvæðinu. Þetta er langtum stærsta innspýting sem bankinn hefur ráðist í frá upphafi. Hún jafngildir því að bankinn nær tvöfaldi núverandi fyrirgreiðslu í kerfinu, þar sem hún mun vaxa um 70% og nemur fjárhæðin um 5% af landsframleiðslu aðildarríkjanna. Búist er við að ríflega ellefu hundruð bankar muni nýta sér fyrirgreiðslu ECB. Í boði eru lán til eins árs með 1% vöxtum. Mikla spurn eftir þessum lánum má rekja til þess að markaðsaðilar búast nú við því að vextir fari að stíga upp á við á evrusvæðinu og er hér því um að ræða gott tækifæri til að fjármagna banka á undragóðum kjörum.Vonir standa til þess að aðgerðin lækki fjármögnunarkostnað banka umtalsvert. Þannig ættu skammtímavextir til eins árs einnig að lækka. Vextir á skemmri endanum á evrusvæðinu eru nú lægri en í Bandaríkjunum. Þá hafa millibankavextir í evrum einnig lækkað, um 2,6 punkta, niður í 1,185%. ECB varaði við því í síðustu viku, að bankar á evrusvæðinu þyrftu á næstu 18 mánuðum að afskrifa um 200 milljarða evra umfram það sem þegar hefur verið afskrifað. Lausafjárfyrirgreiðslan sem tilkynnt var í dag ætti að draga úr neikvæðum áhrifum þessara afskrifta á rekstur viðskiptabankanna
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira