Viðskipti erlent

Nissan segir upp 20 þúsund starfsmönnum

Carlos Ghosn, forstjóri Nissan.
Carlos Ghosn, forstjóri Nissan. Mynd/AFP

Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur ákveðið að segja upp tuttugu þúsund manns vegna samdráttar í bílasölu. Þetta jafngildir 8,5 prósentum af öllu starfsfólki Nissan.

Uppsagnir hefjast í mars og standa yfir í ár.

Fyrirtækið hefur gefið það út að vænt tap fyrirtækisins vegna samdráttar í sölu nemi 265 milljörðum jena, jafnvirði 327 milljörðum íslenskra króna, á yfirstandandi rekstrarári.

Breska ríkisútvarpið (BBC) hefur eftir Carlos Ghosn, forstjóra Nissan, að fjármálakreppan snerti við öllum. Þar sé Nissan engin undantekning.

Sala á nýjum bílum dróst saman um 18,6 prósent á milli ára í desember í fyrra.

Hagræðing innan Nissan er í samræmi við aðhaldsaðgerðir hjá öðrum bílaframleiðendum víða um heim.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×