FIH bankinn fékk 45 milljarða lán í dag 30. júní 2009 15:56 FIH bankinn danski, sem nú er í eigu Íslands, fékk í dag lán frá dönskum stjórnvöldum upp á 1,9 milljarð danskra kr. eða um 45 milljarða kr. Um er að ræða lánveitingu úr svokölluðum bankpakke II. Í tilkynningu frá FIH um málið segir að fjárhagstaða bankans hafi styrkst ennfrekar með þessu láni sem gerir bankanum kleyft að auka við útlán sín. Þar að auki hefur lánveitingin í för með sér að eiginfjárstaða bankans fer í 12,3%. Fyrir lánveitinguna var eiginfjárstaða bankans rúm 10,7%. Í frétt um málið á börsen.dk segir að lánveitingin hafi ekki komið á óvart enda hafi FIH boðað hana við uppgjör sitt eftir fyrsta ársfjórðung ársins í maí s.l. Þá var raunar rætt um að bankinn myndi sækja um 1,7 milljarða danskra kr. Fram kom í uppgjörinu m.a. að ástæðan fyrir því að FIH sótti um lán í bankpakke II væri fjármálakreppan og sú óvissa sem hún hefði skapað um afskriftaþörf bankans í framtíðinni. Bankpakke II var samþykktur í danska þinginu s.l. vetur en honum er ætlað að koma til aðstoðar þeim dönsku bönkum sem hvað harðast hafa orðið úti í fjármálakreppunni. Samkvæmt "pakkanum" eiga þeir bankar sem fá lán úr honum möguleika á að breyta þeim í hlutfé í eigu danska ríksins síðar meir. Við þetta má bæta að báðir færeysku bankarnir sem skráðir eru í kauphöllina hérlendis hafa sótt um lán úr bankpakke II. Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
FIH bankinn danski, sem nú er í eigu Íslands, fékk í dag lán frá dönskum stjórnvöldum upp á 1,9 milljarð danskra kr. eða um 45 milljarða kr. Um er að ræða lánveitingu úr svokölluðum bankpakke II. Í tilkynningu frá FIH um málið segir að fjárhagstaða bankans hafi styrkst ennfrekar með þessu láni sem gerir bankanum kleyft að auka við útlán sín. Þar að auki hefur lánveitingin í för með sér að eiginfjárstaða bankans fer í 12,3%. Fyrir lánveitinguna var eiginfjárstaða bankans rúm 10,7%. Í frétt um málið á börsen.dk segir að lánveitingin hafi ekki komið á óvart enda hafi FIH boðað hana við uppgjör sitt eftir fyrsta ársfjórðung ársins í maí s.l. Þá var raunar rætt um að bankinn myndi sækja um 1,7 milljarða danskra kr. Fram kom í uppgjörinu m.a. að ástæðan fyrir því að FIH sótti um lán í bankpakke II væri fjármálakreppan og sú óvissa sem hún hefði skapað um afskriftaþörf bankans í framtíðinni. Bankpakke II var samþykktur í danska þinginu s.l. vetur en honum er ætlað að koma til aðstoðar þeim dönsku bönkum sem hvað harðast hafa orðið úti í fjármálakreppunni. Samkvæmt "pakkanum" eiga þeir bankar sem fá lán úr honum möguleika á að breyta þeim í hlutfé í eigu danska ríksins síðar meir. Við þetta má bæta að báðir færeysku bankarnir sem skráðir eru í kauphöllina hérlendis hafa sótt um lán úr bankpakke II.
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira