Franskur stórbanki varar við öðru efnahagshruni 19. nóvember 2009 14:04 Franski stórbankinn Société Générale varar nú viðskiptavini sína við öðru efnahagshruni á næstu tveimur árum. Bankinn hefur þegar breytt fjárfestingastefnu sinni til að verja fjármuni viðskiptavina sinna.Í umfjöllun um málið í blaðinu Telegraph segir að í nýrri skýrslu frá Société Générale sem ber nafnið „Worst-case Debt Scenario" segir að m.a. rökin fyrir öðrum efnahagshruni séu að dollarinn haldi áfram að veikjast, hlutabréfamarkaðirnir falli aftur niður á sama stig og gerðist í mars s.l. og olíuverðið fari aftur niður í 50 dollara á tunnuna.Undirstaðan fyrir þessum rökum eru hin gífurlega skuldabyrði auðugustu ríkja heimsins, byrði sem er langt umfram landsframleiðslu þessara ríkja. Sem dæmi má nefna að á næstu tveimur árum muni skuldir Bandaríkjanna og ríkjanna á evrusvæðinu hafa vaxið í samanlagt í 105% af landsframleiðslu þeirra. Í Japan verður skuldabyrðin orðin 270% af landsframleiðslu á sama tíma.„Þessar miklu opinberu skuldir líta út fyrir að verða algerlega ósjálfbærar til lengri tíma litið," segir bankinn í skýrslu sinni og líkir ástandinu við „hinn tapaða áratug" í Japan við lok síðustu aldar. Það vandamál leysti Japan m.a. með því að fella gengi jensins. Gengisfall gjaldmiðla er þó nokkuð sem helmingur ríkja heimsins getur ekki gripið til á sama tíma.Société Générale segir að fari svo þrátt fyrir allt að gengisfellingarleiðin verði valin mun aðeins ein fjárfesting skila arði, og það er fjárfesting í gulli. Gullið mun þá halda áfram að hækka og hækka sem einasta örugga vörnin gegn verðbólgu.„Enn getur enginn sagt með fullri vissu að við munum í raun sleppa við alþjóðlegt efnahagshrun," segir í skýrslunni.Fyrir þá sem vilja forðast hrunið mælir Société Générale með því að menn losi sig við dollaraeignir sínar og sniðgangi kaup á sveiflukenndum hlutabréfum. Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Franski stórbankinn Société Générale varar nú viðskiptavini sína við öðru efnahagshruni á næstu tveimur árum. Bankinn hefur þegar breytt fjárfestingastefnu sinni til að verja fjármuni viðskiptavina sinna.Í umfjöllun um málið í blaðinu Telegraph segir að í nýrri skýrslu frá Société Générale sem ber nafnið „Worst-case Debt Scenario" segir að m.a. rökin fyrir öðrum efnahagshruni séu að dollarinn haldi áfram að veikjast, hlutabréfamarkaðirnir falli aftur niður á sama stig og gerðist í mars s.l. og olíuverðið fari aftur niður í 50 dollara á tunnuna.Undirstaðan fyrir þessum rökum eru hin gífurlega skuldabyrði auðugustu ríkja heimsins, byrði sem er langt umfram landsframleiðslu þessara ríkja. Sem dæmi má nefna að á næstu tveimur árum muni skuldir Bandaríkjanna og ríkjanna á evrusvæðinu hafa vaxið í samanlagt í 105% af landsframleiðslu þeirra. Í Japan verður skuldabyrðin orðin 270% af landsframleiðslu á sama tíma.„Þessar miklu opinberu skuldir líta út fyrir að verða algerlega ósjálfbærar til lengri tíma litið," segir bankinn í skýrslu sinni og líkir ástandinu við „hinn tapaða áratug" í Japan við lok síðustu aldar. Það vandamál leysti Japan m.a. með því að fella gengi jensins. Gengisfall gjaldmiðla er þó nokkuð sem helmingur ríkja heimsins getur ekki gripið til á sama tíma.Société Générale segir að fari svo þrátt fyrir allt að gengisfellingarleiðin verði valin mun aðeins ein fjárfesting skila arði, og það er fjárfesting í gulli. Gullið mun þá halda áfram að hækka og hækka sem einasta örugga vörnin gegn verðbólgu.„Enn getur enginn sagt með fullri vissu að við munum í raun sleppa við alþjóðlegt efnahagshrun," segir í skýrslunni.Fyrir þá sem vilja forðast hrunið mælir Société Générale með því að menn losi sig við dollaraeignir sínar og sniðgangi kaup á sveiflukenndum hlutabréfum.
Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira