Franskur stórbanki varar við öðru efnahagshruni 19. nóvember 2009 14:04 Franski stórbankinn Société Générale varar nú viðskiptavini sína við öðru efnahagshruni á næstu tveimur árum. Bankinn hefur þegar breytt fjárfestingastefnu sinni til að verja fjármuni viðskiptavina sinna.Í umfjöllun um málið í blaðinu Telegraph segir að í nýrri skýrslu frá Société Générale sem ber nafnið „Worst-case Debt Scenario" segir að m.a. rökin fyrir öðrum efnahagshruni séu að dollarinn haldi áfram að veikjast, hlutabréfamarkaðirnir falli aftur niður á sama stig og gerðist í mars s.l. og olíuverðið fari aftur niður í 50 dollara á tunnuna.Undirstaðan fyrir þessum rökum eru hin gífurlega skuldabyrði auðugustu ríkja heimsins, byrði sem er langt umfram landsframleiðslu þessara ríkja. Sem dæmi má nefna að á næstu tveimur árum muni skuldir Bandaríkjanna og ríkjanna á evrusvæðinu hafa vaxið í samanlagt í 105% af landsframleiðslu þeirra. Í Japan verður skuldabyrðin orðin 270% af landsframleiðslu á sama tíma.„Þessar miklu opinberu skuldir líta út fyrir að verða algerlega ósjálfbærar til lengri tíma litið," segir bankinn í skýrslu sinni og líkir ástandinu við „hinn tapaða áratug" í Japan við lok síðustu aldar. Það vandamál leysti Japan m.a. með því að fella gengi jensins. Gengisfall gjaldmiðla er þó nokkuð sem helmingur ríkja heimsins getur ekki gripið til á sama tíma.Société Générale segir að fari svo þrátt fyrir allt að gengisfellingarleiðin verði valin mun aðeins ein fjárfesting skila arði, og það er fjárfesting í gulli. Gullið mun þá halda áfram að hækka og hækka sem einasta örugga vörnin gegn verðbólgu.„Enn getur enginn sagt með fullri vissu að við munum í raun sleppa við alþjóðlegt efnahagshrun," segir í skýrslunni.Fyrir þá sem vilja forðast hrunið mælir Société Générale með því að menn losi sig við dollaraeignir sínar og sniðgangi kaup á sveiflukenndum hlutabréfum. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Franski stórbankinn Société Générale varar nú viðskiptavini sína við öðru efnahagshruni á næstu tveimur árum. Bankinn hefur þegar breytt fjárfestingastefnu sinni til að verja fjármuni viðskiptavina sinna.Í umfjöllun um málið í blaðinu Telegraph segir að í nýrri skýrslu frá Société Générale sem ber nafnið „Worst-case Debt Scenario" segir að m.a. rökin fyrir öðrum efnahagshruni séu að dollarinn haldi áfram að veikjast, hlutabréfamarkaðirnir falli aftur niður á sama stig og gerðist í mars s.l. og olíuverðið fari aftur niður í 50 dollara á tunnuna.Undirstaðan fyrir þessum rökum eru hin gífurlega skuldabyrði auðugustu ríkja heimsins, byrði sem er langt umfram landsframleiðslu þessara ríkja. Sem dæmi má nefna að á næstu tveimur árum muni skuldir Bandaríkjanna og ríkjanna á evrusvæðinu hafa vaxið í samanlagt í 105% af landsframleiðslu þeirra. Í Japan verður skuldabyrðin orðin 270% af landsframleiðslu á sama tíma.„Þessar miklu opinberu skuldir líta út fyrir að verða algerlega ósjálfbærar til lengri tíma litið," segir bankinn í skýrslu sinni og líkir ástandinu við „hinn tapaða áratug" í Japan við lok síðustu aldar. Það vandamál leysti Japan m.a. með því að fella gengi jensins. Gengisfall gjaldmiðla er þó nokkuð sem helmingur ríkja heimsins getur ekki gripið til á sama tíma.Société Générale segir að fari svo þrátt fyrir allt að gengisfellingarleiðin verði valin mun aðeins ein fjárfesting skila arði, og það er fjárfesting í gulli. Gullið mun þá halda áfram að hækka og hækka sem einasta örugga vörnin gegn verðbólgu.„Enn getur enginn sagt með fullri vissu að við munum í raun sleppa við alþjóðlegt efnahagshrun," segir í skýrslunni.Fyrir þá sem vilja forðast hrunið mælir Société Générale með því að menn losi sig við dollaraeignir sínar og sniðgangi kaup á sveiflukenndum hlutabréfum.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent